Fréttablaðið - 01.12.2007, Side 114
1. desember 2007 LAUGARDAGUR
Fyrirsætuhæfileikar stúlknanna í
næstu seríu raunveruleikaþátt-
arins America´s Next Top
Model verða ekki metnir af
ofurfyrirsætunni fyrrver-
andi, Twiggy, sem mun yfir-
gefa þáttinn sökum anna.
Skjár einn sýnir um þessar
mundir níundu þáttaröð þessar-
ar vinsælu módelkeppni
Bandaríkjanna.
Twiggy, sem var
brautryðjandi í tísku-
heiminum á sjöunda
áratugnum, hefur
setið í dómnefnd þátt-
arins frá fimmtu
þáttaröð og tók þá
við af kjaftforu fyrir-
sætunni Janice Dick-
inson. Tékkneska fyrir-
sætan Paulina Porizkova tekur við
af Twiggy, en hún prýddi
forsíður flestra tískublaða
á níunda og tíunda ára-
tugnum. Paulina hefur
einnig leikið í nokkrum
lítt þekktum kvikmynd-
um en hafnaði hlutverki
Bond-stúlku í kvikmyndinni
Goldeneye.
Ofurfyrirsætan
Tyra Banks fram-
leiðir þættina og
mun áfram sitja í
dómnefnd ásamt
fylgisveinum sínum,
Nigel Barker og Jay
Alexander.
Twiggy úr ANTM
TWIGGY Var brautryðj-
andi í tískuheiminum á
sjöunda áratugnum.
Hin fjölhæfa Pamela Anderson
hefur látið hafa það eftir sér að
hún hyggist setjast í helgan stein
eftir fimm ár, segja skilið við
skemmtanaiðnaðinn og flytja
aftur heim til Kanada ásamt
sonum sínum tveimur og eigin-
manni, Rick Salomon, en Pamela
giftist honum í október. „Ég á land
í Kanada og það fer að verða kom-
inn tími á þetta. Ég er alltaf að fá
tilboð um að leika í sjónvarpsþátt-
um og kvikmyndum en hafna þeim
öllum. Það gerir umboðsmanninn
minn alveg geðveikan,“ segir
Pamela. „Ég er löt og hef engan
áhuga á því að vinna. Ég vil frekar
eyða tíma með strákunum mínum.
Í augnablikinu starfa ég sem
aðstoðarkona töframanns í Las
Vegas. Þangað flýg ég reglulega
frá Los Angeles, tek þátt í nokkr-
um sýningum og fer svo heim
aftur.“ Umrædd sýning ber yfir-
skriftina „The Beauty of Magic“
eða Fegurð töfranna og töframað-
urinn er hinn hollenski Hans Klok.
Sýningum lýkur í byrjun desem-
ber en eftir það hyggst Pamela
verja öllum tíma sínum í móður-
hlutverkið auk stærðfræði-
kennslu. „Ég er aðstoðarkennari í
stærðfræði í skólanum hjá strák-
unum,“ segir Pamela en drengirn-
ir eru 9 og 11 ára gamlir.
Pamela að hætta
LANGAR AÐ FLYTJA TIL KANADA Pamela
Anderson hyggst segja skilið við
skemmtanaiðnaðinn í Hollywood eftir
fimm ár og flytja til Kanada.
Guðmundur Jónsson, Hara-
systur og Einar Ágúst héldu
sameiginlega útgáfutón-
leika á Nasa á dögunum til
að fagna nýjustu plötum
sínum.
Guðmundur er að gefa út sína
þriðju sólóplötu, Fuður, en bæði
Hara-systur og Einar Ágúst eru að
gefa út sínar fyrstu plötur. Aðdá-
endur þríeykisins létu sig ekki
vanta á tónleikana og fengu þeir
vitaskuld mikið fyrir sinn snúð.
Þrefaldri útgáfu
fagnað á Nasa
PÉTUR OG HELGA Pétur og Helga Eir
kíktu á útgáfutónleikana.
HELGA OG HANNA Þær Helga og Hanna
sátu brosmildar við borðið sitt.
SAMAN Á NASA Ægir, Óli, Auður og Tóta
hlýddu á þríeykið flytja sín nýjustu lög.
FÉLAGAR Félagarn-
ir Sigurður Örn og
lagahöfundurinn
Örlygur Smári létu
sig ekki vanta á
útgáfutónleikana.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VÖ
LU
N
D
U
R
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Eirvík kynnir
sportlínuna frá Miele
AFSLÁTTUR
30%
Miele gæði
ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900