Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 122

Fréttablaðið - 01.12.2007, Qupperneq 122
86 1. desember 2007 LAUGARDAGUR EFSTIR Í TÖLFRÆÐINNI Í UMFERÐUM 1 TIL 8 Flest stig í leik 1. Cedric Isom, Þór Ak. 27,6 2. Bobby Walker, Keflavík 22,6 3. Darrell Flake, Skallagrími 22,5 4. Donald Brown, Tindastól 21,6 5. Jonathan Griffin, Grindavík 21,5 6 Justin Shouse, Snæfelli 21,1 7. Drago Pavlovic, Fjölni 21,0 8. Milojica Zekovic , Skallagrími 20,4 9 Dimitar Karadzovski , Stjörnunni 20,1 10. Hreggviður Magnússon, ÍR 19,8 10. Tommy Johnson, Keflavík 19,8 Flest fráköst í leik 1. Darrell Flake, Skallagrími 12,8 2. George Byrd, Hamri 12,1 3. Hlynur Bæringsson, Snæfelli 11,4 4. Joshua Helm, KR 9,9 5. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 9,0 6. Ómar Sævarsson, ÍR 8,8 7. Marcin Konarzewski, Tindastól 8,1 7. Donald Brown, Tindastól 8,1 7. Óðinn Ásgeirsson, Þór Ak. 8,1 10. Milojica Zekovic, Skallagrími 7,4 Flestar stoðsendingar í leik 1. Justin Shouse, Snæfelli 6,5 2. Allan Fall, Skallagrími 6,1 3. Samir Shaptahovic, Tindastóll 6,1 4. Cedric Isom, Þór Ak. 6,0 5. Magnús Þór Gunnarss., Keflavík 5,4 Flestir stolnir boltar í leik 1. Sonny Troutman, ÍR 6,67 2. Jonathan Griffin, Grindavík 4,38 3. Karlton Mims, Fjölni 3,50 4. Justin Shouse, Snæfell 2,63 5. Tommy Johnson, Keflavík 2,50 5. Donald Brown, Tindastól 2,50 5. Bobby Walker, Keflavík 2,50 Flest varin skot í leik 1. Egill Jónasson, Njarðvík 2,88 2. George Byrd, Hamri 2,00 2. Nemanja Sovic, Fjölnir 2,00 4. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 1,88 5. Steven Thomas, Stjarnan 1,80 Besta 3ja stiga skotnýting 1. Hjörtur H. Einarss., Njarðvík 53,3% 2. Axel Kárason. Skallagrími 48,0% 3. Adam Darboe, Grindavík 47,8% 4. Muhamed Taci, Stjörnunni 47,4% 5. Samir Shaptahovic, Tindast. 46,0% Besta vítanýting 1. Lárus Jónsson, Hamri 96,2% 2. Allan Fall, Skallagrími 90,5% 3. Adam Darboe, Grindavík 90,0% 4. Darri Hilmarsson, KR 88,2% 5. Páll Axel Vilbergss., Grindav. 86,2% KÖRFUBOLTI Keflvíkingurinn Bobby Walker er besti leikmaður fyrstu átta umferða Iceland Express- deildar karla en KKÍ verðlaunaði í gær þá leikmenn, þjálfara og dóm- ara sem sköruðu fram úr í þessum fyrsta hluta tímabilsins. KKÍ setti saman sérstaka nefnd og er hún skipuð einstaklingum sem koma hver úr sinni áttinni en eiga það sameiginlegt að sjá meira og minna alla leiki. Nefndin ákvað síðan að velja 3 íslenska leikmenn og 2 erlenda leikmenn hverju sinni í úrvalsliðið en þessi verðlaun verða alls afhent þrisvar í vetur. „Það er alltaf gaman að fá svona verðlaun og ég er mjög ánægður með þetta. Við höfum byrjað frá- bærlega og höfum verið heppnir að enginn okkar leikmanna hefur meiðst. Við höfum bara einbeitt okkur að því að njóta þessa og hafa gaman af því að spila körfu- bolta saman,“ segir Bobby Walker, besti leikmaður 1. til 8. umferðar Iceland Express-deildar karla. Walker hefur skorað 22,6 stig og gefið 4,8 stoðsendingar að meðal- tali í leik og nýtur sín vel í Kefla- víkurliðinu. „Ég er mjög sáttur við leikstílinn og ég er vanur hröðum leik og að keyra á andstæðingana. Við leggjum áherslu á að spila hratt en af skynsemi. Ég er með frábærum strákum í liði, þeir leggja allir mikið á sig og vilja vinna og ástríða þeirra fyrir körfu- boltanum fer ekki fram hjá nein- um,“ segir Walker. Það hefur vakið sérstaka eftir- tekt hversu vel Walker hefur spil- að gegn bestu liðum deildarinnar en í leikjunum á móti liðum í efri hluta deildarinnar hefur hann skorað 28,0 stig að meðaltali í fjór- um leikjum og hitt úr 58,9 prósent- um skota sinna. „Ég tel mig hafa haft heppnina í liði með mér. Ég undirbjó mig vel en bjóst aldrei við að það ætti eftir að ganga svona vel. Ég er búinn að spila vel og félagar mínir í liðinu eiga mikið í því vegna þess að þeir treysta mér til að spila minn leik. Við erum ekkert að reyna að gera hluti sem við erum ekki vanir. Við spilum okkar leik og reynum að nýta okkur styrkleika liðsins,“ segir Walker sem segir að það muni reyna á Keflavíkurliðið í næstu leikjum. „Ég held að hin liðin í deildinni séu enn spenntari að mæta okkur en áður. Þau hafa allt að vinna þegar þau mæta okkur því við erum taplausir á toppnum og allir vilja verða fyrst- ir til þess að vinna okkur. Þetta er sterk deild og ég bjóst við því þegar ég kom þar sem að ég þekkti leikmenn sem höfðu spilað hér áður,“ sagði Walker sem er ánægð- ur með þjálfara sinn Sigurð Ingi- mundarson sem var valinn besti þjálfari fyrstu átta umferðanna. „Siggi er góður þjálfari og segir okkur hlutina eins og þeir eru. Hann lætur okkur vita af því, hvort sem við erum að gera hlut- ina rétt eða rangt. Við verðum bara að gera meira rétt en rangt,“ sagði Walker að lokum. Aðrir leikmenn í fimm manna úrvalsliðinu eru Dimitar Kar- adzovski úr Stjörnunni, Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík, Jón Norðdal Hafsteinsson úr Keflavík og Óðinn Ásgeirsson úr Þór Akur- eyri. Dimitar Karadzovski hefur skorað 20,1 stig og gefið 4,8 stoð- sendingar og hjálpað nýliðum Stjörnunnar að fóta sig í deildinni. Enginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur, en Dimitar hefur skorað 34 slíkar í leikjunum átta eða 4,3 í leik. Páll Axel Vilbergsson hefur spilað vel fyrir Grindavík sem hefur unnið sjö síðustu leiki sína eftir að hafa steinlegið í fyrsta leik. Páll Axel er með 18,8 stig og 6,5 fráköst í leik. Keflvíkingurinn Jón Norðdal Hafsteinsson er dýrmætur fyrir Keflavíkurliðið og gerir alla þessa litlu hluti sem skipta miklu máli en sjást ekki í tölfræðinni. Jón var með 8,9 stig og 6,4 fráköst á þeim 21,9 mínútum sem hann spilaði í leik. Þórsarinn Óðinn Ásgeirsson er búinn að ná sér af meiðslunum og hefur leikið mjög vel með nýlið- unum. Óðinn hefur skorað 17,6 stig og tekið 8,1 fráköst að meðal- tali en í sigurleikjum liðsins hefur hann skorað 25,3 stig í leik og hitt úr 57,4 prósentum skota sinna. Besti dómarinn kemur úr Reykjanesbæ eins og besti leik- maðurinn og besti þjálfarinn. Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson stóð sig best að mati nefndarinnar sem leitaði þar til þjálfara deildarinnar. ooj@frettabladid.is Keflavík tók bæði stóru verðlaunin Körfuknattleikssambandið veitti í gær verðlaun til þeirra sem hafa skarað fram úr í umferðum 1-8 í Iceland Express-deild karla. Bobby Walker var valinn besti leikmaðurinn, Sigurður Ingimundarson besti þjálfarinn og Sigmundur Már Herbertsson stóð sig best af dómurunum í deildinni. BESTI DÓMARINN Sigmundur Már Her- bertsson hefur dæmt vel í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ÞRÍR GÓÐIR Keflvíkingarnir Bobby Walker, Jón Norðdal Hafsteinsson og Sigurður Ingimundarson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÖRFUBOLTI Sigurður Ingimundar- son fékk sín fyrstu verðlaun sem þjálfari í úrvalsdeild karla í gær þegar hann var valinn besti leik- maður 1. til 8. umferðar Iceland Express-deildar karla. „Það er gaman að fá þessi verð- laun en ég er samt ekki mikið að pæla í svona hlutum. Það er liðið sem er í rauninni að fá viður- kenningu þegar leikmenn eða þjálfarar þess fá verðlaun,“ segir Sigurður Ingimundarson sem hefur leitt Keflavíkurliðið til sig- urs í fyrstu átta leikjum tímabils- ins. „Það er einkenni okkar liðs að í því eru miklir liðsmenn og þeir spila allir ofsalega vel saman. Menn eru til skiptis að eiga frá- bæra leiki og geta síðan jafn- framt bakkað frá þegar aðrir í liðinu eiga frábæra leiki. Menn leyfa öðrum líka að njóta sín og það er bara uppskrift að vel- gengni. Það eru því fullt af öðrum leikmönnum í mínu liði sem mér finnst hafa staðið sig mjög vel,“ segir Sigurður en er samt sam- mála því að nefndin hafi tekið réttu mennina út. „Ég held að það sé alveg sanngjarnt að Jonni og Bobby fái verðlaun því þeir báðir hafa spilað mjög vel. Það að Jonni hafi fengið verðlaun sýnir það að þeir sem eru að velja þetta hafa vit á því sem þeir eru að gera en velja ekki bara út frá því hverjir eru stigahæstir eða eru öflugir í annarri tölfræði. Hann á fyllilega heima þarna,“ sagði Sigurður. Sigurður er mjög ánægður með þann eiginleika Bobby Walker að spila best í stærstu leikjunum. „Bobby hefur dregið sig til hlés í leikjum sem eru fljótlega orðnir tryggir fyrir okkur og hann er heldur ekki mikið að trana sér fram á móti minni liðunum. Það finnst mér vera þvílíkt flott kar- aktereinkenni,“ segir Sigurður sem er ánægður með þróun mála í vetur. „Við höfum spilað mjög vel og allir leikirnir hafa unnist sæmi- lega sannfærandi hjá okkur fyrir utan leikinn í Hólminum sem vannst þó. Við höfum lítið verið að spila alvöruleiki að undan- förnu og ég hef áhyggjur af því. Þetta er eiginlega búið að vera of létt undanfarið,“ segir Sigurður og hann veit að það er enn mikið eftir af tímabilinu. „Það kom mér á óvart hvað hin liðin bjuggust við litlu af okkur. Ég hef svolítið gaman af því en við verðum ekki í neinum sér- flokki þegar kemur í úrslita- keppnina því hin liðin eru það góð,“ segir Sigurður. - óój Sigurður Ingimundarson fékk sín fyrstu verðlaun sem karlaþjálfari: Miklir liðsmenn í mínu liði FYRSTU VERÐLAUNIN Sigurður Ingimundarson tekur við verðlaunum úr hendi Hannesar Jónssonar formanns KKÍ: FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nýjustu lögin í símann Gríptu augnablikið og lifðu núna Ótrúlegt úrval íslenskra og erlendra laga sem þú getur eignast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.