Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 68
BLS. 14 | sirkus | 14. DESEMBER 2007 S igríður Klingenberg spáir fyrir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni þessa vikuna. Hann er fæddur 27.1 1968 og hefur sjö fyrir lífstölu. „Orkan hans er mystísk og erfitt í raun að lesa hana. Þetta hentar honum sérlega vel í viðskiptum vegna þess að fólk veit ekkert hvað hann er að hugsa. Honum finnst gaman að tefla á þessu viðskipta-taflborði og hann á eftir að máta marga. Hann hefur snilldargáfurnar í genunum líkt og rithöfundurinn Arnaldur Indriðason hafði snilldargáfuna frá föður sínum. Þessi lífssaga var skráð í stjörnurnar áður en Jón Ásgeir fæddist. Hann er viðskiptaíþróttamaður og keppnisskapið hans er ógurlegt. Hann á aldrei eftir að hægja á sér eða setjast í helgan stein vegna þess að þetta er það sem honum finnst gefa lífinu gildi. Jón Ásgeir er frekar feiminn, mjög trygglyndur og hefur í gegnum tíðina sjaldan orðið ástfanginn. Nú er hann hins vegar algerlega búinn að finna sálufélaga sinn, hana Ingibjörgu Stefaníu Pálma- dóttur. Jón Ásgeir hefur gott minni sem er afar slæmt fyrir andstæðinga hans. Hann er samt ekki eins hefnigjarn og fólk heldur. Hann mun frekar sýna fólki í tvo heimana með því að það fær hann ekkert stoppað, Hann er búinn að hafa mikil áhrif á íslenskt viðskiptalíf. Hann byrjaði á ásnum 2007 og mun hans áhrifa gæta miklu meira í framtíðinni og get ég ekki betur séð en hann eigi eftir að leggja Danmörku að fótum sér. Það kæmi mér ekki á óvart þótt hann yrði nánast eins og nýi krónprins Danmerkur. Líf hans verður farsælt en varðandi skemmtanalífið er sú vísa ekki of oft kveðin að hann þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Sigríður Klingenberg. www.klingenberg.is Næsti krónprins Danmerkur ÞAÐ FÆR HANN EKKERT STOPPAÐ Jón Ásgeir er mjög mystískur og fólk á erfitt með að lesa hann og veit yfirleitt ekkert hvað hann er að hugsa. Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is ■ Það er kominn tími til að skipta um vinnu ... … ÞEGAR MÖTUNEYTI FYRIRTÆKISINS HEFUR BARA EITT MARKMIÐ: AÐ FITA ÞIG! … ÞEGAR VINNUFÉLAGAR ÞÍNIR HALDA AÐ ÞEIR SÉU AÐ LEIKA Í NÆTURVAKTINNI, NOTA SÖMU FRASANA OG ERU MEÐ HRINGITÓNA ÚR ÞÁTTUNUM, NEI SÆLL, ÞAÐ GERIST EKKERT SJOPPULEGRA … … ÞEGAR ÞÚ LENDIR Í ÞVÍ AÐ DREKKA OF MIKIÐ JÓLAGLÖGG Í STARFSMANNAPARTÍI OG VAKNAR NAKINN HEIMA HJÁ YFIRMANNI ÞÍNUM. … ÞEGAR ÞIG ER FARIÐ AÐ DREYMA VINNUNA ÞÍNA Á NÓTTUNNI. … ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ FLÍSPEYSU MERKTA FYRIRTÆKINU Í JÓLAGJÖF. ÞÆR VALDA EKKI BARA TÍSKUSLYSI HELDUR GERA ÞÆR EKKERT FYRIR VAXTARLAG STARFS- MANNSINS OG ERU SÉRSTAKLEGA VOND ÍMYND FYRIR VIÐKOMANDI FYRIRTÆKI ÚT Á VIÐ. leiðir... SPURNINGAKEPPNI sirkuss ■ Jóel Pálsson 1. Glitnir. 2. Jón Sigurðsson. 3. Minnisbók. 4. Ó Ó Ingibjörg. 5. Bennabúð. 6. Árið 1977. Saxófónleikarinn góðþekki Jóel Pálsson batt enda á sigurgöngu Hannesar með naumindum. Jóel hlaut sex stig af tíu mögulegum á móti fimm stigum Hannesar. Hannes Heimir skorar á viskubrunninn Jón Bjarna Guðmundsson, framleiðanda hjá Saga film, til að mæta Jóel. 1. Hvaða banki var á dögunum útnefndur banki ársins á Íslandi árið 2007 af alþjóðlega banka- tímaritinu „The Banker“? 2. Hvað heitir forstjóri FL Group? 3. Hvað heitir nýútkomin bók Sigurðar Pálssonar sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna? 4. Á dögunum gáfu þau systkinin Ingibjörg, Ómar og Óskar Guðjónsbörn út geisladisk, hvað heitir hann? 5. Nýlega opnaði óvenjuleg bókabúð á Njálsgötu, þar sem áherslan er lögð á bækur um myndlist, hvað heitir búðin? 6. Hvenær tóku fyrstu íslensku barnaverndarlögin gildi? 7. Hvað heitir ævintýramynd Ara Kristinssonar sem var frumsýnd á dögunum? 8. Hver er herra Ísland árið 2007? 9. Hvaða íslenski hrekkjalómur gerðist svo kræfur að panta símaviðtal við George Bush nýlega? 10. Hver er þjálfari handknattleiksliðs Stjörnunnar? 5 RÉTT SVÖR. 6 RÉTT SVÖR.■ Hannes Heimir 1. Glitnir. 2. Jón Sigurðsson. 3. Ævisögur og endurminningar. 4. Ó Ó Ingibjörg. 5. Útúrdúr. 6. Árið 1967. 7. Duggholufólkið. 8. Ekki hugmynd. 9. Illugi. 10. Patrekur Jóhannesson. 7. Dugguholufólkið. 8. Davíð Þór Jónsson. 9. Skagamaðurinn Vífill Atlason. 10. Pass. SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR GÖNGU SINNI ÁFRAM. SIGURFÖR BUFF TRYMBILSINS HANN- ESAR HEIMIS HEFUR VERIÐ ÓSTÖÐVANDI OG ALLS HEFUR HANN UNNIÐ TÍU MÓTHERJA. HÉR MÆTIR HANNES HEIMIR TÓNLISTARMANNINUM JÓEL PÁLSSYNI. Rétt svör: 1. Glitnir. 2. Jón Sigurðsson. 3. Minnisbók. 4. Ó Ó Ingibjörg. 5. Útúrdúr. 6. Árið 1932. 7. Duggholufólkið. 8. Ágúst Örn Guðmundsson. 9. Vífill Örn Atlason. 10. Aðalsteinn Eyjólfsson. Þ egar ég byrjaði með verslunina Fígúru fyrir sjö mánuð-um hafði ég aldrei snert saumavél eða komið nálægt hannyrðum á einn eða annan hátt og hafði lítið vit á fötum,“ segir Guðjón Rúnar Emilsson, hönnuður og verslunareigandi Fígúru, betur þekktur sem Gaui en nú gegna föt og sauma- skapur lykilhlutverki í lífi hans. „Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á að setja sinn persónulega stíl í fatnaðinn sem við seljum og þrykkjum og saumum á fötin eftir þeirra hug- myndum,“ upplýsir Gaui, en þessi nýbreytni í íslenskri verslun hefur hlotið góðar viðtökur. „Á tímum fjöldafram- leiðslunnar langar marga í eitthvað einstakt án þess þó að það kosti morðfjár og það var meginástæða fyrir því að við ákváðum að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd,“ bætir Guðjón við en vörurnar sem verslunin selur eru á mjög viðráðanlegu verði. Verslunin Fígúra þykir með eindæmum skemmtileg enda býður hún upp á fjölbreytt vöruúrval þar sem stefnum og stílum úr öllum áttum ægir saman. „Við seljum vörur frá Human Empire, American Apparel, Franklin & Marshall auk þess sem við bjóðum upp á íslenska hönnun, en núna eru í kringum 20 íslenskir hönnuðir sem selja hönnun sína hjá okkur,“ segir Guðjón og hvetur alla þá sem luma á einhverju skemmtilegu í pokahorninu að koma við í Fígúru. „Verslunin er hugsuð bæði sem búð og gallerí. Við leggjum ríka áherslu á að sýna allan skalann af list og erum opin fyrir öllu,“ segir Guðjón en hann leggur mikið upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi í Fígúru. „Áður en ég hóf sjálfur verslunarrekstur hafði mér alltaf þótt leiðinlegt í verslunum og forðaðist búðir eins og heitan eldinn,“ segir kaupmaðurinn Guðjón að lokum sem unir hag sínum vel í búð sinni á Skólavörðustígnum. http://www.myspace.com/figurastore. bergthora@frettabladid.is GAUI Í FÍGÚRU FETAR ÓTROÐNAR SLÓÐIR LEYFIR KÚNNUNUM AÐ ÞRYKKJA Á EFNI SÁTTUR KAUPMAÐUR Í fyrra hafði hann ekkert vit á fötum og tísku en núna er hann á kafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 340. tölublað (14.12.2007)
https://timarit.is/issue/277801

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

340. tölublað (14.12.2007)

Aðgerðir: