Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 104
68 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR SUND Íslenska sundfólkið fer vel af stað á Evrópumótinu sem nú stendur yfir í Debrecen í Ung- verjalandi. Ragnheiður Ragn- arsdóttir, sundkona úr KR, setti nýtt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi og Örn Arnarson, sundmaður úr SH, setti Íslandsmet í 100 metra flugsundi og komst í und- anúrslit í gær. Ragnheiður bætti fyrra met sitt í 100 metra skriðsundi, sem hún setti í lok nóvember, þegar hún synti á 55.29 sekúnd- um í gær. Met Ragnheiðar nægði þó ekki til þess að hún kæmist í undanúrslitin og endaði hún í 23. sæti. Ragnheiður keppir aftur í dag í 100 metra fjór- sundi og svo lýkur hún keppni með í 50 metra skriðsundi á morgun. Örn Arnarson synti 100 metra flugsund í gær á tímanum 52,69 sekúndur, sem er nálægt Íslandsmeti hans, og nægði það honum til að tryggja sig áfram í undanúr- slitin. Þar bætti hann um betur og synti á tímanum 52,53 sekúndur, sem er nýtt Íslandsmet, og endaði í 13. sæti. Í dag keppir Örn í 100 metra skriðsundi og 50 metra baksundi og morgun kepp- ir hann svo í 50 metra flugsundi. Jakob Jóhann Sveinsson synti 100 metra bringusund á tímanum 1:01.51 og lenti í 36. sæti af 50 keppendum í gær og í dag keppir hann í 200 metra bringusundi. - óþ Íslenska sundfólkið fór vel af stað á Evrópumótinu í 25 metra laug í Debrecen í Ungverjalandi í gærdag: Ragnheiður og Örn settu ný Íslandsmet FÓTBOLTI Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni hefur Arsenal fengið leyfi Levski Sofia til þess að fá einn liðsmanna búlgarska liðsins, hinn unga og efnilega Nikolay Dimitrov, á reynslu á næstunni með hugsanleg kaup í huga. Dimitrov er tvítugur og spilar yfirleitt á vinstri kanti en getur einnig leikið í stöðu framherja og hefur líklega vakið athygli Arsene Wenger í leikjum með U-21 árs liði Búlgaríu. Stnimir Stoilov, stjóri Levski Sofia, efast ekki um að Dimitrov muni slá í gegn hjá Arsenal. „Við höfum þegar gefið grænt ljós á þetta og það eina sem er eftir núna er að Dimitrov fari til London og æfi með Arsenal og ég er viss um að hann á eftir að standa undir væntingum. Hann er ungur og efnilegur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd, en ég lít einnig á þetta sem heiður fyrir Levski Sofia sem lið að Arsene Wenger hafi áhuga á einum leikmanna þess.“ - óþ Enska úrvalsdeildin: Dimitrov á leið til Arsenal EFNILEGUR Dimitrov þykir mikið efni í heimalandi sínu og tíminn mun leiða í ljós hvort hann nær að heilla Arsenal á reynslutímanum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fimm stuðningsmenn Manchester United voru stungnir í 50 manna óeirðum sem brutust út fyrir leik enska liðsins gegn ítalska liðinu Roma í Róm í fyrrakvöld. Enginn Bretanna varð fyrir lífshættulegum áverkum en sex voru handteknir og fjórir formlega kærðir fyrir þátttöku sína í óeirðunum, en þetta var ekki í fyrsta sinn sem aðdáendur liðanna fara í hár saman. Þegar liðin mættust í Róm í átta liða úrslitum Meistara- deildarinnar í fyrra voru ellefu stuðningsmenn fluttir á sjúkra- hús vegna meiðsla sem hlutust í slagsmálum við óeirðalögreglu innan Ólympíuvallarins í Róm. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lýsti yfir vonbrigðum sínum með uppá- komuna í viðtali í leikslok í fyrrakvöld. „Við vorum að vonast eftir rólegu kvöldi og að við gætum snúið aftur til Manchester án nokkurra óeirða á milli aðdáenda liðanna, en það gekk því miður ekki eftir. Auðvitað veit ég ekki nákvæmlega hvað gerðist, en ég vona að allir aðdáendur sem lentu í átökum séu heilir á húfi, en ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með þessa uppákomu.“ - óþ Meistaradeild Evrópu: Fimm Bretar stungnir í Róm ÓLÆTI Stuðningsmenn Manchester United og Roma lentu í átökum í fyrra- kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Í FANTA FORMI Ragn- heiður Ragnarsdóttir bætti met sitt í 100 metra skriðsundi í gær. ÖFLUGUR Örn Arnarson byrjaði vel á EM í sundi í gær og setti Íslands- met i 100 metra flugsundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.