Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 52
 14. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● miðbærinn Á Geysi bistro og bar verður boðið upp á hátíðarkvöldverð- armatseðil milli jóla og nýárs. „Við fórum af stað með jólahlað- borð í fyrsta sinn til að athuga hvernig viðtökurnar yrðu og þær hafa ekki staðið á sér. Það er upp- selt á það,“ segir Þórður Norð- fjörð, kokkur á Geysi bistro og bar, við Aðalstræti 2. Forsvarsmenn staðarins hafa brugðist við með að bjóða einnig upp á sérstakt skötu- hlaðborð á Þorláksmessu og hátíð- arkvöldverðarmatseðil, villibráð og fiskrétti, milli jóla og nýárs, þar sem gestum gefst færi á að snæða gómsætan mat í frjálslegu and- rúmslofti eins og Þórður kemst að orði. Hér að neðan er þriggja rétta hátíðarmatseðill sem ætti að veita innsýn í það sem er í boði. - rve Þriggja rétta hátíðarveisla Sjálfur kokkurinn að störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Miðborgin skartar sínu fegursta um þessar mundir. Jólin eru fyrir löngu komin í bæinn og fram að sjálfum jólunum er við nóg að vera. Helgarnar fram að jólum bjóða upp á notalega aðventustemningu með spennandi dagskrá sem kemur ungum sem öldnum í sannkallað jólaskap. LAUGARDAGUR, 15. DESEMBER Jólasveinarnir Skyrgámur og Gluggagægir koma við í miðborg- inni á milli 14.00 og 15.00 með góðgæti í pokanum. Viðurkenning fyrir „jólalegasta jólagluggann“ verður veitt með aðstoð Glugga- gægis kl. 15.00. Norræna félagið og Hjálpræðisherinn bjóða gest- um upp á heitt súkkulaði víðs vegar um miðborgina milli 14.00 og 18.00 auk þess sem kór Nord-klúbbsins, Vox Borealis, flytur ljúfa tóna. SUNNUDAGUR, 16. DESEMBER Enskir jólasöngvar – Christmas Carols – í Hallgrímskirkju kl. 14.00. Leiðsögn um sýningarnar í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöð- um kl. 15.00. LAUGARDAGUR, 22. DESEMBER Jólasveinarnir Hurðaskellir og Stúfur verða í miðborginni milli 14.00 og 15.00 með góðgæti í pokanum. Norræna félagið og Hjálp- ræðisherinn bjóða gestum upp á heitt súkkulaði víðs vegar um miðborgina milli 14.00 og 18.00 auk þess sem kór Nord-klúbbsins, Vox Borealis, flytur ljúfa tóna. Hópur hljóðfæraleikara í Lúðra- sveit verkalýðsins spilar víðs vegar um miðborgina milli 15.00 og 17.00. ÞORLÁKSMESSA, 23. DESEMBER Friðargangan hefst kl. 18.00. Gengið frá Hlemmi, niður Laugaveg og að Ingólfstorgi þar sem flutt verða stutt ávörp. AÐFANGADAGUR, 24. DESEMBER Hljómskálakvintettinn leikur jólatónlist í Hallgrímskirkju kl. 17.00. Sýningin Norrænir jólasiðir, Óðinsgötu 7, er opin alla virka daga frá 09.00-16.00 og er gestum að kostnaðarlausu. AFGREIÐSLUTÍMAR VERSLANA Í MIÐBORGINNI: Virkir dagar: Opið 10.00-22.00. Laugardagar: Opið 10.00-22.00 Sunnudagar: Opið 13.00-22.00. Þorláksmessa: Opið 10.00-23.00 Aðfangadagur: Opið 10.00-12.00 BÍLASTÆÐI Frítt er í útistæði eftir kl. 13.00 á laugardögum. Frítt er í bíla- stæðahús á laugardögum. Fram að jólum eru bílastæðahúsin opin til 24.00. Aðventan í miðbænum Aðventan í miðborg Reykjavíkur er bæði notaleg og spennandi. Jólaleg stemning á Geysi bistro og bar. ● JÓLIN KOMA Jólaskreytingar eru í boði víða. Þó eru tvær verslanir í miðbænum sem sérhæfa sig í slíku allt árið um kring. Þetta eru Jólahúsið við Skóla- vörðustíg 21a og Litla jólabúðin við Laugaveg 8. Þar má finna margt fínt skraut, bæði íslenskt og erlent. Íslensku sveinarnir standa þar innan um frændur sína rauð- klæddu, hvítir englar innan um svarta og silfraða páfugla. Sumir hafa fyrir sið að kaupa árlega eitt fallegt jólaskraut á jólatréð á Þorláks- messu. Þannig má einnig sjá hvernig tískan breytist í áranna rás. 1. Marineraður fiskur Tex-Mex FORRÉTTUR EÐA STAKUR RÉTTUR 1 kg lax eða lúða (roðlaus og bein- laus) 1 bolli limesafi Skerið fisk í litla bita, hellið limesafa yfir og látið liggja í 30 mínútur. KRYDDBLANDA 4 msk. jalepeno (niðursoðinn, smátt saxaður) ½ bolli fylltar ólivur (smátt skornar) 1 stór laukur (smátt saxaður) 2 stk. hvítlauksrif (smátt söxuð) 1 msk. ferskt kóríender (smátt saxað) 1 msk oregano (þurrkað) ½ bolli tómatsósa 1 tsk. salt 1 msk. worchestersósa Sigtið fisk úr limesafa. Setjið á fat. Blandið öllu hráefni í kryddblöndu saman og blandið varlega saman við fisk. Setjið lok eða plastfilmu yfir og látið marinerast í 2 sólarhringa. Blandið saman við fisk ½ haus af smátt söxuð- um iceberg, 3 stk. af ferskum tómötum, skornum í báta, ásamt 3 msk. af ferskri steinselju, áður en hann er borinn fram. Framreitt með sýrðum rjóma og brauði. 2. Humarfylltar andabring- ur með vínberjasósu og fersku eplasalati AÐALRÉTTUR FYRIR 6 12 stk. andabringur (meðalstórar) 12 -16 stk. humar (færður úr skel og hreinsaður) olía til steikingar salt og pipar Skerið lítið gat í þykkari enda anda- bringu. Þrýstið stál- eða sleifsenda inn í bringu til að búa til svæði fyrir humar. Þrýstið honum þar inn. Brúnið bring- ur í olíu á pönnu, kryddið með salt og pipar. Setjið á grind í ofni og steikið við 170°C í 10 mínútur. VÍNBERJASÓSA 5 dl soð (villibráðarsoð) 1 dl rjómi 100 g gráðostur 20 stk. græn vínber (skorin í tvennt og steinhreinsuð) ögn kjötkraftur 2 tsk. rifsberjahlaup sósujafnari salt og pipar Setjið soð í pott og bætið í rjóma og gráðaost. Þykkið með sósujafnara, bragðbætið með kjötkrafti, salti, pipar og rifsberjahlaupi. Látið krauma í fá- einar mínútur. Bætið vínberjum í sós- una rétt áður en hún er borin fram. FERSKT EPLASALAT 3 rauð epli (steinlaus og smátt skorin) 3 rauðlaukar (smátt skornir) 4 msk. fersk steinselja (smátt söxuð) Öllu blandað saman og bleytt upp með balsamic-kremi. Réttur er borinn fram með kartöflum, fersku salati eða grænmeti. Allt hráefni fæst í helstu matvöruversl- unum landsins. 3. Súkkulaðiterta Geysis BOTN 4 stk. egg 2 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði 1 dl hveiti Stífþeytið egg og sykur. bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Kælið ör- lítið. Blandið síðan saman við egg og sykur, ásamt hveiti. Hrærið öllu varlega saman. Bakað í 40 mínútur á 170°c. KREM 70 g smjör 150 g suðusúkkulaði 2 msk. síróp Setjið allt saman í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Látið kólna örlítið. Smyrjið síðan yfir botninn. Borið fram með ferskum ávöxtum, rjóma eða ís. Einnig gott að hafa allt með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.