Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 50
BLS. 8 | sirkus | 14. DESEMBER 2007 Það geislar af Söru þegar við hitt-umst á einum af smartheitabör-um borgarinnar. Vodkakokkteil- ar með reghlífum eru látnir eiga sig enda er varla kominn hádegismatur þegar viðtalið á sér stað. Sara hefur átt annasamt ár, bæði í leikhúsinu og í sjónvarpinu, því á árinu lék hún bæði í Næturvaktinni og í Pressunni og á sviði Borgarleikhússins. Í sjónvarps- þáttunum Pressa er hún í hlutverki blaðakonunnar Láru sem er einstæð móðir. Það er ekki margt líkt með þeim Söru og Láru nema það að sú fyrrnefnda ætlaði að verða blaðamað- ur þegar hún var unglingur. Hún stundaði nám á fjölmiðlabraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og ætlaði sér stóra hluti á fjölmiðlasviðinu og sá sjálfa sig fyrir sér með myndavél um hálsinn úti í hinum stóra heimi. „Við eigum það sameiginlegt að hafa þenn- an blaðamannaáhuga en minn hefur reyndar dvínað aðeins með árunum. Lára er einstæð móðir og mér finnst hún verða hörð að utan en mjúk að innan. Ástríðan knýr hana áfram en líf hennar er allt annað en auðvelt og hún er í stöðugum barningi að púsla móðurhlutverkinu og vinnunni saman. Það reynir á að hlutirnir séu vel smurðir, en það er ekki alveg þannig hjá henni. Hún er svolítið hvat- vís og að reyna að fóta sig í lífinu en kraftinn vantar ekki né neistann.“ Pressan er spennuþáttaröð úr smiðju Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjart- anssonar en þeir fengu glæpasagna- höfunda til liðs við sig eins og Árna Þórarinsson og Yrsu Sigurðardóttur til að skrifa nokkra þætti. Hún segir að vinnan við þættina hafi verið mjög skemmtileg og hláturtaugarnar hafi verið í stöðugri þjálfun þótt um glæpa- þætti hafi verið að ræða. „Í Pressunni eru þónokkrar bílatökur og ég naut þess að keyra glannalega yfir hraða- hindranir og svona, Obbosí, ætti kannski ekkert að vera að auglýsa það,“ segir Sara og hlær. Háskaför með Hrafni Sara var rétt skriðin yfir tvítugt þegar hún lék í kvikmyndinni Myrkrahöfð- ingjanum eftir Hrafn Gunnlaugsson. „Þegar ég var nýbúin að fá hlutverkið hnaut ég um gamalt tímaritaviðtal við Hrafn þar sem hann sagði að hver mynd sem hann gerði væri ákveðin helför og samstarfsmenn hans þyrftu að vera tilbúnir til að ganga þann veg með honum. Þegar ég las þetta fannst mér hlutverkið mitt verða enn þá meira spennandi. Ég þroskaðist ótrú- lega mikið á þessum tíma en ég upp- lifði mig þó mjög mikið sem áhorf- anda. Það var alltaf eitthvað að gerast, fólk að slasa sig og sjálf lenti ég í mikl- um háska. Einu sinni vorum við að ríða út í Kúðafljót. Ég sat fyrir aftan einn reiðmanninn á meðan hann reið með mig út í. Þegar við komum út í fljótið þandi merin sig svo mikið því fljótið var svo straumhart og kalt að hún sprengdi gjörðina. Þegar við vorum komin út í fljótið hélt hnakkur- inn ekki. Reiðmaðurinn hvíslaði að mér að gjörðin væri farin og ég mátti ekki sýna nein viðbrögð því það var verið að taka upp. Þetta fannst mér ekkert leiðinlegt og var með hjartað í buxunum meðan á þessu stóð,“ segir hún og brosir við upprifjunina. Hlut- verk Söru vakti mikla athygli ekki síst þar sem hún þurfti að koma nakin fram. „Merkilegt hvað fólk virðist allt- af hafa mikinn áhuga á nektinni. Svo er kannski sama fólkið að fárast yfir nekt í bíómyndum en leyfir svo börn- unum sínum umhugsunarlaust að horfa á hálfberar stúlkur „dilla“ sér fyrir framan karlmann sem er að syngja um hórur. Stelpur fá oft og tíðum ekkert sérlega uppbyggjandi skilaboð fyrir sjálfsmyndina í samfé- laginu í dag, eiginlega bara frekar brengluð. Svo er mikil áhersla lögð á að þær séu undirgefnar kynverur eins og í öllum þessum tónlistarmynd- böndum. Auðvitað hefur þetta áhrif á óharðnaðar unglingsstelpur. Ég meina það hefur áhrif á mann sjálfan. Maður fer bara að hugsa, hmm, ætti ég kannski að fara drífa mig í ræktina, ég er ekki nógu svona eða hinsegin. Maður gæti alveg farið þarna ef maður leyfði sér það, en þá kemur að sjálf- stjórninni. Ég væri að ljúga því ef ég segði að það hefði ekki verið neitt mál að vera nakin í vinnunni, ég þurfti alveg að bíta á jaxlinn. En það var ekki af því mér fyndist eitthvað að því, meira að velta því fyrir mér „hvað á fólk eftir að segja“. En ég tók líka ákvörðun, ég ætlaði ekki að láta það stoppa mig. Ég vissi að ég myndi læra meira af þessu en egóið mitt myndi tapa. Stundum er nekt óþörf og manni finnst hún jafnvel neydd upp á mann. En svo getur hún verið óskaplega falleg, já eða ljót, allt eftir því hvað við á, og hjálpað verkinu sem hún er í, hvort sem það er myndlist, kvikmynd eða leikhús. Maður þarf bara að meta það í hvert og eitt skipti eins og maður setur spurningar við aðra hluti sem karakterar gera. Það er hægt að upp- lifa sig nakta í fötum. Það getur tekið mun meira á heldur en að bera líkam- ann sem við öll höfum jú sameiginlegt að vera í, þótt þeir séu ólíkir. Þá meina ég að bera sjálfan sig að einhverju leyti eins og sál sína eða tilfinningar sínar, ljótleika sinn eða fegurð. Persónulega finnst mér þetta áhugaverðara heldur en hvort það sést í brjóstin eða boss- ann á einhverjum. Það er stundum hálf smáborgaraleg umræðan um þessa blessuðu nekt. Eina sem er fyrir- staða er ef börnin manns verða fyrir aðkasti út af því, því maður getur séð um sjálfan sig en svo geta börn verið grimm hvert við annað og strítt, það er erfitt.“ Vildi upplifa meira Meðan á tökum á Myrkrahöfðingjan- um stóð sótti hún um í Leiklistarskól- anum. Þegar hún var komin í 30 manna úrtak hætti hún við því henni fannst hún ekki vera tilbúin. „Ég hringdi þarna niður eftir og sagði að ég væri hætt við. Leikarar verða að hafa einhverju að miðla og mér fannst ég þurfa að upplifa meira áður en ég færi í leiklistarskóla,“ segir hún. Nokkr- um árum seinna, þegar hún var búin að skoða heiminn, dvelja í Frakklandi og upplifa marga spennandi hluti sótti hún um og komst inn árið 2001. Þegar Sara er spurð að því hvenær hún hafi áttað sig á því að hún vildi verða leik- kona segir hún það hafi verið þegar hún var í sálfræði í Háskólanum og samhliða því verið að vinna við Myrk- rahöfðingjann. „Hef alltaf heillast af manneskjunni og hvernig hún virkar. Svo áttaði ég mig á því að fyrir mig lá sálfræðin í leiklistinni. Svona „hands- on“ sálfræði ef svo mætti segja. Þar hafði ég fundið farveg fyrir sálfræðip- ælingar og sköpun í bland. Það á betur við mig en þurrar kenningar og slíkt sem er víst nauðsynlegt til þess að geta farið að vinna sem sálfræðingur. Þannig ég hugsaði með mér að ég gæti vel tengt sálfræðina inn í leiklist- ina, hún er jú hálfgerð sálfræði og setti það á „hold“ að bjarga heimin- um. Nema svo hef ég áttað mig á því betur og betur að það er hægt að hjálpa fólki á margan og misjafnan hátt,“ segir hún og bætir því við að leikhúsið búi yfir remedíum fyrir sál- ina. „Það getur lyft manni í hæstu hæðir, glatt og hreinsað þegar það er upp á sitt besta. Og þar liggur löngun mín núna, að gefa, en að sjálfsögðu þigg ég líka, það er bara lögmál! En það var þar sumsé sem ég fattaði það, þurfti bara að lifa svolítið áður en ég færi í skólann, svo ég hefði einhverju að miðla í leiklistinni. Spáði reyndar svolítið í arkitektúr líka en það hvarf þegar ég loksins horfðist í augu við að ég gæti ekki bælt leiklistarþrána niður. Því ég reyndi það alveg. Maður verður að vera viss um að maður hafi ástríðu fyrir því sem maður er að gera. Sér í lagi þegar maður velur sér sköpunar- vinnu, þú gerir hana ekkert með hang- andi hendi.“ Það er ekki annað hægt en að hrífast með því Sara talar af svo mikilli sannfæringu. En er leikara- starfið sveipað ævintýraljóma? „Já, en að sjálfsögðu er þetta líka vinna og getur alveg orðið svolítið puð. Ástríð- an er samt svo mikilvæg því sköpunin má aldrei vera hversdagsleg. Hvers- dagsleikinn er ekki í boði ef hún á að skila sér í töfrum.“ En er þetta ekki LEIKKONAN SARA DÖGG ÁSGEIRSDÓTTIR LEIKUR AÐALHLUTVERKIÐ Í NÝRRI ÍSLENSKRI SPENNUÞÁTTARÖÐ, PRES HÚN MYNDARLEGA STARFSMANNASTJÓRANN Í NÆTURVAKTINNI. MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR HITTI HANA OG F ÚR SVEITINNI Í SVIÐSLJ Uppáhaldsmatur: Sushi og hvítvín, rauðvín og ostar, kjötbollur og mjólk. Ég get haldiið endalaust áfram. Bara ekki hrogn, lifur og rækjur!!! Geisladiskurinn: Í augnablikinu eru það Interpol;Our love to admire. Lhasa; La Lorna, þetta eins og allt annað getur breyst á morgun. Skemmtunin: Faðma tré og hoppa í pollum. Það er lífsins ómögulegt að gera það með fýlusvip. Uppáhaldsverslunin: Ætli það sé ekki Nóatún á Selfossi á leið út í sveit, matur, matur, matur allt um kring, dásamlegt! Draumahlutverkið: Er heilluð af Karítas hennar Kristínar Maríu(marju) Baldursdóttur. Átti einmitt sjálf að heita Karítas, gaman að segja frá því. Flott þroskasaga og spennandi karakter. Það væri gaman að gera bíómynd um hana. Bíð spennt eftir að fá framhaldið í jólagjöf. Besta jólagjöfin: Hef fengið margar og góðar gjafir, en einhvernveginn hefur engin þeirra náð að toppa sjálft jólaandrúmið sem er þykkt og mjúkt eins og flauel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.