Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 40
[ ]Pottaplöntur sem hafðar eru utandyra geta sett fallegan svip á híbýli manna um jólin og þá sérstaklega lítil jólatré í pottum. Til eru ýmsar gerðir af trjám eins og jólasýpris, grenitré og fleira sem huggu-legt er að stilla fyrir utan útidyrnar. Elísabet Pétursdóttir bóndi bakar meðal annars bónda- kökur fyrir jólin. Þegar Elísabet á Sæbóli II á Ingjaldssandi er innt eftir bökunarhefðum fyrir jólin svarar hún glaðlega: „Ég hef næstum alltaf bakað köku- hús. Þó féll það niður í nokk- ur ár á milli barna en ég byrj- aði 1977 þegar Kristín dóttir mín var á öðru ári.“ Spurð hvort húsin séu alltaf eins eða með einhverjum til- brigðum svarar hún: „Þór sonur minn hefur eigin- lega alltaf fengið eins kökuhús en til að byrja með gerði ég tilraun- ir svo þau voru ólík frá ári til árs. Þá var verið að betrumbæta.“ Hún segir Þór, sem er níu ára, hjálpa henni að skreyta. „Í gegnum tíðina hafa sömu hlutirnir verið hafðir með. Það eru litlir jólasveinar í mis- munandi stellingum sem hafa allt- af fylgt kökuhúsunum.“ Elísabet er bóndi og býr ein í sinni sveit. Að sjálfsögðu bakar hún bónda kökur. „Það er hefð fyrir bóndakökum á Sæbóli,“ segir hún. „Ég var hér oft um jólin hjá Unu frænku minni sem reyndar hét Steinunn Ágústs- dóttir og bjó á Sæbóli III. Hún bakaði bóndakökur frá því ég man eftir, þannig að ég við- held þeirri hefð.“ Hér kemur svo uppskriftin. - gun Hefð á Sæbóli að baka bóndakökur Elísabet bakar alltaf kökuhús fyrir jólin. BÓNDAKÖKUR 200 g sykur 200 g smjör 400 g hveiti 75 g kókos 1 msk. síróp 1 tsk. matarsóti Hnoðið, mótið lengjur og skerið í sneiðar. Bakið við 200° í 10 mínútur, eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Jólamarkaður í Boxi Norðlensk hönnun er í háveg- um höfð á markaði sem opinn er um helgar frá 12 til 18 í Gallerí Boxi að Kaupvangs- stræti 10 á Akureyri. Á jólamarkaði í Gallerí Boxi er sýnishorn af því sem hönnuðir á Akureyri hafast að, bæði þeir yngri og þeir reyndari. Þar kennir ýmissa grasa. Má nefna skelja- töskur og spangir eftir Brynhildi Þórðardóttur, svarta ketti eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur, hesta eftir Gitte Nielsen og hangandi engla eftir George Hollanders. Nokkur sérvalin kristnesk jólatré og greinar verða til sölu nú um næstu helgi í Gallerí Boxi og jólaglögg og piparkökur eru á borðum. Á Þorláksmessu færist enn fjör í leikinn því þá verður boðið upp á súpu um kvöldmatar- leytið og rithöfundar og aðrir listamenn líta inn. Helgi Þórsson mun lesa upp úr nýrri ljóðabók er nefnist Tveir skuggar og George Hollanders ætlar að spila á didsjeridú-hljóðfæri. - gun Hestar eftir Gitte Nielsen. Brynhildur Þórðardóttir er með skeljatöskur og spangir á markaðnum í Boxinu. Hnoðuð lagkaka Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólnum fyrir viðskiptavini okkar. Fallegar íslenskar peysur Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.