Fréttablaðið - 14.12.2007, Side 22

Fréttablaðið - 14.12.2007, Side 22
22 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hlaup en engin kaup „Þetta átti bara að vera smá verslunarferð fyrir jólin.“ ERLA ÓSK ARNARDÓTTIR LILLI- ENDAHL, SEM FLAUG TIL NEW YORK OG LENTI Í MIÐJU STRÍÐI GEGN HRYÐJUVERKUM OG VIÐ TOLLVERÐI. Fréttablaðið 13. desember Hvaða málstað þá? „Alþingi hefur aldrei brugð- ist hinum kristna málstað.“ BJÖRN BJARNASON, DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐHERRA, SEGIR VÁ FYRIR DYRUM, SLITNI TENGSL KRISTNI OG GRUNNSKÓLA. Fréttablaðið 13. desember Útlendingar eru áberandi í þjónustustörfum hér á landi. Oft eru viðskipta- vinir spurðir hvað þeim finnst um þá þróun en Frétta blaðið fór á stúfana og spurði erlent afgreiðslu- fólk hvað þeim þætti um íslensku viðskiptavinina. „Íslendingar eru bara jákvæðir og kurteisir,“ segir Pawel Kozycz afgreiðslumaður í Krónunni. „Ég er búinn að vera á Íslandi í tvö ár og tók þá ákvörðun strax að læra íslensku og til að flýta fyrir íslenskunáminu neita ég alveg að tala ensku og fólk kann að meta það. Reyndar hafa nokkrir pólskir viðskiptavinir móðgast nokkuð því ég tala íslensku við þá líka. Ég hef nefnilega gagnrýnt nokkra landa mína fyrir að koma hérna eins og nýlenduherrar í staðinn fyrir að læra tungumálið og aðlagast íslenskri menningu og hefðum. Það sem ég kann virkilega að meta við Íslendinga er kímnigáfan en þar standa þeir löndum mínum framar, þess vegna er ég óspar á grínið og það fellur í góðan jarð- veg. Til dæmis kom hérna maður með barn og þegar ég var búinn að renna öllum vörunum í gegnum skannarann sagði ég, „já, svo ertu með tvo poka og eitt barn,“ þessu gríni var vel tekið,“ segir hann og skellir upp úr. „Einu kvartanirnar sem ég fæ frá viðskiptavinunum er þegar sumum þeirra finnst ég vera full fljótur við að renna vörunum í gegn og þeir hafa ekki við að setja þær í pokana. Og ef ég er farinn að renna vörum annars kúnna í gegn þá verða sumir óánægðir ef þeir eru enn að tína í pokann sinn. Íslendingar vilja fá sitt pláss.“ Aðspurður hvort Íslendingar séu kaupóðir segir hann: „það held ég ekki, ekkert frekar en Pólverjar. Reyndar hef ég heyrt marga tala um þetta íslenska kaupæði svo eflaust er eitthvað til í því, fólk hefur heldur ekkert annað að gera í þessari veðri,“ segir hann og skellir upp úr. Carolyn Linda Jeans og Ulrika Pétursdóttir eru hálfíslenskar og starfa í IKEA í Garðabæ. Carolyn ólst upp í Bandaríkjunum en flutti hingað árið 1982 en Ulrika, sem er uppalin í Svíþjóð, kom hingað fyrir tveimur árum. „Íslendingar eru afskaplega óþolinmóðir, það á allt að gerast núna strax,“ segir Ulrika. Carolyn tekur undir þetta. „Það er alveg rétt og ef allt er ekki eins og þeir vilja geta þeir brugðist illa við, til dæmis hafa nokkrir sagt við okkur að við séum búnar að skemma jólin því að hitt eða þetta er ekki til,“ segir hún og hlær við. „En almennt eru þeir kurteisir,“ bætir Carolyn við, „til dæmis eru fastakúnnarnir sérlega góðir enda eru Íslendingar yfirleitt mjög skemmtilegir þegar maður er farinn að kynnast þeim.“ Fyrst þegar Ulrika byrjaði í IKEA var hún ekki altalandi á íslensku. „Þá þurfti ég stundum að grípa til enskunnar og flestir tóku því bara af skilningi. Nú, svo eru fjölmargir Íslendingar sem kunna sænsku og margir þeirra hafa gaman af því að dusta rykið af sænskukunnáttu sinni þegar ég segi þeim hvaðan ég er.“ En sænskukunnátta Íslendinga getur líka komið starfsfólkinu í bobba. „Við erum nokkur hér sem tölum sænsku þar á meðal er ein finnsk stúlka og einu sinni þegar hún hafði lent í vandræðum með einn kúnnann blótaði hún á sænsku þegar kúnninn var að fara. Hann snéri við á punktinum og hellti sér yfir hana enda skildi hann allt saman.“ Í IKEA starfa fjölmargir erlendir starfsmenn og segja þær stöllur að flestir þeirra tali saman á íslensku enda bjóði IKEA upp á íslenskunám. Sylwia Bogdan er pólsk og vinn- ur í Bónus í Garðabæ. Hún hefur búið hér í tvo mánuði svo íslensku- kunnáttan er af skornum skammti. „Stundum fæ ég skammir í hattinn fyrir að tala ekki nógu mikla íslensku en sumir eru afar ánægð- ir með það að ég skuli allavega reyna. Ég get sagt það mikilvæg- asta en ef eitthvað óvænt ber á góma verð ég að hringja eftir hjálp. Svo eru sumir mjög gjarnir á að kenna mér og ég hef bara gaman af því.“ jse@frettabladid.is Grínið gefst vel á landann PAWEL Á KASSANUM Hann hikar ekki við að slá á létta strengi við viðskiptavinina enda kann hann vel að meta íslenska húmorinn. Landar hans eru hins vegar ekki jafn kátir þegar hann talar aðeins við þá á íslensku. JÓN SIGURÐUR CAROLYN OG ULRIKA Þær stöllur verða að vera snarar í snúningum og helst hafa allt til, annars getur fokið í óþolinmóða Íslendinga. Sumir hafa sagt þær skemma jólin með því að eiga ekki vöruna til sem þeir ætluðu að kaupa. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR SYLWIA Í BÓNUS Sumir taka því illa að Sylwia tali ekki næga íslensku þótt hún hafi aðeins búið hér í tvo mánuði. Aðrir hafa gaman af því að bæta íslenskukunnáttu hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ■ Manneken Pis er eitt af höfuðkenni- leitum Brussel, höfuðborgar Belgíu. Hann er lítil bronsstytta í gosbrunni í hliðargötu frá aðaltorgi gömlu miðborgarinnar, skammt fyrir aftan ráðhúsið. Styttan sem þar stendur nú var gerð árið 1619 en hún átti sér nokkra fyrirrennara úr steini. Sú fyrsta var sett upp jafnvel svo snemma sem árið 1388. Nokkrar þjóðsögur eru til um Manneken Pis. Ein segir frá dreng sem slökkti í kveikjuþræði sprengju sem komið hafði verið fyrir við borgarmúrana með því að kasta af sér vatni á hann. MANNEKEN PIS: KENNILEITI BRUSSEL „Ég er bara nokkuð ánægð,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. „Bókin mín, Heilræði lásasmiðsins, var að koma út, ég var einmitt að lesa hana í nótt og hún er bara mjög góð,“ segir hún og hlær við. „Svo er ég að koma mér fyrir í íbúðinni minni eftir Írlandsdvölina þar sem ég var að læra um leikrit og skrif í sama skóla og James Joyce. Þar var ég líka að reyna að rata um sjálfa mig rétt eins og ég þurfti að rata um Dublin.“ En fleiri systkini Elísabetar gefa út bók fyrir þessi jól. Bók Hrafns er í öðru sæti á metsölulist- anum og Unnur og Illugi gefa einnig út fyrir jólin. Því var hún spurð hvort samkeppnin kæmi niður á samskiptum þeirra. „Já, við tölumst ekki við núna,“ segir hún og er augljós- lega að grínast. „Reyndar erum við öll að skrifa hvert um sitt efnið svo þetta er kannski ekki bein samkeppni. Til dæmis er Unnur systir að skrifa um huldufólk og ég um kynlíf meðal annars þannig að þetta er ekkert mál. Hins vegar ef hún tæki sig til og færi að skrifa um kynlíf huldufólks þá værum við komin í bullandi samkeppni.“ En hvernig er það að koma heim í miðjum jólaönnum? „Það er fínt, ég er enga stund að því að stressast upp og verða vitlaus í jólabrjálæðinu. En hins vegar var ég að velta því fyrir mér að „chilla“ fyrir þessi jól en það er eitthvað sem dóttir mín er að kenna mér. Svo verður nóg um að vera eftir jól, það er von á mínu fimmta barnabarni í febrúar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Ef systir mín skrifaði um kynlíf huldufólks „Það er í sjálfu sér ánægjulegt að vörur til að gleðja börn þyki spennandi viðskiptakostur og að fyrirtæki keppist við að gera vel í verði og án efa í gæðum líka. Hins vegar megum við ekki gleyma því að það þarf ekki alltaf verðmiða og verðstríð til að gleðja börn,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefn- unnar. Margrét segir að einmitt núna á aðventunni sé ekki síður mikilvægt að gefa börnum dýrmæti sem ekki fáist í búðum. „Hið nýja gull Vesturlanda er tími. Við eigum að gefa börnunum af þessu gulli með auknum samverustundum fjölskyldunnar. Piparkökubakstur við kertaljós, fjölskylduboð eða leikhúsferð með pabba eru jafn dýrmætar gjafir og þær sem eru með verðmiðanum í leikfangaversluninni,“ segir Margrét sem sér þó lítið athugavert við að verðstríð geisi á markaði sem er helgaður börnum. „Markaður sem sinnir börnum á ekki að vera neitt öðruvísi í eðli sínu en aðrir markaðir svo lengi sem góðir viðskiptahættir eru í heiðri hafðir. Það er skinhelgi að setja út á auglýsingar og markaðssetningu sem beinist að börnum en láta það óátalið að þau horfi á fullorðinsauglýsingar með kynferðislegum skírskotunum og ofbeldi,“ segir Margrét. SJÓNARHÓLL VERÐSTRÍÐ Á LEIKFANGAMARKAÐI Fleira sem gleður MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR Höfundur Hjalla- stefnunnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.