Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 44

Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 44
36 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Fjölskylda Jamie Lynn Spears hefur áhyggjur af því að Britney stóra systir hafi slæm áhrif á hana. Jamie Lynn tilkynnti um þungun sína í síðustu viku. Britney Spears frétti af þungun litlu systur sinnar á sama tíma og meginhluti hins vestræna heims. Hún vill nú ólm vilja styðja við bakið á Jamie Lynn, sem er einungis sextán ára gömul. Fjölskylda þeirra hefur þó áhyggjur af því að Britney geti haft slæm áhrif á Jamie. „Britney var ekki fyrsta mann- eskjan til að frétta af þungum Jamie Lynn, en hún er að reyna að sýna systur sinni að hún styðji hana. Það er frábært, en á sama tíma erum við áhyggjufull,“ segir heimildarmaður innan fjölskyld- unnar. „Því lengur sem Jamie Lynn er nálægt Britney og tengist henni vegna þessa, þeim mun erfiðara verður fyrir hana að fara aftur heim til Louisiana, eins og hún seg- ist ætla að gera. Það er ekki erfitt að ímynda sér í hvaða vandræði hún getur ratað ef þær Britney verða of nánar núna,“ bætir hann við. Eins og flestir vita hefur síð- asta árið hjá Britney verið vægast sagt stormasamt, en hún missti forræðið yfir barnungum sonum sínum tveimur í haust. Á sama tíma berast þær fregnir að Nickelodeon, sem framleiðir sjónvarpsþættina Zoey 101, sem Jamie Lynn leikur í, sé að velta því fyrir sér að framleiða þátt þar sem Zoey 101 mun gera kynlífi og ást skil. Markhópur þáttarins er börn á aldursbilinu níu til fjórtán ára. For- svarsmenn Nickolodeon hafa leitað til Lindu Ellerbee, sem hefur áður verið kynnir í þáttum fyrir börn þar sem samkynhneigðir foreldrar, alnæmi og skotárásin í Columbine- skólanum voru meðal umfjöllunar- efna. „Þetta er stórkostlegt tæki- færi fyrir foreldra til að tala við börnin sín um þetta, og það sem mikilvægara er, að hlusta á hvað börnin segja,“ segir Ellerbee. Óttast að Britney hafi slæm áhrif á Jamie Lynn Jenna Jameson er að hverfa. Eða það er að minnsta kosti mat breska blaðsins The Sun. Jenna mætti í jólateiti LAX-næturklúbbsins í Vegas og þóttu hinar kvenlegu línur hennar víðsfjarri. Í staðinn fyrir hina íturvöxnu leikkonu var Jenna nánast bara skinn og bein. Leikkon- an lét nýverið minnka á sér brjóstin og þótt það sé varla slæmt hafa aðrir líkamspartar einnig mátt þola niðurskurð. Jenna kemst því í hóp með leikkonum á borð við Töru Reid og Keiru Knightley úr hinum enda Hollywood sem báðar hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir of lítið hold. Jenna varð heimsfræg undir lok síðustu aldar fyrir bláar kvikmynd- ir sínar og græddi milljónir á millj- ónir ofan á því að birta nekt sína á síðum karlablaða. En þótt Jameson hafi lagt beðmálskúnstir sínar fyrir framan tökuvélarnar á hilluna hefur stjarna hennar sjaldan eða aldrei skinið jafn skært. Jameson er nú orðin vellauðug athafnakona sem rekur sitt eigið framleiðslufyrir- tæki, ClubJenna, en það framleiðir erótísk leiktæki og myndir fyrir fullorðna. Og þá hafa bækur hennar um heilræði fyrir kynlífið selst eins og heitar lummur. Jenna að hverfa FYRIR OG EFTIR Eins og sjá má hefur Jenna látið verulega á sjá og grennst meira en góðu hófu gegnir. Leonardo DiCaprio segist oft og iðulega hafa verið laminn af melludólgum þegar hann var yngri. DiCaprio átti heima ásamt móður sinni í einu versta hverfi Hollywood í æsku, þar sem vændi og eitur lyfjasala var daglegt brauð. Leo sagði við breska blaðið The Mirror að hann hefði á sínum yngri árum oft séð fólk stunda kynlíf í dimmum skúma- skotum og fólk sprauta sig nánast á götum úti. „Þegar ég var fimm ára króaði krakkfíkill mig af og reyndi að lemja mig,“ segir DiCaprio og melludólgum var víst einnig ákaf- lega í nöp við drenginn ef hann var of mikið að hnýsast í þeirra mál. Og DiCaprio segist búa að þess- ari reynslu alla ævi. „Eftir að hafa orðið vitni að allri þessari óhamingju sem fylgir eiturlyfjum og vændi þá hefur mér aldrei dottið í hug að prófa slíka hluti,“ útskýrir leikarinn en hann var eftirminnilegur í hlutverki hins efnilega Jims Caroll sem varð heróíni að bráð í kvikmyndinni The Basketball Diaries. „Þetta hefur líka kennt mér að þessi efnislegu hlutir skipta mig litlu máli. Ég flýg ekki um á einkaþotu (nema þegar hann kom til Íslands), ég kaupi mér ekki fáránlega hluti og ég er ekki með lífverði,“ segir DiCaprio. DiCaprio oft laminn í æsku ERFIÐ ÆSKA DiCaprio ólst upp í hverfi þar sem ógæfufólk var í meirihluta og eiturlyfjasalar gengu lausir. >VISSIR ÞÚ? Jackie Chan tókst að leyna syni sínum fyrir almenningi í ellefu ár en sonurinn, Jaycee, er fæddur árið 1982. Jaycee stefnir einnig á frama í kvikmyndum og er Jackie mikið í mun að sonurinn leyni fað- erninu og skipti jafnvel um nafn til að fá verkefni út á eigið ágæti en ekki fjölskyldunafnið. Nr. 53 - 2007 Verð 659 kr. 27. des. – 2. jan. HVENÆR KEMUR PABBI AFTUR?9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Selma Stefánsdóttir og dætur syrgja Jónsa: HRINGDI AFTUR Í BUSH! Laddi lofar góðu Skaupi: KAMPAVÍNSBOMBA! HEITUSTU PÖR ÁRSINS! Ástin skíðlogaði árið 2007: ÞokkadísinOrnella: Hrekkjalómurinn Vífill Atlason: Gerir árið skemmtilegra! Auður Laxness hætt komin: LOKAÐIST ÚTI! Áramóta - bomba! GERIR ÁRIÐ SKEMMTILE RA! ÁHYGGJUFULL FJÖLSKYLDA Fjölskylda Spears-systranna hefur áhyggjur af því að Britney hafi slæm áhrif á hina óléttu Jamie Lynn. Hér sést sú yngri með móður sinni, Lynne Spears. NORDICPHOTOS/GETTY NÁNAR SYSTUR Britney vill nú ólm styðja við bakið á litlu systur, en mikið hefur gengið á hjá sjálfri henni þetta árið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.