Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 49
FIMMTUDAGUR 27. desember 2007 41 Enska úrvalsdeildin Chelsea-Aston Villa 4-4 0-1 Shaun Maloney (14.), 0-2 Shaun Maloney (44.), 1-2 Andreiy Shevchenko, víti (45.), 2-2 Andreiy Shevchenko (50.), 3-2 Alex (66.), 3-3 Martin Laursen (72.), 4-3 Michael Ballack (88.), 4-4 Gareth Barry, víti (90.). Tottenham-Fulham 5-1 1-0 Robbie Keane (27.), 2-0 Tom Huddlestone (45.), 2-1 Clint Dempsey (60.), 3-1 Keane (62.), 4-1 Huddlestone )(71.), 5-1 Jermain Defoe (90.). West Ham-Reading 1-1 1-0 Nolberto Solano (42.), 1-1 Dave Kitson (60.). Birmingham-Middlesbrough 3-0 1-0 sjálfsmark (22.), 2-0 Mikael Forssell (45.), 3-0 Gary McSheffrey (90.). Derby-Liverpool 1-2 0-1 Fernando Torres (12.), 1-1 James McEveley (67.). 1-2 Steven Gerrard (90.). Everton-Bolton 2-0 1-0 Phil Neville (51.), 2-0 Tim Cahill (70.). Sunderland-Man. United 0-4 0-1 Wayne Rooney (20.), 0-2 Louis Saha (30.), 0-3 Cristiano Ronaldo (45+3.), 0-4 Louis Saha (86.). Wigan-Newcastle 1-0 1-0 Ryan Taylor (65.). Portsmouth-Arsenal 0-0 STAÐAN Í DEILDINNI Man. United 19 14 3 2 36-9 45 Arsenal 19 13 5 1 36-15 44 Chelsea 19 11 5 3 29-14 38 Liverpool 18 10 6 2 33-12 36 Man. City 18 10 4 4 25-20 34 Everton 19 10 3 6 34-18 33 Portsmouth 19 8 7 4 29-19 31 Aston Villa 19 8 6 5 33-25 30 West Ham 18 7 5 6 23-16 26 Blackburn 18 7 5 6 23-25 26 Newcastle 19 7 5 7 26-29 26 Reading 19 6 4 9 25-36 22 Tottenham 19 5 6 8 35-32 21 Birmingham 19 5 3 11 21-30 18 Bolton 19 4 5 10 21-29 17 Middlesbrough 19 4 5 10 17-33 17 Wigan 19 4 4 11 19-34 16 Fulham 19 2 8 9 20-34 14 Sunderland 19 3 5 11 17-38 14 Derby 19 1 4 14 9-43 7 ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Scott Skiles fékk ekki góða jólagjöf frá liði sínu Chicago Bulls, sem rak hann á aðfanga- dagskvöld. Chicago hefur verið í tómu tjóni eftis að væntingarnar voru miklar til liðsins í vetur en eftir þrjú töp í síðustu fjórum leikjum þraut þolinmæði forráðamanna félagsins. Skiles var búinn að þjálfa Chicago síðan í nóvember 2003 og undir hans stjórn vann liðið 165 leiki og tapaði 172. Aðstoðarmenn Skiles munu líklega klára tímabilið hjá liðinu. - óój Chicago Bulls rak Scott Skiles: Slæm jólagjöf KÖRFUBOLTI Portland Trailblazers er svo sannarlega spútniklið NBA-deildarinnar í vetur en yngsta lið deildarinnar er nú búið að vinna ellefu leiki í röð. Portland, sem tapaði 50 leikjum á síðasta tímabili, missti fyrsta valrétt sinn, Greg Oden, í meiðsli og tapaði 12 af fyrstu 17 leikjum vetrarins, vann nú síðast Seattle 89-79. Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan tímabilið 2001-02. „Það hafa allir smollið saman. Allir eru að tala saman í vörninni og það kvartar enginn. Þetta er einstakt lið,“ sagði Channing Frye. Brandon Roy, besti nýliðinn í fyrra, var atkvæðamestur með 17 stig og 7 stoðsendingar en umræddur Frye var með 12 stig og 8 fráköst á 23 mínútum en 9 leikmenn liðsins spiluðu á milli 20 og 30 mínútur í leiknum. - óój Yngsta lið NBA-deildarinnar: Portland með ellefu í röð NÁ VEL SAMAN Brandon Roy og Steve Blake hjá Portland. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Portsmouth og Arsenal skildu jöfn á Fratton Park í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Ars- enal var meira með boltann en náði ekki að brjóta vörn Ports- mouth á bak aftur. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill á Fratton Park. Arsen- al var meira með boltann heilt yfir í fyrri hálfleik án þess þó að koma sér í nægilega góð sóknarfæri og staðan var því enn 0-0 þegar hálf- leiksflautan gall. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega með hörkusókn hjá Ars- enal sem gaf fögur fyrirheit um það sem koma skyldi. Það var hins vegar allt með kyrrum kjörum þangað til um stundarfjórðungur lifði leiks að Benjamin Mwaru- wari, framherji Portsmouth, fékk gott færi. Mwaruwari komst einn inn fyrir vörn Arsenal og náði að leika á Manuel Almunia í markinu, en missti boltann of langt frá sér. Varamaðurinn Nicklas Bendtner, sem frískaði upp á leik Arsenal, lagði upp frábært færi sem Tékk- inn Tomas Rosicky misnotaði í uppbótartíma og þar með rann síð- asta tækifærið í sandinn og 0-0 jafntefli því niðurstaðan. - óþ Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth gerðu markalaust jafntefli við Arsenal á Fratton Park í gær: Fyrstir til að halda hreinu gegn Arsenal BARÁTTA Hermann Hreiðarsson gefur hér ekkert eftir í baráttunni við Alexander Hleb í markalausum leik á Fratton Park í gærkvöldi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.