Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 50

Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 50
42 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR                                                  FÓTBOLTI Manchester United mætti í heimsókn til Roy Keane og lærisveina hans í Sunderland sem voru ekki mikil fyrirstaða á Leikvangi ljósanna í gærdag. United vann leikinn örugglega 0- 4 og komst þar með á topp deildar- innar, í það minnsta tímabundið. Wayne Rooney skoraði fyrsta markið fyrir Manchester United á tuttugustu mínútu með laglegu skoti frá vítateigslínunni. Hinn meiðslumhrjáði Louis Saha fékk svo uppreisn æru þegar hann bætti öðru marki við þegar hálf- tími var liðinn af leiknum eftir góðan undirbúning Rooneys. Þriðja markið var einkar glæsi- legt og ekki á allra færi, en Cristi- ano Ronaldo skoraði þá gull af marki beint úr aukaspyrnu upp í markhornið vinstra megin. Í seinni hálfleik róaðist leikur- inn talsvert og þó svo að Sunderland hafi reynt að klóra í bakkann var United frekar líklegra til að bæta við marki en Sund- erland til að minnka muninn. Sú varð líka raun- in á lokamínút- unum þegar brotið var á Nani innan vítateigs Sunderland og víta- spyrna dæmd sem Saha skor- aði úr og þar við sat. Sigur United var aldrei í hættu í leiknum og stuðnings- menn liðsins gátu einnig glaðst yfir endurkomu Ji-Sung Park sem kom inn á fyrir Ronaldo í seinni hálfleik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan í mars. Carlos Queiroz, aðstoðar- stjóri United, var kátur með sína menn í leikslok. „Þetta var frábær frammi- staða Manchester United. Liðið lék með sterkum vilja, góðri einbeitingu og mikilli hreyfingu leik- manna án bolta. Fyrsta markið var gríðarlega mikilvægt og það gerði okkur vissulega lífið léttara að komast yfir svona snemma í leiknum.“ - óþ Englandsmeistarar Manchester United gerðu góða ferð á leikvang Ljósanna: Sigur United aldrei í hættu MARKA- HRÓKAR Saha og Rooney. NORDICPHOTOS/ GETTY FÓTBOLTI Hvort sem það voru mörkin átta, vítin tvö, rauðu spjöldin þrjú, markmannsmistök Petr Cech eða glæsimark Michael Ballack beint úr aukspyrnu, þá fengu áhorfendurnir á Stamford Bridge eða heima í stofu stóran og úttroðinn jólapakka frá leikmönn- um Chelsea og Aston Villa í dram- atísku 4-4 jafntefli liðanna í gær. Chelsea lenti 0-2 undir en And- riy Shevchenko jafnaði leikinn með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleik og Chelsea-liðið komst síðan tvisvar sinnum yfir í seinni hálfleik áður en Gareth Barry tryggði Aston Villa stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótar- tíma. Áður en yfir lauk höfðu Chel- sea-mennirnir Ricardo Carval- ho og Ashley Cole fengið að líta rauða spjaldið og Gareth Barry jafnaði leikinn úr víti sem dæmt var á Cole fyrir að verja með höndum á marklínu. Martin O’Neill, stjóri Aston Villa, var ekki sáttur við vítaspyrnu- dóminn í lok fyrri hálfleiks. „Rauða spjaldið hans Zat Knight var lykildómur í leikn- um. Ég er búinn að sjá þetta nokkrum sinnum aftur og þetta var ekki víti. Það var engin snert- ing. Við vorum að spila frábærlega og áttum skilið að vera komnir í 2-0. Allt í einu er staðan orðin 2-1 og við manni færri allan seinni hálfleikinn,“ sagði O’Neill, sem var ánægður með spila- mennskuna hjá sínum mönnum. „Við vorum frábærir og áttum skilið ekkert minna en stig enda gerðum við nóg til þess að vinna þrjá leiki. Við gáfumst líka aldrei upp og risum tvisvar upp frá dauðum,“ bætti O´Neill við. Avram Grant, stjóri Chelsea, hafði áhyggjur af leikmannhópn- um sínum því Frank Lampard fór út af meiddur í fyrri hálfleik, Ashley Cole og Ricardo Carvalho eru á leiðinni í þriggja leikja bann í kjölfar rauðu spjaldanna og fyrir eru þeir Didier Drogba og John Terry á meiðslalistanum. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en við áttum seinni hálf- leikinn enda var þetta mun auð- veldara gegn tíu mönnum. Þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur en fyrir okkur voru þetta tvö töpuð stig,“ sagði Grant eftir leikinn. Rautt á Brynjar Björn Brynjar Björn Gunnarsson hjá Reading fékk beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu eftir aðeins 29 mínútna leik og Nolberto Solano kom West Ham yfir rétt fyrir hálfleik en samt tókst Ívari Ingimarssyni og hinum níu leik- mönnum Reading að landa stigi á Upton Park. Dave Kit- son skoraði jöfnunar- markið eftir hornspyrnu þegar klukktími var lið- inn og vörn Reading hélt út með Ívar í fararbroddi. „Við byrjuðum vel en stólnum var kippt undan okkur þegar Brynjar var rekinn út af. Ég vil eins og allir aðrir losna við tveggja fóta tæklingar úr leiknum. Ég veit að Brynjar var ekki að reyna að meiða neinn en þetta er bara rautt spjald samkvæmt bókinni,“ sagði Steve Coppell, stjóri Reading, sem sagðist æfa liðið sitt í að spila manni færri og það skilaði stigum í gær. Alan Curbishley, stjóri West Ham, var pirraður í leikslok. „Við erum rosalega vonsviknir. Við töp- uðum tveimur stigum og þó að þetta hafi ekki verið frábær frammistaða fengum við færin til þess að klára leikinn,“ sagði Curbishley. Gerrard bjargaði málunum Steven Gerrard tryggði Liverpool nauman sigur á botnliði Derby þegar hann fylgdi á eftir skoti Fernando Torres sem hafði áður komið Liverpool yfir í upphafi leiks með flottu marki. Sigur- mark Gerrards kom á síðustu stundu þegar allt stefndi í afar óvænt jafntefli og enn eitt áfallið fyrir meistaravonir Liverpool-liðsins. „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik en tókst ekki að klára leik- inn. Þetta varð því mjög erfitt en Gerrard er einmitt leikmaður sem getur bjargað málunum fyrir okkur,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool. „Við áttum þetta ekki skilið eftir að hafa barist á fullu allan leikinn. Við vorum bara hræddir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við grimmir og sýndum það sem stuðningsmennirnir okkar vilja sjá,“ sagði Paul Jewell, stjóri Derby. Juande Ramos, stjóri Totten- ham, heimtaði að nokkrir leik- manna liðsins léttust og Tom Huddlestone, sem skoraði tvö í 5-1 sigri á Fulham í gær, var einn af þeim. „Við erum ánægðir með að leik- menn hafa náð að létta sig. Við höfðum áhyggjur af þyngd Toms en hann hefur lagt mikið á sig og er að uppskera samkvæmt því,“ sagði Ramos en Huddlestone skor- aði tvö mörk og lagði upp eitt. Ramos leyfði samt sínum mönnum að fá kalk- ún á jóla- dag. „Kalkúnn er hollur og eitt af því sem ég hef mælt með fyrir mína menn,“ sagði Ramos en Tottenham hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. ooj@frettabladid.is LIVERPOOL- HJARTAÐ Steven Gerr- ard fagnar sigurmarki síknu. NORDICPHOTOS/GETTY LÉTTIR Tom Huddlestone og Robbie Keane skoruðu báðir tvö mörk. NORDICPHOTOS/GETTY RIFUST Það gekk á ýmsu hjá Rafael Ben- itez og Paul Jewell, sem eru hér ósáttir með hvorn annan. NORDICPHOTOS/GETTY Leikurinn sem bauð upp á allt Það voru átta mörk, þrjú rauð spjöld og tvö víti í uppbótartíma í 4-4 jafntefli Chelsea og Aston Villa á Stamford Bridge í gær. Brynjar Björn Gunnarsson var rekinn út af á 29. mínútu en Reading náði samt í stig. SVEKKTUR Brynjar Björn Gunnarsson gengur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið. NORDICPHOTOS/GETTY DUGÐI EKKI Michael Ballack hélt að hann hefði tryggt Chelsea öll stigin þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir leikslok. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI HK Malmö, lið Valdimars Þórssonar og Guðlaugs Arnarssonar, tapaði 36-29 gegn IF Guif í sænska handboltanum í gær og liðið er því aðeins með níu stig eftir átján leiki í þrettánda og næst neðsta sæti þegar deildin fer í frí fram yfir Evrópukeppn- ina í Noregi. Valdimar átti góðan leik með HK Malmö og skoraði sjö mörk úr ellefu skotum sínum og Guðlaugur skoraði eitt mark úr tveimur skotum í leiknum. - óþ Sænski handboltinn: Valdimar með sjö í tapleik MARKAHÆSTUR Í GÆR Valdimar Þórs- son hjá Malmö. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Gummersbach tapaði 33-38 fyrir Rhein-Neckar Löwen á útivelli í þýska boltanum í gær. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk úr 8 skotum gegn sínum verðandi félögum og Róbert Gunnarsson var með 2 mörk úr sínum 3 skotum. Sverre Andreas Jakobsson skoraði ekki. Tapið þýðir að Gummersbach er áfram í 6. sæti í þýsku deildinni en með sigri hefðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hinsvegar komist upp fyrir Rhein-Neckar Löwen í 5. sætið. - óój Gummersbach tapaði í gær: Fimmta sætið úr myndinni? FIMM MÖRK Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður Gummersbach.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.