Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 4
4 31. desember 2007 MÁNUDAGUR GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,9007 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,87 62,17 123,69 124,29 90,93 91,43 12,192 12,264 11,396 11,464 9,611 9,667 0,5483 0,5515 97,61 98,19 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR FRAKKLAND, AP Eitt síðasta vígið í huga þeirra sem telja það mann- réttindi að fá að reykja hvar og hvenær sem er fellur núna um áramótin þegar ekki verður leng- ur leyfilegt að kveikja sér í sígar- ettu á frönskum kaffihúsum. Veitingahús, hótel, spilavíti, skemmtistaðir og krár eru einnig staðir sem reykingabann í Frakk- landi nær nú til frá og með 1. janúar. Er þetta áfangi í hertum lögum um reykingabann sem tóku gildi febrúar síðastliðinn á flestum vinnustöðum, skólum, flugvöllum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stöðum innan- dyra á borð við lestarstöðvar. Hér eftir verður bannað að reykja nánast alls staðar innan- dyra í Frakklandi nema á heimilum, í hótelherbergjum og þéttlokuðum og loftræstum reyk herbergjum. „Frönsk menning tengd reyk- ingum er 20. aldar fyrirbæri, en við munum ekki gleyma reynsl- unni,“ sagði Parísarbúinn og fyrrverandi reykingamaðurinn Lisa Zane. „Að reykja virðist galið núna, við verðum að aðlagast.“ Franska heilbrigðisráðuneytið segir annan hvern reykingamann látast vegna kvilla sem rekja má til reykinga. Og um 5.000 manns deyi árlega af völdum óbeinna reykinga. Um fjórðungur hinna nær 60 milljóna íbúa Frakklands reykir. Tíu þúsund mótmælendur, aðallega tóbakssalar, gengu um götur Parísar í nóvember í til- raun til að fá yfirvöld til að hafa nýju reglurnar sveigjanlegri. Til- raunin tókst ekki en sú málamiðl- un sem yfirvöld buðu var að horfa í gegnum fingur sér með reykingar á þessum stöðum fram til 2. janúar. Þau hafa líka sagt að reykingamenn geti fagnað nýju ári án þess að eiga sektir yfir höfði sér. Eftir það verður sekt fyrir reykingar á bannsvæði að andvirði allt að 41.000 krónum. sdg@frettabladid.is Kaffihús Frakklands reyklaus á nýju ári Frönsk veitinga- og kaffihús bætast eftir áramótin í raðir þeirra opinberu staða þar sem reykingar verða framvegis bannaðar. Hið herta reykingabann í Frakklandi er nýjasti stóri áfanginn í tóbaksvarnaaðgerðum í heiminum. BAUGSMÁL Jón Gerald Sullenberger, einn sakborninga úr Baugsmálinu, lét í gær senda tæplega 400 síður af gögnum málsins til fjölmiðla. Þar á meðal er það sem lítur út eins og tölvupóstar til og frá sakborningunum þremur: Jóni Gerald, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni. Þar eru einnig bókhaldsgögn frá Baugi. „Þessi gögn koma upphaflega frá mér,“ staðfestir Jón Gerald. „Mér finnst það mjög áríðandi að almenningur sjái hvað er að gerast.“ Hann segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að hann sendi gögnin nú. Þó megi segja að þar sem enn sé langt í að Hæstiréttur fjalli um dóm héraðsdóms frá því í sumar verði seint hægt að saka hann um að reyna að hafa áhrif á dómstóla með því að birta gögnin. „Í öllu þessu máli er ég búinn að koma hreint og beint fram, og segja sannleikann, en ekki þeir. Með þessum gögnum sér fólk það,“ segir Jón Gerald. Hann segir að eitthvað af því sem fram kemur í gögnunum hafi komið fram áður, en til viðbótar sé margt sem ekki hafi komið fram. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, staðfesti í gær að hér væri um að ræða afrit af einni af 87 möppum með málsgögnum. Hann benti á að í málinu væru sannarlega fleiri tölvupóstar sem ekki væru í þessum gögnum. Aðspurður segir Sigurður Tómas að ekkert sem fram komi í skjölunum geti beinlínis skaðað málið, sakborningarnir hafi fengið gögnin, og þeim sé í sjálfsvald sett hvort þeir geri þau opinber. - bj Jón Gerald Sullenberger sendir fjölmiðlum tölvupósta og gögn úr Baugsmálinu: Vill að fólk sjái hver sé að segja satt JÓN GERALD SULLENBERGER SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON KENÍA, AP Mwai Kibaki sór í gær embættiseið öðru sinni sem forseti Kenía, eftir að formaður kjörstjórnar lýsti yfir að hann hefði haft betur en keppinautur- inn Raila Odinga. Munurinn hefði verið 231.728 atkvæði. Um leið og þessi úrslit voru tilkynnt fór allt í bál og brand í fátækrahverfum Naíróbí, þar sem Odinga nýtur mests stuðn- ings. Þúsundir manna hrópuðu „Kibaki verður að víkja“ og sökuðu stjórnvöld um svindl. Áður hafði Odinga hvatt Kibaki til að játa sig sigraðan og fór fram á endurtalningu atkvæða. Framan af talningunni var Odinga með nokkurt forskot á Kibaki. - aa Forsetakjör í Kenía: Ólga er Kibaki lýsir yfir sigri SÓR EMBÆTTISEIÐ Mwai Kibaki forseti kveðst hafa náð endurkjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+,  -. *+,  /*+,  -. 0+, 1+,2 -. 3+,  -. 4+,  -. 5+,  -. 1+,  -. 0+,  -. /6+, .2 *+, 67+,  66+,  -. 08+,           ! !"# $  % &' ( ) * +&,  -$ .( +!   &/01 /0 ( 2  ! !"300 &" /1  -$ /"/0 14 !5/ (  /1 -$ &/0&"6 &///0   &/0/0 -$ ( !"( 2 7/ /0" 81 !5/2 :% 00 $$ %!  / ; ( /" !$ // -$ 00&" -" !" /01 2 <+ " = ( /0%#,"! -$ -"&/0 0 2 =00   0 ( -"/01   /+)#" -$ 1 +-! *0" %; /02 1/689 :;  < =    3/659      :< ;              ! "  !    # $ !  <$" >2 $//-6 &"%3"$ 9  4    9 ? @ @   8 4  9 9  4  4  Rafmagn fór af á Vesturlandi Rafmagn fór af Mýrarlínu í Borgarfirði á tíunda tímanum í gær. Vinnuflokkur frá RARIK í Borgarnesi fann bilunina og lagfærði við afar erfiðar aðstæður. Mikið hvassviðri var undir Hafnarfjalli sem torveldaði viðgerð. Ferðir Herjólfs felldar niður Báðar ferðir Herjólfs til og frá Vest- mannaeyjum voru felldar niður í gær vegna veðurs, sem og ferðir ferjunnar Baldurs. Þá var öllu innanlandsflugi aflýst og millilandaflug lá niðri fram eftir degi. VEÐUROFSI BANDARÍKIN, AP Yfirmaður dýragarðsins í San Francisco í Bandaríkjunum þar sem unglingur var drepinn af tígrisdýri á jóladag segir það verða æ ljósara að dýrið hafi stokkið eða klifrað út úr hólfi sínu. Búið er að útiloka að síberíutígurinn Tatjana, sem vó 160 kíló, hafi sloppið gegnum opið hlið. Samkvæmt viðmiðum Samtaka dýragarða og sædýrasafna eiga veggir kringum hólf tígrisdýra að vera minnst fimm metra háir. Veggirnir kringum Tatjönu voru hins vegar aðeins 3,8 metrar. - sdg Veggir lægri en viðmið segja: Tígurinn stökk yfir lága veggi HÓLF TÍGRISDÝRANNA Lögregla rann- sakaði hvernig dýrinu tókst að sleppa úr hólfi sínu og ráðast á þrjá menn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ARGENTÍNA, AP Enginn slasaðist og lítið tjón varð á norsku skemmti- ferðaskipi með um 300 manns innanborðs þegar það rakst á ísjaka. Skipið var á siglingu nærri Suðurskautslandinu þegar rafmagnstruflanir ollu því að vélar skipsins stöðvuðust. Skipið skall á ísjaka, en var ekki á mikilli ferð og tjónið því lítið. Skipið var vélarvana í 40 til 50 mínútur, og rakst ítrekað utan í jakann. - bj Ófarir skemmtiferðaskips: Norskt skip sigldi á ísjaka GENGIÐ 28.12.2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.