Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 54
46 31. desember 2007 MÁNUDAGUR menning@frettabladid.is Á nýársdag kl. 14.45 flytur Útvarpsleikhúsið fyrri hluta upptöku frá 1954 af einu höfuðverki leikbókmennta heimsins, Hamlet eftir Vilhjálm Shakespeare í leikstjórn Þorsteins Ö. Stephensen. Seinni hlutinn er á dagskrá 6. janúar kl. 14.25. Fyrir útsendinguna á nýársdag er þáttur um sviðsetningar á verkinu hér á landi í umsjón Hallmars Sigurðssonar og Ásdísar Thoroddsen. Verkið er flutt í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Með hlutverk prinsins fer Lárus Pálsson en hann lék hlutverkið fyrstur manna hér á landi í leikstjórn Edvins Timroth árið 1946. Meðal annarra leikenda má nefna Regínu Þórðardóttur, Gest Pálsson, Jón Sigurbjörns- son og Margréti Guðmundsdóttur í hlutverki Ófelíu. Fjöldi annarra leikara fer með smærri hlutverk. Sögumaður er Helgi Skúlason sem þá stóð við upphaf ferils síns. Hljóðritunin er sögulegt plagg og einn þeirra gripa sem kalla má djásn úr kistum hljóðvarpsins. - pbb Hamlet í Gufunni Það verður að teljast líklegt að tónleikarnir sem fara fram í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 verði þeir síð- ustu á árinu. Hefð hefur skapast í kringum þessa tónleika sem hafa farið fram hvern gamlársdag síðan árið 1993, en á þeim kveðja þeir Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompet leikarar og Hörður Áskelsson orgel- leikari gamla árið og fagna því nýja með lúðraþyt og orgelleik. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni hefst með tveimur verkum frá 20. öldinni. Leikin verða Prelude en caonon, fagnaðarfor- leikur eftir franska tónskáldið Pierre Max Dubois og Pastorale eftir Malcolm Holloway. Því næst er á dagskrá konsert í D-dúr fyrir tvo trompeta og orgel eftir Johann Mechior Molter, sem var hirðtón- listarstjóri í Eisenach í Þýska- landi í byrjun 18. aldar. Þá leikur Hörður hina þekktu tokkötu og fúgu í d-moll eftir Johann Sebasti- an Bach og síðan hljómar Adagio í g-moll eftir Albinoni og Giazotto þar sem Ásgeir og Eiríkur blása í trompeta og flügelhorn. Tónleik- unum lýkur með sónatínu eftir Johann Pezel. Á síðari hluta 17. aldar var Pezel borgarblásari í Leipzig. Þetta var mikilvægt starf því hann sá um tónlistarflutning úr turnum borgarinnar og kom fram tvisvar á dag á litlum svöl- um á turni ráðhússins og lék tón- list íbúum borgarinnar til yndis- auka. Ásgeir H. Steingrímsson, Eirík- ur Örn Pálsson og Hörður Áskels- son eru löngu orðnir landsþekktir tónlistarmenn. Ásgeir og Eiríkur leika báðir með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands auk þess að vera virkir í tónlistarlífinu almennt, meðal annars með Hljómsveit Íslensku óperunnar, Kammer- sveit Reykjavíkur og Caput-hópn- um. Þá hafa þeir leikið einleik bæði með Sinfóníuhljómsveitinni og Kammersveitinni. Hörður Áskelsson hefur gegnt starfi organista og kantors Hall- grímskirkju síðan árið 1982. Hann stjórnar Mótettukór Hallgríms- kirkju og Schola cantorum og er listrænn stjórnandi Kirkjulista- hátíðar og Sumarkvölds við orgel- ið. Hörður var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2002, hefur hlot- ið Íslensku tónlistarverðlaunin og tvisvar verið valinn tónlistarmað- ur ársins af DV. Þá hefur hann komið fram á fjölmörgum geisla- diskum ýmist sem organisti eða sem stjórnandi. Auk starfa sinna við Hallgrímskirkju er Hörður jafnframt söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar. vigdis@frettabladid.is Stórt safn af teikningum og textum eftir einn helsta snilling mann- kynssögunnar, sjálfan Leonardo da Vinci, er í hættu vegna myglu. Skjölin eru geymd í bókasafninu Biblioteca Ambrosiana í ítölsku borginni Mílanó. Skjölin eru frá árunum 1478- 1519 og í þeim fjallar Leonardo um sum sín helstu hugðarefni, þar á meðal flugvélar, vopn, stærðfræði og grasafræði. Vinnan við að bjarga skjölunum frá mygluvánni verður óhjákvæmi- lega afar dýr og forstöðumenn Ambrosiana-bókasafnsins segja að því miður sé ekki mögulegt að hefjast þegar handa við viðgerðir þar sem nægt fjármagn sé einfald- lega ekki til staðar. Það verður þó að teljast bót í máli að myglan er bundin við lítinn hluta skjalanna og virðist ekki dreifa hratt úr sér. Því þarf ekki að hafa bráðar áhyggjur af ástandinu sem stend- ur, þó að sjálfsögðu væri best að lagfæra skemmdirnar sem fyrst. Skjölin eru geymd í sérstökum skáp þar sem hita- og rakastigi er stjórnað af tölvu, en þrátt fyrir þessa tæknivæddu geymsluað- ferð hefur varðveislan farið á versta veg. Bandarískur fræði- maður varð myglunnar fyrstur var í fyrra, en skemmdirnar hafa síðan verið staðfestar af ítölskum sérfræðingum. Þeir telja að mygl- an sé hugsanlega afleiðing af við- gerðastarfi sem unnið var á árun- um 1968-1972. Þá voru skjölin líklega lökkuð með lími til að auka á gljáa þeirra og gera pappírinn meira aðlaðandi. Þessi meðferð gæti hafa leitt til myglunnar sem nú herjar á viðkvæmar minjarn- ar. Ambrosiana-bókasafnið hafði skjölin síðast til sýnis árið 1998 og hlaut sýningin mikla aðsókn, enda Leonardo da Vinci gríðarlega vin- sæll í heimalandi sínu. Ólíklegt verður að teljast að skjölin verði aftur til sýnis í bráð vegna skemmd- anna og því verður almenningur að bíða og vona að viðgerðunum verði sem fyrst komið við. - vþ Mygla í verkum meistarans Fyrir skemmstu bárust fréttir af því að rússnesk stjórnvöld hefðu lagt bann við listsýningu á verkum í eigu rússnesku þjóðarinnar sem fyrir- hugað hafði verið að sett yrði upp í London nú í janúar. Breskur almenningur hafði beðið sýn- ingarinnar með mikilli eftirvæntingu og því voru vonbrigðin mikil. Breska þingið átti greinilega erfitt með að horfa upp á svo mikið svekkelsi nísta hjörtu þjóðar sinnar og greip því til þess ráðs að veita sérlega flýtimeðferð lögum sem gera sýninguna mögulega að nýju. Lögin nýju koma í veg fyrir að afkomendur upprunalegra eigenda listaverkanna geti gert tilkall til þeirra á meðan þau eru til sýnis í Bretlandi. Verkin voru flest í einkaeigu áður en stjórn kommúnista þjóðnýtti þau og því óttast rússneska ríkisstjórnin mjög að afkomendurnir grípi til slíkra aðgerða. Óttinn er á rökum reist- ur þar sem tilraun var gerð til að gera verkin upptæk þegar þau voru til sýnis í Sviss fyrir nokkrum árum. Í Bretlandi hafa fram að þessu ekki verið í gildi lög sem koma í veg fyrir slíkar aðgerðir, en þökk sé framtakssemi breska þingsins hefur nú orðið breyting þar á. Lögin ganga í gildi sjöunda janúar næstkomandi sem er rétt í tæka tíð fyrir opnun sýningarinnar. Listaverkin eru um þessar mundir í Düssel- dorf þar sem þau eru til sýnis. Þar sem Rússar höfðu dregið lán sitt á verkunum til Bretlands til baka hafði verið ráðgert að verkin færu beinustu leið heim til Moskvu frá Düsseldorf. Aðstandendur sýningarinnar í London þurfa því að hafa hraðar hendur og skipuleggja flutning sýningarinnar til Bretlands sem fyrst svo að sýningin geti opnað í London í næsta mánuði líkt og fyrirhugað var. - vþ SÍÐUSTU TÓNLEIKAR ÁRSINS Hörður, Ásgeir og Eiríkur æfa fyrir tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Síðustu tónleikar ársins LISTUNNANDINN VLADIMÍR PÚTÍN Pútín og forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, verða meðal gesta á sýningaropnuninni í London í janúar. Málverkasýning möguleg á ný Kl. 19 Þjóðlagakvöld verður á dagskrá Rásar 1 kl. 19 í kvöld. Í þættin- um verða flutt íslensk þjóðlög, áramótasöngvar og alþýðulög í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Einsöngvarakórsins, Kammersveitar Reykjavíkur, Hamrahlíðarkórsins og fleiri. LEONARDO DA VINCI Mikilvæg skjöl sem hann samdi á fimmtándu og sextándu öld liggja nú undir skemmdum af völdum myglu. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Ernst Kovacic Einsöngvari ::: Auður Gunnarsdóttir FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 5. JANÚAR KL. 17.00 UPPSELT LAUGARDAGINN 5. JANÚAR KL. 21.00 LAUS SÆTI ÁRIÐ HEFST MEÐ GLEÐI, SÖNG OG DUNANDI DANSI! Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru ómissandi í ársbyrjun enda varla hægt að hugsa sér betri upptakt að nýju ári en danstónlist úr smiðju valsakóngsins Johanns Strauss, ljúfar óperettuaríur og aðra sígilda smelli. Miðar á þessa vinsælustu tón- leika ársins eru fljótir að seljast upp og því enginn tími til umhugsunar – skelltu þér! Vínartónleikar fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands 2. janúar 11. janúar 19. janúar 25. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.