Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 10
10 31. desember 2007 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Áramótaávarp Þau tímamót urðu í íslenskum stjórn-málum sl. vor að 12 ára ríkisstjórnar- samstarfi Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks lauk. Það sem lagði grunninn að stjórnarskiptum var stórsigur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs þó svo að það dygði ekki til að tryggja þau gagn- geru umskipti í stjórnmálum landsins sem við höfðum barist fyrir. Réði þar sú ákvörð- un Samfylkingarinnar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og framlengja valda- tíma hans sem þegar hafði varað í 16 ár. Samfylkingin er þarna trú uppruna sínum því það var helsti forveri hennar, Alþýðu- flokkurinn sálugi, sem leiddi þá þangað inn 1991. Fyrrverandi sjálfskipaður „höfuð- andstæðingur“ Sjálfstæðisflokksins er nú kominn þar í húsmennsku og hefur þegar gefið upp á bátinn mörg af sínum stærstu loforðum úr nýliðinni kosningabaráttu. Það er þyngra en tárum taki að sumar mikil- vægustu velferðarstofnanir okkar sam- félags, t.d. sjálfur Landspítalinn, sjá fram á áframhaldandi fjársvelti, en nú í boði Sam- fylkingarinnar. Nýtt hlutverk, nýjar skyldur Vinstrihreyfingin – grænt framboð er nú ekki aðeins þriðji stærsti flokkurinn heldur einnig forustuflokkur stjórnarandstöðunn- ar, sumir segja eina stjórnarandstaðan. Þessi staða leggur okkur nýjar skyldur á herðar. Við munum gera okkar besta til að standa undir þeim með þeim vopnum sem enn hafa ekki verið frá okkur tekin. Rétt fyrir jól sameinuðust stjórnarflokkarnir og bandamenn þeirra í Framsókn og Frjáls- lyndum um breytingar á þingskapa lögum sem að mati okkar í VG veikja stöðu stjórnarandstöðunnar og þar með þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu, veikja þingræðið og lýðræðið. Glataður stöðugleiki Miklir óvissutímar eru uppi í þjóðmálum. Ber þar hæst efnahagslegan óstöðugleika og átakanlegt ráðleysi ríkisstjórnarinnar á sviði hagstjórnar. Góðærinu svokallaða er harla misskipt en auk þess snýr óvissan að sjálfu hagkerfinu, hinu ofþanda stóriðju- og útrásarhagkerfi. Miklir veikleikar blasa við á verðbréfamarkaði og spurningar hafa vaknað um stöðu sumra stærstu fyrirtækj- anna sem þanist hafa út með ódýru lánsfé og með áhættusömum fjárfestingum erlend- is. Alvarlegast er þó, að jafnvægi í þjóðar- búskapnum og efnahagslífinu er hvergi í sjónmáli: Verðbólga er enn alltof mikil, viðskiptahalli stóralvarlegur og erlendar skuldir hlaðast upp. Vaxtakostnaður er óheyrilegur og sligandi fyrir skuldsett heimili og minni fyrirtæki sem ekki eiga þess kost að fjármagna sig erlendis. Þyngst bitna aðstæðurnar á dreifbýlinu og lands- byggðinni almennt, sem hefur í litlu sem engu notið þenslunnar á suðvesturhorninu en fer ekki varhluta af óhagstæðum skil- yrðum og fær nú brest í þorskveiðum ofan í kaupið. Vonir um að bregða myndi til hins betra á sviði hagstjórnar eftir stjórnarskipti í vor eru löngu kulnaðar. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar hefur reynst með endemum daufgerð og slöpp á þessu sviði eins og fleirum. Formenn beggja stjórnar- flokkanna hafa dregið í efa, að ákvarðanir og tæki Seðlabankans virki og formaður Samfylkingarinnar beinlínis sakað Seðla- bankann um að horfa eingöngu í baksýnis- spegilinn. Eini aðilinn sem virðist ímynda sér að allt geti bara flotið áfram er ríkis- stjórnin. Svo eru auðvitað ýmsir sem hugsa „flýtur á meðan ekki sekkur“, þeir sem sér- staklega njóta góðs af og beinlínis græða á verðbólgu- og þensluástandinu. Framundan eru afdrifaríkir kjarasamn- ingar. Forsendur félagslegs stöðugleika og friðar á vinnumarkaði eru stórbætt kjör lægst launuðu hópanna og almenns launa- fólks með hækkun fastra umsaminna launa fyrir hóflega vinnuviku. Samhliða þarf að tryggja kaupmátt þeirra launa með hækkun skattleysismarka og gera hliðarráðstafanir gagnvart barnafólki vegna stóraukins hús- næðiskostnaðar o.fl. Þá bókstaflega „verða“ burðarásar hagstjórnar í landinu að finna taktinn. Það er lífsnauðsyn að endurheimta ásættanlegan stöðugleika í þjóðarbúskapn- um, stöðugleika sem er að glatast og þar með ávinningar þjóðarsáttarinnar á sínum tíma. Hinn kosturinn er harkalegur og sárs- aukafullur samdráttur eða hrun þó eitthvað síðar verði. Stóriðjuhraðlestin á fullri ferð Þó margt hafi gengið okkur Íslendingum í haginn undanfarin ár er engu að síður ærin ástæða til að hafa áhyggjur af ýmsum þátt- um samfélagsþróunarinnar. Gjáin breikkar hratt milli ríkra og fátækra, allt of margir verða misnotkun áfengis og vímuefna að bráð. Meðferð okkar á landinu, lífríki og náttúru er þannig, að valdið hefur harð- vítugum deilum hér innanlands á síðustu árum. Raunverulega sjálfbær þróun er enn aðeins falleg draumsýn. Á sviði umhverfis- mála er því slegið upp sem stórtíðindum að við dröttumst á síðustu stundu með öðrum Evrópuþjóðum hvað framtíðarmarkmið alþjóðasamninga snertir. Heima fyrir situr allt við hið sama, stóriðjuhraðlestin enn á fullri ferð og öðrum ætlað að taka á sig allar byrðar í þágu þess að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. Vinstrihreyfingin – grænt framboð sýndi það og sannaði í síðustu kosningum, að hún er komin til að vera í íslenskum stjórnmál- um sem stór og breið hreyfing félags- hyggju, umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagslegrar alþjóðahyggju. Hin værukæru miðju- og hægriöfl íslenskra stjórnmála sameinast gjarnan um það í skjóli af meira og minna gagnrýnislausri fjölmiðlun að atyrða okkur sem nöldurseggi, „á móti“- flokk eða eitthvað þaðan af verra. Slíkir órökstuddir sleggjudómar frá varðhundum óbreytts ástands, fulltrúum hinnar hug- myndafræðilegu leti og gagnrýnislausrar vestrænnar sjálfselsku, staðfesta hversu gríðarlega mikilvægu hlutverki við í VG gegnum í íslenskum stjórnmálum, fyrir umhverfið, lýðræðið, velferðarsamfélagið, framtíðina, fyrir allt og alla nema hina blauðu sérgæsku. Ég óska landsmönnum öllum farsæls nýs árs og þakka samfylgdina og veittan stuðn- ing á liðnu ári. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Hugsjónabarátta eða leið hinna værukæru? STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON UMRÆAÐAN Áramótaávarp Vonir voru bundnar við að viðræður leið-toga Ísraela og Palestínumanna yrðu grunnur að varanlegum friði þó langt sé í land. Leiðtogar þjóða sjá eftir áratuga átök, að friður milli þjóða, þjóðfélagshópa og trúarbragða verður ekki með stríðsátökum og morðum. Öfgafullir leiðtogar þurfa að víkja úr forystuhlutverki og þjóðarleiðtog- ar vinni að friði og betri framtíð fólks. Morðið á Benazir Bhutto nú í lok árs veik- ir vonir um frið og lýðræði. Lýðræðisþróun á ekki greiða leið í þessum heimshluta, þar sem íslamstrúin ræður ferð og hugsun. Biðjum fyrir friði í Pakistan um leið og við vottum fólki þar samúð. Við Íslendingar búum í friðsömu landi, en ógnir steðja að. Mesta vá okkar er aukið smygl fíkniefna. Erlendir menn koma oftar að þeim málum og ljóst að tugum kílóa fíkniefna er komið til landsins með skipum eins og upplýst varð við rannsókn á seglskútu á Fáskrúðs- firði og mikið magn fíkniefna á Keflavíkur- flugvelli. Efla verður toll- og löggæslu við komu fólks til landsins. Skipulögð glæpa- starfsemi virðist í sölu og dreifingu á Íslandi. Er útvíkkun Schengen-svæðisins til góðs varðandi eftirlit gegn fíkniefnum og glæpastarfsemi? Auka verður fræðslu og forvarnastarf meðal barna og ungmenna. „Uppbyggingarstarf“ þorskstofnsins er árangurslaust Minnisstætt er að Frjálslyndi flokkurinn hélt fylgi sínu og þingmannafjölda þrátt fyrir átök innbyrðis í aðdraganda kosninga- baráttunnar. Vissulega nokkur sigur eins og staðan var. Viðburðirnir í Reykjavík þegar meirihlutinn sprakk í borginni á orkumál- um var merkilegur. Þjóðin sá sameignarrétt sinn til auðlind- anna í skýrara ljósi og vakti marga til vitundar um að útfærsla kvótakerfis með frjálsu framsali er rán á þjóðareign. Þjóðin á að hafa eignarrétt á auðlindum sínum. Aðrir geta fengið takmarkaðan nýtingarrétt. Landsbyggðin verður fyrir atvinnubresti á næsta ári vegna niðurskurðar á þorskafla sem allflestir í fiskveiðum töldu óþarfa og verri tíð framundan. Fólki í sjávarbyggðum fækkar stöðugt og vegið er að sjávar- byggðum með offorsi forystumanna ríkis- stjórnar. Árangurslaust „uppbyggingarstarf“ þorskstofnsins með kvótakerfi í tvo áratugi er staðreynd. Fyrrum þingmenn virðast ganga í sérstakt trúfélag sem sjávarútvegs- ráðherrar og sjálfstæður vilji hverfur. Allt annað viðhorf mátti sjá í skrifum núverandi ráðherra þegar hann var þingmaður haustið 2002, enda kosningar á næsta leiti. Brottkast mun aukast við fiskveiðar. Það er fylgifisk- ur þess að reyna að lifa við 130 þúsund tonna heildarveiði þorsks og okurverð á leigukvót- um. Forskrift laga um stjórn fiskveiða að „tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu“ með kvótakerfi og frjálsu framsali er öfug- mæli. Hækka þarf persónuafslátt og skattleysismörk Kjarasamningar eru framundan, hækka þarf raunlaun þeirra sem minnst hafa. Sér- staklega þarf að huga að kjörum öryrkja og eldra fólks. Skerðingarreglur bóta Trygg- ingastofnunar til aldraðra og öryrkja eru mjög óréttlátar t.d. skerðingar vegna tekna maka, vegna atvinnutekna öryrkja og fólks 67-70 ára og skerðingar vegna lífeyris- tekna. Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa flutt sérstakt frumvarp um afnám þessara skerðinga og sérstakan hærri persónu- afslátt fyrir fólk með lægri tekjur. Skatt- leysismörk verði 150 þúsund krónur fyrir fólk sem er með 150 þúsund krónur eða minna á mánuði. Þessi viðbótar persónu- afsláttur lækki síðan með hækkandi tekj- um. Hækka raunlaun fólks með 150 þúsund krónur um 22 þúsund krónur á mánuði eftir skatta. Ríkið getur liðkað fyrir gerð nýrra kjarasamninga með hækkun persónu- afsláttar og skattleysismarka. Bættar samgöngur eru forsenda velmegunar Við höfum lifað við hátt framkvæmdastig og mikla atvinnu. Fólki frá nýrri ríkjum Evrópusambandsins, hefur fjölgað mjög á vinnumarkaði og sest hér að. Þensla og fólksfjölgun er mismikil eftir landsvæð- um, mest fjölgar á suðvesturhorni lands- ins. Góðar samgöngur frá Reykjavík með Hvalfjarðargöngum, tvöföldun Reykjanes- brautar og bættum þjóðvegi yfir Hellis- heiði bæta mjög búsetuskilyrði á suð- vesturhorninu. Frjálslyndi flokkurinn hefur árum saman flutt tillögur á Alþingi um að forgangs- verkefni í varanlegri vegagerð á Íslandi verði gerð jarðganga og þverun fjarða til að tryggja öruggar samgöngur og betri búsetuskilyrði fólks á landsbyggðinni. Samgöngubótum fylgir lækkun flutnings- kostnaðar, auðveldari atvinnu- og mennta- sókn milli byggða. Ferðaþjónustan á landsbyggðinni verður ekki öflug heilsárs- atvinnugrein nema með bættum samgöng- um. Óvissuferð eða vetrarferð út á land má ekki hefjast á því að ferðamenn verði fast- ir í skafli á næsta fjallvegi. Auðveld atvinnusókn er til og frá Reykja- vík og þar vaxa heildartekjur sveitar félaga mest. Auknar tekjur ríkissjóðs á liðnum árum hafa því komið til vegna þenslunnar þar, virkjunar og álversframkvæmda á Miðausturlandi. Tekjum og þenslu er misskipt eftir land- svæðum. Birtist sumstaðar eins og tálsýn eða vonarglæta, á öðrum svæðum verður hennar ekki vart. Ráðherrar fyrri ríkis- stjórnar trúðu því að draga mætti úr þenslunni með því að skera niður sam- göngubætur á Vestfjörðum og Norðaustur- landi, þar sem engin þensla var. Sú ákvörð- un var furðuverk. Ég óska landsmönnum velfarnaðar á nýju ári og þakka stuðning við Frjálslynda flokkinn árið 2007. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins Við áramót GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.