Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 32
32 31. desember 2007 MÁNUDAGUR Í dómi Morgunblaðsins gefur Vernharður Linnet plötunni Cycles fimm stjörnur. Tón- list Einars er þannig lýst: „draumkennd og svífandi og gædd innri fegurð sem sífellt kemur á óvart, eins konar Sigur Rós í æðra veldi.“ Einar er að sjálfsögðu ánægður með viðtök- urnar og dóminn sem tónlistin hans hefur fengið. „Þetta er tær list,“ segir Vernharður enn fremur í dómnum og ekki annað hægt en að vera ánægður með þau ummæli. „Vernharður kemst ágætlega að því að lýsa tónlistinni. Þetta er nefnilega ekki beint djass. Ég var ferlega sáttur við hvernig hann hitti naglann á höfuðið og fattaði hvert ég var að fara með tónlist- inni. Ég segi stundum að þetta sé djass fyrir þá sem þola ekki djass.“ Platan rennur líka ljúflega í gegn, ofurfalleg, mjúk og þægi- leg. Ekkert að óttast fyrir þá sem þekkja ekki djass. Djasssenan á Íslandi er fámenn en góðmenn og þar eru mjög hæfileikaríkir tón- listarmenn til staðar eins og sjá má á plötu Einars. Á henni fékk hann með sér eins konar landslið Íslands í hljóðfæraleik, Skúla Sverrisson á bassa, Eyþór Gunnarsson á píanó, Óskar Guð- jónsson á saxófón, og sjálfur spilar Einar auðvitað á trommurnar. Kominn heim „Ég flutti heim fyrir ári og hálfu. Bjó í Miami í átta ár en var í New York í eitt ár áður en ég flutti heim. Ég tók upp plötuna þar áður en ég kom heim. Svo kom ég heim og datt strax í íslenska harkið þannig að platan sat aðeins á hakanum en svo dreif ég mig til Ósló og hljóðblandaði hana hjá einum merkasta hljóðmanni í djassbransanum, Jan Erik Kongs- haug. Hann er einn af toppunum. Platan var líka tekin upp af öðrum eins toppi vestanhafs, James Farber heitir hann og hefur unnið með annarri hvorri stjörnunni í djassinum. Við tókum líka upp í Avatar sem er æðislegt stúdíó og sögufrægt. Ég ákvað að fara bara alla leið.“ Ísland togaði í Einar og hann staldraði ekki eins lengi við í New York og hann hafði ætlað sér. „Stefnan var alltaf frá því ég flutti til Bandaríkjanna að flytja til New York og enda þar. Svo flutti strákurinn minn heim með móður sinni og þá datt botninn úr því fyrir mig að vera úti, ég dreif mig heim til að vera nálægt honum og er auðvitað mjög sáttur við það.“ Platan Cycles er einmitt til- einkuð syninum Pétri Bjarna og látnum vini Einars, Pétri Inga Þor- gilssyni. „Hann var mjög góður vinur minn í Hagaskóla, hann var myndlistar- og tónlistarmaður og við vorum saman í hljómsveit þegar við vorum unglingar. Tón- listarlega hafði hann mikil áhrif á mig en lést langt fyrir aldur fram, tvítugur, af slysförum. Svo skírði ég son minn í höfuðið á honum og platan er tileinkuð þeim nöfnum.“ Í sólinni á Miami Einar kláraði Tónlistarskóla FÍH hérna heima og dreif sig svo út í framhaldsnám við Háskólann á Miami þar sem hann bjó í átta ár. „Ég ætlaði alltaf út í framhalds- nám og mig langaði að prófa eitt- hvað nýtt. Veigar Margeirsson, vinur minn sem er að gera það gott í kvikmyndatónlist í LA núna, var þarna í námi og mælti með þessum skóla. Svo fannst mér fínt að komast í smá sól. En ég staldr- aði kannski fulllengi við þarna, ég tók bachelor- og meistaragráðu og fór svo eftir það að kenna við þennan háskóla. En stefnan var alltaf New York. Þó að það sé mikið af frábærum spilurum í Miami þá er þetta nettur túrista- bær og smá menningarlegt eyði- land.“ Hvað með latnesku straumana. Áhrifin frá spænskumælandi fólk- inu og Litla Havana á Miami? „Já, ég hef alltaf verið veikur fyrir suðuramerískri tónlist og ég græddi mikið á því að vera í Miami. Kúbversk tónlist hefur alltaf höfðað mikið til mín. Svo spilaði ég til dæmis mikið með einum gæja frá Venesúela og þá kynntist ég alveg nýjum stíl og það er einn venesúelskur ryþmi sem ég nota í laginu Rebirth á plötunni. Ég var mikið að vasast í mismunandi tónlistarstílum þegar ég var á Miami og það er kannski það sem er líkt með bransanum hérna heima, þó að ég sé kannski ekki að spila mikið af salsa gigg- um á Íslandi, en það stendur allt til bóta.“ Djass eitt kvöld, R&B næsta Einar var ekki bara fastur í háskólasamfélaginu á Miami held- ur tók þátt í spilamennsku. „Ég var að spila „freelance“ í Miami og Suður-Flórída. Það var brjálað að gera þegar ég datt inn í bransann. Maður var að vesenast í öllu. Spila kannski djass eitt kvöld og R&B það næsta. Hér á Íslandi spila ég djass eitt kvöldið, fönk með Jagúar það næsta, svo Bó í Höllinni og George Michael sýn- ingu á Broadway. Þetta er mjög fjölbreytt. Ég var mjög fljótur að detta aftur í bransann hérna heima. Það er að mörgu leyti gaman að því að vera að vasast í svona mismunandi tónlistarstílum allan ársins hring, en það væri náttúrlega frábært að geta dottið í „djassdjammsession“ hvaða kvöld sem er eins og víða í Bandaríkjun- um. Ég sakna þess kannski að spila ekki meiri djass, sem er kannski að mörgu leyti það sem ég geri best. Djasssenan hér er mjög lítil. En FÍH ungar út nýjum talentum og það er enginn hörgull á hæfi- leikafólki. Svo er margt mjög spennandi að gerast í alls kyns tónlist hérna. Mér finnst til dæmis Sigur Rós mjög áhugaverð. Ein- hver í New York lýsti tónlistinni minni sem „Sigur Rós hittir djass“ og Vernharður kom líka inn á það í dóminum sínum. Byrjaði ferilinn í Stundinni okkar Einar hefur átt langan feril sem trommuleikari og hefur verið í fremstu röð íslenskra trommu- leikara frá því að hann var unglingur. „Það má eiginlega segja að mitt fyrsta gigg hafi verið með Röggu Gísla og Jakobi Frímanni. Ragga var tónmenntakennari í Vestur- bæjarskóla og var í rauninni minn fyrsti tónlistarkennari. Þetta var eitthvað atriði fyrir Stundina okkar. Um svipað leyti vann ég með bróður mínum og vini okkar, hljómsveitarkeppni í Stundinni okkar. Þannig að það má segja að ferillinn hafi byrjað í Stundinni okkar. Ég lærði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og spilaði í tvö ár á píanó og lenti svo á trommum í Lúðrasveit og Léttsveit Tón- menntaskólans undir stjórn Sæ bjarnar Jónssonar sem endaði svo með að stofna Stórsveit Reykjavíkur. Ég lærði mikið af Sæbirni heitnum og var með honum í stórsveitinni áður en ég flutti út. Um sextán ára aldur fór ég að hafa tónlistina að atvinnu, og spilaði meðal annars töluvert með pabba, Árna Scheving. Ég spilaði með honum í nokkur ár í Súlnasal, Hótel Sögu, auk þess að við spil- uðum oft djass saman. Ég spilaði líka með Eyþóri sem er með mér á plötunni, Sigga Flosa og Tómasi R. Þessi mannskapur skipaði reyndar Djasskvartett Reykjavíkur, sem var nokkuð virkur á sínum tíma og túraði töluvert í Evrópu.“ Af hverju varstu farinn að spila með þeim svona ungur? „Ég var í Tónlistarskóla FÍH; þetta er lítil sena og menn pikka þá ungu upp.“ En varstu ekki týpískur rokkari þegar þú varst unglingur? „Jú jú, ég hlustaði mikið á U2 og ég er alveg jafn mikill rokkari eins og hvað annað. Ég spila til dæmis núna með fönksveitinni Jagúar. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af því þegar verið er að skjóta mönnum inn í kategóríur, og þó að ég hafi oft verið flokkað- ur sem djasstrommari þá er ég ekkert síður rokktrommari.“ Cycles: Fyrsta sólóplatan Einar hafði lengi getið sér gott orð fyrir tónsmíðar þótt það tæki hann langan tíma að koma fyrstu plötunni frá sér. „Ég hef líklega byrjað að semja tónlist um ellefu ára aldur en ekkert fyrir alvöru fyrr en ég kem til Miami. Elsta lagið á plötunni er því frá 1993 og það yngsta frá 2005. Ég hafði lengi verið með það í bígerð að gera þessa plötu og var alltaf að spá í að fá einhverja erlenda menn með mér. En því meira sem ég fór að pæla í þessum tónsmíðum þá köll- uðu þær á þennan mannskap sem endaði á plötunni; ég þurfti íslenskan mannskap og þá sér- staklega þessa menn.“ Eru útgáfutónleikar á dagskrá? „Það er reyndar nýafstaðin sameiginleg útgáfuhátíð þar sem kynntar voru plötur sem tengdust Jagúar-meðlimum á einn eða annan hátt. En eiginlegir útgáfu- tónleikar á Cycles eru fyrirhugað- ir í byrjun næsta árs, svo ætla ég að vera duglegur við að koma plöt- unni áfram sem víðast erlendis og spila sem mest í framhaldinu.“ Fylgist með Einari á: www. myspace.com/einarscheving Eftir að viðtalið var tekið bárust fregnir af andláti föður Einars, Árna Scheving. Vill Einar nota tækifærið og þakka föður sínum fyrir ómetanlegan stuðning og hvatningu á tónlistarsviðinu, sem og allar kærar minningar. Ekki bara djass Einar Scheving mætir glerfínn í jakkafötum í viðtal við Hönnu Björk Valsdóttur á 101 hótel, ástæðan er reyndar sú að hann er að koma úr upptökum fyrir Kastljósið þar sem hátíðleikinn var í fyrirrúmi. Einar hefur lengi verið talinn einn besti trommuleikari landsins en hann gaf út fyrstu sólóplötu sína fyrir skömmu sem ber heitið Cycles. EINAR SCHEVING „Ég sakna þess kannski að spila ekki meiri djass, sem er kannski að mörgu leyti það sem ég geri best. Djasssenan hér er mjög lítil.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.