Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 70
62 31. desember 2007 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. löngun 6. kusk 8. arinn 9. gerast 11. í röð 12. sjúga 14. sáldur 16. tveir eins 17. dvelja 18. for 20. bardagi 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. fyrst fædd 3. þys 4. hnöttur 5. stal 7. galli 10. skammstöfun 13. efni 15. skjóla 16. hald 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. lyst, 6. ló, 8. stó, 9. ske, 11. jk, 12. totta, 14. svarf, 16. tt, 17. una, 18. aur, 20. at, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. elst, 3. ys, 4. stjarna, 5. tók, 7. ókostur, 10. etv, 13. tau, 15. fata, 16. tak, 19. ra. „Á meðan sumir útlendingar í Peking eru enn kvartandi yfir því að geta ekki farið heim um jólin hafa aðrir ákveðið að gera þessi jól eftirminnileg,“ segir í frétt sem birtist í dagblaðinu China Daily á jóladag. Umfjöllunarefnið er hópur sem undir stjórn hins alíslenska Jóns Bjarka Magnússonar gekk um stræti borgarinnar í jólasveina- búningum til þess að skemmta gestum og gangandi. „Þetta er hópur sem kallar sig Practical Fun in the Now og varð til þegar ég og félagi minn ferðuðumst um Asíu fyrir tveimur árum. Hagkvæm skemmtun í núinu er þessi eina, sanna gleði sem sprettur aðeins upp í núinu sem er núna,“ segir Jón Bjarki en hann hefur starfað sem ensku- kennari í Peking undanfarna fjóra mánuði. „Nútíminn er fullur af allskyns bulli og við sitjum bara og gerum ekki baun í bala. Þess vegna grípur fólk hugmyndina og gerir eitthvað sem það myndi annars ekki gera. Þess vegna komu 30 manns út á lestarstöð og hittu okkur. Við gengum um borgina allan jóladag, sungum jólasöngva og leyfðum Kínverj- um að taka myndir af okkur. Við fengum mikla athygli og fólkið á Torgi hins himneska friðar tók okkur virkilega vel. Konur hlógu og karlar gláptu, sum börnin voru hálf skelkuð en jöfnuðu sig fljótt.“ Jón Bjarki og breskur meðleigjandi hans keyptu 40 jólasveinabúninga fyrir gönguna. „Við keyptum þá á Fuchengmen-stöð en þar var líka hægt að kaupa jólatré og jólaskraut eins og á næstum hverju götuhorni í Peking fyrir jólin. Kínverjar fagna fæðingu fjármagns- ins sem flæðir inn í landið með jólasveinahúfum og amerískum jólavísum.“ Á aðfangadag segist Jón Bjarki hafa borðað kalkún á kaffihúsi. „Þeir buðu upp á jólahlaðborð með öllu tilheyrandi og kór þjónanna söng jólalög fyrir okkur. Svo opnaði ég pakkana um kvöldið með kærustunni.“ - sók Stóð fyrir jólasveinagöngu í Kína „Ég er ekki búinn að sjá skaupið en Ragnar [Bragason leikstjóri] er búinn að sjá það og hann segir að það sé frábært. Og ég verð að treysta honum,“ segir Jón Gnarr, leikari og einn þriggja handritshöfunda Áramótaskaupsins í ár. Miðað við reynslu síðustu ára er nokkuð ljóst að þorri landsmanna verður límdur fyrir framan skjáinn kl. 22.30 í kvöld þegar Áramótaskaupið verður sýnt. Lítið hefur verið látið uppi um efnistök Skaupsins í ár en eins og von og vísa er munu landsmenn allir hafa sterkar skoðanir á útkom- unni. „Sem er mjög undarlegt. Það er ekki eins og við séum að breyta stjórnarskránni, þetta er bara þriggja kortera skemmtiþáttur um árið sem er að líða,“ segir Jón. Í kynningu RÚV fyrir Skaupið í ár segir meðal annars að um sé að ræða fyrsta fjölþjóðlega Skaupið frá upphafi og vekur athygli að erlendir ríkisborgarar eru í stórum hlutverkum. Hin danska Charlotte Böving er ein þeirra, en henni hafa Íslendingar fengið að kynnast að mestu í gegnum leiksviðið hingað til, auk þess sem hún fór með hlutverk barnsmóður Georgs Bjarn- freðarsonar í Næturvaktinni. „Þetta var ofsalega skemmtilegur tími og það var sérstaklega gaman að vinna með öllum þess- um útlendingum. Ég fékk að kynnast ýmsum menningarheimum á þeim tíma sem tökur stóðu yfir,“ segir Charlotte, en hún fer með hlutverk hinnar dönsku Gitte sem er nokkuð fyrirferðarmikil í Skaupinu að þessu sinni. „Það var mjög skemmtilegt að fá að leika sér með tungumálið og blanda saman dönsku og íslensku á eins vitlausan hátt og mögu- legt var,“ segir Charlotte. - vig Erum ekki að breyta stjórnarskránni JÁKVÆÐUR Í ÁR Jón Gnarr var í stóru hlutverki í Skaupi síðasta árs eins og nú. FRÁ TÖKUM Ragnar Bragason er við stjórnvölinn í ár og ber því ábyrgð á útkomunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Já, það gustaði um okkur kobbojana frá Selfossi. Heldur betur,“ segir Birgir Nielsen, trymbill Klaufa og ein lykilpersónan í því sem kallað var Stóra Klaufamálið og var mjög á döfinni í upphafi þessa mánaðar. Rétt til upprifjunar snerist Stóra Klaufamálið um reikninga sem hin góðkunna kántríhljómsveit Klauf- ar frá Selfossi sendi inn til RÚV vegna útsendingar frá dansleik þar sem Klaufar spiluðu. RÚV taldi hins vegar engin efni til að greiða þá reikninga – að samkomulag væri um annað. Lyktir málsins urðu svo þær að RÚV greiddi Klaufum helm- ing uppsettrar upphæðar. Nú hafa Klaufar ákveðið að láta þá upphæð, um 140 þúsund krónur, renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Stóð til að Klaufar afhentu upphæðina á árlegum styrktar- tónleikum Einars Bárðarsonar sem halda átti í Háskólabíói í gær. Þeim var hins vegar aflýst vegna veðurs. Að sögn Birgis hlaut Stóra Klaufa- málið farsælan endi þótt það hafi verið stormasamt á tímabili. „Rosa- leg umræða. Engu logið með það. Þetta snerti greinilega gríðarlega margan manninn. Við heyrðum frá mörgum kollegum í bransanum sem sýndu okkur stuðning. En þetta mál á eftir að leiða gott eitt af sér, til dæmis hins góða fundar milli þeirra Jakobs Frímanns og Páls Magnússonar, þar sem kom fram vilji að gera betur í þessum efnum sem er vel. Vonandi geta menn unnið saman í þessum bransa í sátt og samlyndi,“ segir Birgir. Ekki er að sjá að Stóra Klaufamál- ið hafi slegið þá Klaufa út af laginu né að eftirspurn hafi minnkað nema síður sé. Klaufar eru bókaðir langt fram á næsta ár en aðdáendur þeirra geta séð hljómsveitina í kvöld. „Við komum fram ásamt Bjórbandinu í Hvíta húsinu á Selfossi. Á heima- slóðum,“ segir Birgir. Þá eru Klaufar að undirbúa efni á aðra plötu sína en hún verður tekin upp í Nashville líkt og sú fyrsta, Hamingjan er björt. „Af því konan mín er svört er vinnuheiti hennar. Við förum vestur í júní,“ segir Birgir Nielsen. jakob@frettabladid.is BIRGIR NIELSEN: FARSÆLL ENDIR Á STÓRA-KLAUFAMÁLINU Klaufapeningar renna til krabbameinssjúkra barna HAGKVÆM SKEMMT- UN Jóni Bjarka Magnússyni er mikið í mun að fólk læri að skemmta sér í núinu. Áhugasam- ir geta kynnt sér hugmyndafræði hans á myspace. com/practicalfun. KÍNVERSKIR JÓLASVEINAR Jón Bjarki hreif 30 manns með sér sem gengu um í jólasveinabúningum í Peking á jóladag og skemmtu sér og öðrum. „Ég er nú ekki mikið með kveikt á útvarpinu í vinnunni. Ég er með snyrtistofu þannig að ég hlusta yfirleitt á einhverja ró- lega slökunartónlist. Ef ég hlusta á útvarpið er það hins vegar Rás 2.“ Inga Louise Stefánsdóttir snyrtifræðingur. KLAUFAR FRÁ SEL- FOSSI Það gustaði um kobbojana í Stóra Klaufamálinu en eftir- spurnin er nú meiri en nokkru sinni. Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Auglýsingasími – Mest lesið Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guð- johnsen vakti athygli á skemmtistöðum bæjarins síðustu daga. Á annan í jólum skemmti hann sér með Auðuni Blöndal sjónvarps- manni og Agli „Gillzenegger“ Einarssyni á Rex í Austurstræti. Var eftir því tekið að knattspyrnumaðurinn knái var í miklum skemmtanagír. Á föstudagskvöldið var Eiður síðan aftur mætt- ur á Rex og aftur var Auðunn Blöndal með í för. Þá þótti rólegra yfir þeim köppunum. Annað tvíeyki hefur farið mikinn á skemmtistöðunum síðustu daga. Kvikmyndaleikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth hafa látið sjá sig á B5, Rex og Óliver auk þess að bíða með almúganum í leigubílaröð bæjarins. Nærvera þeirra hefur vakið lukku hjá kven- peningnum og yfirgnæfðu skrækir ungmeyja á stundum tónlistina á Óliver á föstudagskvöldið. Tarantino og Roth eru hvergi nærri hættir og hafa bókað komu sína á Rex eftir mið- nætti í kvöld. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.