Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 44
36 31. desember 2007 MÁNUDAGUR JÚLÍ Norður-Kóreumenn tilkynntu Bandaríkjamönnum um miðjan júlí að þeir hefðu lokað kjarnorku- veri sínu í Youngbyon og heimilað alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að verinu. Allt var þetta í samræmi við samkomulag sem gert var við Norður-Kóreumenn í febrúar um lokun kjarnorkuversins í staðinn fyrir rausnarlega efnahagsaðstoð frá Vesturlöndum, einkum í formi eldsneytis. ÁGÚST Gríðarlega harður jarðskjálfti reið yfir Suður-Ameríku um miðjan júlí og átti hann upptök sín skammt frá Líma, höfuðborg Perú. Yfir 500 manns létu lífið og ríflega 34 þúsund heimili voru rústirnar einar. SEPTEMBER Um miðjan september þrömmuðu hundruð búddamunka í mótmælaskyni um götur Rangún, höfuðborgar Mjanmar, sem áður hét Búrma. Á næstu vikum óx mótmælendum ásmegin uns allt að hundrað þúsund manns efndu til mótmæla 23. september. Þremur dögum síðar braut herforingjastjórn landsins mótmælin á bak aftur af mikilli hörku og voru hundruð munka handtekin í kjölfarið. Þetta voru umfangsmestu mótmæli gegn herforingjastjórninni síðan þúsundir manna létu lífið í átökum við herinn 1988. OKTÓBER Hinn 17. október samþykkti yfirgnæfandi meirihluti tyrkneskra þingmanna þingsályktun sem heimilaði tyrkneska hernum að ráðast á stöðvar kúrdískra skæruliða í norðurhluta Íraks. Þett gerðist í kjölfar þess að skæruliðar kúrda höfðu um nokkra hríð gert skyndiárásir yfir landamærin á tyrknesk skotmörk. Fulltrúar Íraka og Bandaríkjamanna mótmæltu hernaðar- áformum Tyrkja sem sögðu á móti að þolinmæði þeirra væri á þrotum. NÓVEMBER Pervez Musharraf hershöfðingi, forseti Pakistans, tilkynnti í byrjun nóvember að neyðar- lög hefðu verið sett í landinu. Öll opinber pólitísk andstaða við Musharraf var barin niður í kjölfarið og fjöldi lögfræðinga og hæstaréttardómara var handtekinn. Talið er að forsetinn hafi gripið til þessara aðgerða þar sem yfir vofði að hæstiréttur Pakistans myndi ógilda endurkjör hans til forseta- embættisins á grundvelli þess að pakistönsk lög banna hershöfðingjum að gegna embættinu. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið. DESEMBER Andstæðurnar voru augljósar í lok ársins. Á sama tíma og Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir vöruðu enn á ný við hættuástandi í Afríku sökum þurrka og hungursneyðar, bentu bandarísk stjórnvöld á hættuna vegna offitu barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.