Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 52
44 31. desember 2007 MÁNUDAGUR Árið 2007 er búið, eða svo gott sem. Aðeins örfáir klukkutímar standa nú á milli okkar og framtíðar- innar; ársins 2008. Við stöndum sumsé á tíma- mótum sem einkennast líkast til einna helst af þessu tímamótaeðli sínu, það er að segja að sjaldan erum við jafn meðvituð um framgang tímans eins og á sjálft gamlárskvöld. Öll kvöld eru tímamót þar sem að á miðnætti breytist einn dagur í annan, en aðeins einu sinni á tólf mánaða fresti breytist ártalið. Því er engin furða að löngun til að staldra við og líta yfir farinn veg grípi um sig í hjörtum flestra. Um áramót fáum við ánægju út úr því að velta okkur upp úr liðnum atburðum og að reyna af veikum mætti að spá í framtíðina. Í raun réttri láta fæstir sér nægja að spá og reyna heldur markvisst að hafa áhrif á framtíðina með því að strengja áramótaheit. Víst er að heit in hafa sjaldnast gefið góða raun og benda því til þess að örlaga- trúar fólk hafi algerlega rétt fyrir sér. Það eru ekki aðeins einstakling- ar nir sem velta þessum tímamótum fyrir sér heldur bylja á okkur ann- álar í flestum fjölmiðlum. Bestu og verstu fyrirbæri ársins eru misk- unnarlaust dæmd eða hafin upp til skýjanna af innblásinni ástríðu svo að halda mætti að árið hefði einna helst einkennst af öfgum og að miðjumoðið hefði vart látið á sér kræla. Það er að sjálfsögðu alrangt þar sem enn hefur ekki liðið það ár sem ekki lullaði áfram afar hvers- dagslega flesta daga, oftast múl- bundið við miðjuna. Spádómsgáfa er ekki öllum gefin, blessunarlega, en líklegt verður að teljast að komandi ár verði vísast rökrétt framhald af því sem áður fór. Sagan hefur kennt okkur að fátt er jafn góð vísbending um afleiðingar eins og orsakir og því ber að líta á atburði ársins 2007 sem orsakir. Þar höfum við góðar vísbendingar um afleiðingarnar sem senn dynja yfir og við getum sopið hveljur yfir út árið 2008. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. STUÐ MILLI STRÍÐA Áramótastuð VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR GERIR UPP ÁRIÐ ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Lee, Lee, Lee, Lee, Lee, Lee og Lee Klónunar- rannsóknir Þvengja-Þórður er á röltinu með nýpressaðan rúsínusafa án klaka... Þá, allt í einu, upp úr þurru... Dr. Overdose og Sgt. Shitface?! Gaman að sjá þig, Þvengja- Þórður! Og lengra er ég ekki kominn! Þú mátt sjá restina þegar ég er búinn! Taktu þér allan þann tíma sem þú þarft! Hæ, Palli. Daginn, Dr. Dalberg Hæ, Pierce Sjáumst Bæ Var ég ekki búinn að biðja þig um að gera mig ekki að athlægi? Listi Voffa yfir áramótaheit 1. Ekki flaðra upp um fólk Hvaða ár erum við að tala um? Barnið okkar er þessi árgerð, en það er barnavagninn ekki. „Ég sá það fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Hellisheiði ófær vegna illviðris og hálku.* *1. des. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.