Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 12
12 31. desember 2007 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Áramótaávarp Árið sem nú er senn á enda hefur verið tíðindamikið í íslenskum stjórnmálum og að mörgu leyti markað tímamót. Sá við- burður sem stendur upp að mínu mati eru kosningarnar til Alþingis í maí en Sjálf- stæðisflokkurinn kom afar sterkur út úr þeim kosningum og bætti við sig umtals- verðu fylgi og þremur þingmönnum miðað við síðustu kosningar. Ennfremur er flokk- urinn nú í þeirri stöðu að eiga fyrsta þing- mann í öllum kjördæmum landsins. Þessi árangur er ekki síst eftirtektarverður í ljósi þeirrar staðreyndar að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið í forystuhlutverki í ríkis- stjórn í sextán ár. Ný ríkisstjórn mynduð Í kosningunum í maí var ekki síst tekist á um verk ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hafði starfað saman í tólf ár og hélt sú stjórn þingmeirihluta sínum. Því var eðlilegt að þessir flokkar byrjuðu á að ræða saman eftir kosningarn- ar en fljótlega kom í ljós að skiptar skoðanir voru meðal framsóknarmanna um áfram- haldandi samstarf þessara flokka. Niður- staðan varð því sú að stjórnarmyndunar- viðræður hófust milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og mynduð var ríkisstjórn þessara tveggja flokka undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Myndun þessarar nýju stjórnar markaði eðlilega nokkur tímamót í íslenskum stjórn- málum enda leiða þar saman hesta sína flokkar sem hafa undanfarin ár verið höf- uðandstæðingar í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarmyndunarviðræðurnar gengu hins vegar vel og báðir flokkar gátu afar vel við stjórnarsáttmálann unað enda er þar kveðið á um mörg framfaramál. Árangur í málefnum aldraðra Nú þegar hefur talsvert áunnist, sérstak- lega í málefnum aldraðra en í sumar voru gerðar lagabreytingar sem gerðu þeim sem eru 70 ára og eldri kleift að vinna án þess að atvinnutekjur skertu bætur. Í desember kynnti ríkisstjórnin áform sín um enn frek- ari umbætur í þessum málaflokki, sem snúa m.a. að því að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka. Þessi skref koma til viðbótar þeim aðgerðum sem síðasta ríkisstjórn beitti sér fyrir í upphafi árs og miðuðu einn- ig að því að draga úr skerðingum og hækka lífeyri en þær byggðu m.a. á samkomulagi við samtök eldri borgara frá því um sumar- ið 2006. Ég tel því að nokkuð vel hafi verið að verki staðið í þessum málaflokki að undanförnu. Öflugra heilbrigðis- og velferðarkerfi Miklar væntingar eru gerðar til hinnar nýju stjórnar og hún hefur sterkan meirihluta á þingi. Ég og aðrir ráðherrar ríkisstjórnar- innar kvíðum þó ekki þeim væntingum heldur erum þvert á móti full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíða. Mörg þessara verkefna, eins og t.d. að tryggja hagfellda umgjörð efnahagslífsins og við- halda samkeppnishæfni atvinnulífsins, eru þess eðlis að við stöndum afar vel þótt brýnt sé að áfram verði vel haldið á spöðunum. Önnur verkefni eru þannig að gera þarf stærri breytingar. Þar horfi ég ekki síst til heilbrigðis- og velferðarmála, þar sem ríkisstjórnin hefur þegar hafist handa með tilfærslu verkefna milli heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Mikil og góð sátt ríkir um það innan ríkis- stjórnarinnar, eins og raunar meðal þjóðar- innar, að meginreglan varðandi heilbrigðis- þjónustu sé sú að ríkið greiði fyrir þjónustuna. Að sama skapi er samstaða um að bjóða upp á fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðis- þjónustu og þá hugmyndafræði að þótt ríkið greiði fyrir þjónustuna þurfi það ekki í öllum tilvikum að veita hana sjálft. Byggjum á góðum árangri Sjálfstæðisflokkurinn hélt inn í kosningar á þessu ári undir slagorðinu „Nýir tímar – á traustum grunni“. Það rammar að mínu mati vel inn þá stöðu sem nú er uppi í íslensku þjóðfélagi og stjórnmálunum. Við höfum náð gríðarlega miklum árangri undanfarin undir forystu stefnu okkar sjálf- stæðismanna um að gefa einstaklingunum svigrúm ásamt því að tryggja að íbúar þessa lands búi við traust öryggisnet. Ánægjuleg vísbending um þennan árang- ur okkar barst á þessu ári þegar Þróunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna kynnti þá niðurstöðu sína að lífskjör og skilyrði til þroska væru best á Íslandi af þeim 177 þjóðum sem bornar voru saman í könnun stofnunarinnar. Við megum hins vegar ekki gleyma því að þótt grunnurinn sé traustur og margt hafi áunnist eru verkefnin mýmörg. Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar ávallt verið sá að hann er ekki hræddur við breyt- ingar og undir því leiðarljósi eigum við að ganga inn í nýtt ár, full bjartsýni og tilhlökk- unar. Ég þakka landsmönnum samfylgdina á liðnum árum og óska lesendum velfarnaðar á nýju ári. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisstefnan áfram leiðandi afl GEIR H. HAARDE UMRÆÐAN Áramótaávarp Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi. Ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar nokkuð lengi en það sem meira er um vert er að ríkisvaldið hélt skynsamlega á ávinningi sem hlaust af einka- væðingu, virkjunum og annarri uppbyggingu, sem átti sér stað með markvissum hætti á vegum fyrri ríkisstjórnar. Róið í sitt hvora áttina Núverandi ríkisstjórn virðist ekki sjá hætturnar framundan þrátt fyrir fjölmörg varnaðarorð en flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi. Báðir stjórnarflokk- arnir höfðu uppi mikil orð um ábyrgð í ríkisfjármálum fyrir kosningar en þær yfirlýsingar eru nú týndar og tröllum gefnar, líkt og svo margt annað sem frá forystumönnum þessara flokka kom. Upp undir 20% hækkun á útgjaldalið fjárlaga 2008 frá því sem var í fjárlögum fyrir árið 2007 er ávísun á harða stýrivaxta- stefnu Seðlabankans. Afleiðingar þessa skorts á samstillingu milli stefnunnar í ríkisfjármálum og peningamálastefnu Seðlabankans kunna að vera þær að lífskjör almennings í landinu fari versn- andi á næstu árum vegna hækk- andi vaxtaálags, gengisfalls og verðbólgu. Glannaleg meðferð ríkisfjármála á tímum mikillar óvissu á mörkuðum getur reynst íslensku fjármálalífi mjög erfið og víst er að ríkisstjórnin er harð- lega gagnrýnd fyrir lausatökin. Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn eftir slæma útreið í kosningunum í vor, sem okkur fannst óverðskulduð, en verðum þó að taka mark á og draga lærdóm af. Sjálfstæðisflokknum tókst að eigna sér ávinninginn af flestum góðum málum fyrri stjórnar, en skildu okkur eftir eina í vörn í erfiðum málum og drenglyndið var ekki meira en svo að þeir byrjuðu þreifingar um stjórnarmyndun við Samfylk- ingu og Vinstri græna, áður en að kosningum kom. Þetta hafa ekki síst viðbrögð Vinstri grænna staðfest, enda kom berlega í ljós eftir kosningar að þeir töldu sig vera að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Skortur á prinsippum Ríkisstjórnin hélt velli í kosning- unum, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að binda enda á farsælt stjórnarsamstarf og leggja grunn að nýju pólitísku landslagi í land- inu, sem ef til vill verður allt annað en arkitektar Sjálfstæðis- flokksins höfðu á teikniborðinu. Prinsippleysið varð áberandi við meirihlutaslitin í Reykjavík, þegar sexmenningar réðust til atlögu við Vilhjálm fyrrverandi borgarstjóra með það að yfir- varpi að ekki mætti markaðs- væða útrásarmöguleika orku- fyrirtækjanna. Fáum mánuðum seinna stóðu sjálfstæðismenn fyrir svipuðum hlutum hjá Lands- virkjun og áður höfðu verið fordæmdir, en að vísu voru þá fundnir velþóknanlegir sam- starfsaðilar. Festa og ábyrgð í stað ósamlyndis og átaka Við félaga mína í Framsóknar- flokknum vil ég segja að við höfum fyrr lent í erfiðleikum og mótbyr. Það hafa í raun allir stjórnmálaflokkar gert en nú er mikilvægt að við framsóknar- menn höfum kraft og einurð til að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu. Ég sem formaður flokksins og við í forystu hans heitum á ykkur að hefja baráttu um allt land við að endurreisa fyrri styrk og við munum leggja nótt við dag við að skipuleggja og leiða þá bar- áttu. Við munum skerpa á stefnu- málum og baráttuaðferðum og við skulum stefna að því að ná glæstum árangri í næstu sveitar- stjórnarkosningum. Sá árangur verður síðan grunnur að fyrri styrk í landsmálum. Við framsóknarmenn munum veita þessari ríkisstjórn aðhald, ráð og drengilega stjórnarand- stöðu. Ég finn það að þjóðin er þegar farin að sakna þeirrar festu og ábyrgðar sem einkenndi stjórn landsins í okkar tíð. Landsmenn kunna lítt að meta lausatök daufgerðrar ríkisstjórn- ar við stjórn efnahagsmála. Allir finna að ósamlyndi, átök og ágreiningur hefur aldrei boðað lukku í samstarfi tveggja flokka og ég finn það glöggt að slík vinnubrögð eru almenningi ekki að skapi. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Við áramót GUÐNI ÁGÚSTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.