Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 56
48 31. desember 2007 MÁNUDAGUR Aðdáendur Ágústs Borgþórs Sverrissonar bíða með önd ina í hálsinum eftir því að komast að hvort hann sé endanlega hættur að blogga. Útgefandi hans telur líklegt að hann snúi aftur innan tíðar. „Ég get ekki svarað því. En það fóru miklu fleiri eintök en 350 frá okkur þannig að líkur eru á að hann hafi náð þessu lágmarki sínu,“ segir Steingrímur Steinþórsson, útgefandi hjá Skruddu. Ágúst Borgþór Sverrisson, rit- höfundur og einn af vinsælli blogg- urum landsins – og sem slíkur oft nefndur Bloggþór – sendi frá sér sérkennilega tilkynningu í miðju jólabókaflóði í tengslum við nýja „novellu“ sína Hliðarspor. Ef bókin myndi ekki seljast í meira en 350 eintökum þá ætlaði Ágúst Borgþór að hætta að blogga. Hann hefur nú látið af bloggskrifum og bloggsíða hans liggur í dvala. Þessi yfirlýs- ing olli nokkru uppnámi meðal velunnara og aðdáenda síðu Ágústs sem von er. Og ríkir spenna í her- búðum þeirra með hvað verður. Þeirri spennu verður ekki aflétt í bráð. Steingrímur telur þó ekki ástæðu til að örvænta. En óvissa ríkir um sölutölur meðal útgefenda því ómögulegt er að segja fyrir um það hversu mikið af útgefnum bókum skilar sér aftur úr búðum. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en ein- hvern tíma í janúar á næsta ári. „Ég þori því ekkert um það að segja. Ég er ekki alveg klár á því hversu mikið var prentað af þess- ari tilteknu bók. Það var eitthvað vel á annað þúsund. Og það er lítið eftir á brettinu.“ Að sögn Steingríms var Skrudda ekki með neinar metsölubækur þetta árið. Engin þeirra bóka sem forlagið gaf út fór í stórum upplög- um. Hins vegar hafi salan verið jöfn og gott hljóð sé í útgefendum. „Morðið á Laugalæk seldist vel sem og Morðgáta og unglingabókin Skelmir Gottskálks. Ein bókanna seldist upp en hún var reyndar ekki prentuð í stóru upplagi. Danska frúin á Kleppi,“ segir Stein- grímur. - jbg folk@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ? Friends-leikkonan Courteney Cox og eigin- maður hennar David Arquette eru með heldur óvenjulega áletrun inni í giftingarhringum sínum. Þar stendur „A deal is a deal“ eða „Samningur er samningur“. Söngkonan Lily Allen virðist ekki of upptekin af útlitinu. Hún sagðist nýlega aldrei ætla að flytja til Bandaríkjanna, þar sem konurnar þar hefðu allt of miklar áhyggjur af útlitinu. „Manni líður eins og algjöru hrói í Bandaríkjunum ef maður leggur sig ekki fram. Ég man eftir einu skipti þegar ég fór í handsnyrtingu í New York og það var kona við hliðina á mér að láta vaxa á sér handleggina, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Hún snéri sér að mér og sagði „Þú þarft að láta gera þetta bráðum.“ Ég sagði bara, „Nei! Hvað ertu að tala um?“,“ segir söngkonan. „Þar fer manni að líða illa með sjálfan sig nema maður sé algjörlega snyrtur alls staðar. Ég hata þessa nútímalegu hugsun að maður verði að fara í líkamsrækt tíu sinnum í viku, megi ekki borða hitt og þetta og verði að fara í brúnkuspraut- un. Maður lítur bara verr út af allri þessari snyrt- ingu hvort sem er,“ segir Allen. Söngkonan er sem stendur andlit hársnyrtivara að nafni Satin, sem fyrirtækið Braun framleiðir. Hún segist þó vera ánægðust með eigið hár þegar það er óhreint. „Stundum nota ég líka ákveðinn úða því mér finnst hárið á mér betra þegar það lítur út fyrir að vera dálítið skítugt – eins og daginn- eftir-hár,“ segir söngkonan. Ekki upptekin af útlitinu Leikkonan Sienna Miller varð 26 ára gömul í gær, og samkvæmt heimildum Femalefirst.co. uk átti hún von á eðalgóðum afmælisgjöfum. Kærasti Siennu, velski leikarinn Rhys Ifans, ku hafa lagt mikið á sig til að gleðja stúlkuna á afmælisdeginum. Fyrir utan alla pinklana hefur Ifans einnig skrifað ástarljóð á velsku fyrir kærustuna, en Sienna hefur einmitt verið að læra tungumálið til að sýna honum hversu alvarlega hún tekur samband þeirra. Þá hefur einnig heyrst orðrómur um að Rhys hafi ætlað sér að biðja leikkonunnar á afmælisdaginn, en þau hafa verið saman í nokkra mánuði. Vinur leikarans sagði í viðtali við The Sun að Ifans hefði safnað saman tíu afmælisgjöfum fyrir Siennu. Þær áttu að verða hluti af afar rómantísku kvöldi turtildúfnanna, með heilu fjalli af afmælis- pökkum. „Sienna er í smá aldurskrísu, og finnst eins og hún hafi ekki gert nógu mikið við líf sitt,“ segir heimildarmaður The Sun. Lífsspeki Rhys er hins vegar að lifa og njóta hvers einasta dags. Til að rífa sína heittelskuðu upp úr þessum hugsanagangi samdi hann því ljóð á velsku. Það fjallar um glæsta framtíð þeirra saman, hversu miklu Sienna hefur áorkað í lífi sínu og um að njóta augnabliksins, að sögn vinar leikarans. „Hann hefur ekki sagt neitt um bónorð, en ýjaði að því við mig að hann hefði fengið velskan hönnuð til að búa til sérstakan hring fyrir hana… sem getur bara þýtt eitt,“ segir heimildarmaðurinn. Fékk velskt ljóð í afmælisgjöf GÓÐAR AFMÆLISGJAFIR Kærasti Siennu Miller keypti handa henni haug af afmælisgjöfum, en sögusagnir herma að í haugnum hafi leynst trúlofunarhringur. ALDREI TIL BANDARÍKJANNA Lily Allen segist aldrei ætla að flytja til Bandaríkjanna þar sem konur þar séu of uppteknar af útlitinu. Bloggþór enn í súrefnistjaldi ÁGÚST BORGÞÓR Leggur bloggferil sinn að veði fyrir sölutölur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Söngkonan Rihanna segir að vel- gengni sín undanfarin misseri og frægðin sem henni fylgir hafi gert sig einmana og óhamingjusama. Söngkonan unga viðurkennir að hún eigi erfitt með að vera stöðugt í sviðsljósinu og segir að frægð- inni fylgi ekki eintómt sældarlíf, þvert á það sem margir kunni að halda. Þá segist Rihanna einnig eiga mjög erfitt að treysta því fólki sem hún vinnur með í tón- listarbransanum. „Frægðin er einmanaleg. Í fyrstu líkaði mér mjög vel við athyglina sem ég fékk en með tím- anum verður þetta verra. Lífið er einhæft og það eru sannarlega dökkar hliðar í frægðarlífinu. Á bak við velgengnina liggja vanda- mál sem valda óhamingju,“ segir Rihanna. Einmana söngkona ÓHAMINGJUSÖM Hin 19 ára gamla Rihanna líkir tónlistarbransanum við leik sem hún sé nokkuð góð í að leika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.