Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 18
18 31. desember 2007 MÁNUDAGUR Er veislan búin? Miklar sviptingar urðu á fjármálamarkaði á árinu. Allt leit vel út fyrstu mánuði ársins, þegar úrvalsvísitalan hækkaði bara og hækkaði. En þegar leið á árið hríðféll vísitalan og nú í lok árs eru hækkanir fyrri mánaða gufaðar upp. Friðrik Már Baldursson veltir fyrir sér hvort fjármálaveislunni sé lokið, eða hvort ástæða sé til að horfa bjartsýnum augum til nýs árs. G óða veislu gjöra skal“ segir í gömlu jólalagi og Íslend- ingar hafa löngum kunnað að efna til fagnaðar. En það er erfitt að ímynda sér veislu sem aldrei lýkur. Það væri þá helst hjá Óðni í Valhöll, en þar settust Ein- herjar að drykkju á hverju kvöldi eftir að hafa barist daglangt á Iðavöllum – líka hinir föllnu. Það er jafn erfitt að ímynda sér markað þar sem aldrei slær í bakseglin og veislu sem aldrei lýkur. Um mitt þetta ár virtist samt sem þetta væri viðhorfið; að flestra mati lá leiðin aðeins upp á við. Samt var aðeins rétt rúmt ár liðið frá „litlu kreppunni“ vorið 2006 þegar íslensku bankarnir lentu í verulegum vandræðum með fjármögnun og hlutabréfa- verð og gengi krónunnar lækkaði um fjórðung. Nú virðist hins vegar sem væntingarnar hafi snúist við og hlé verði á fögnuðin- um. Sviptingarnar sem urðu á íslenskum fjármálamarkaði á fyrri hluta árs 2006 gengu yfir á nokkrum mánuðum og höfðu tak- mörkuð áhrif á almenna efna- hagsþróun. Hvers vegna ætti það skeið, sem virðist í þann mund að hefjast, að vara lengur og hafa víðtækari áhrif? Verður ekki allt komið á fulla ferð eftir hálft ár eða svo? Það er ekki hægt að útiloka að það verði reyndin. En líklegra er að samdrátturinn nú vari lengur og að hjólin snúist aðeins hægar um sinn. Ástæðan er að vandræð- in 2006 voru að mestu heimasmíð- uð en nú koma þau að verulegu leyti að utan og eru líkleg til að vara um hríð. Kreppa á fjármálamörkuðum Matsfyrirtæki og aðrir erlendir greinendur gagnrýndu íslenska banka og önnur fjármálafyrir- tæki í byrjun árs 2006, meðal annars fyrir of lítil innlán á móti útlánum og fyrir víxltengt eignarhald, ógegnsæi og slælega upplýsingagjöf. Þessum hlutum var hægt að kippa í lag og það var gert með glans í dæmigerðu íslensku átaki. Til dæmis hefur Landsbankinn náð því marki að fjármagna útlán sín að þremur fjórðu með innlánum sem er mjög hátt hlut- fall, til dæmis miðað við viðskiptabanka á Norðurlönd- unum. Glitnir og Kaupþing hafa einn- ig náð góðum árangri í því að auka innlán þótt það hafi ekki gengið eins hratt og hjá Lands- bankanum. Víxleignarhaldi hefur verið nær útrýmt og gegnsæi og upplýsingagjöf hefur verið bætt. Þetta skilaði verulegum árangri og aðgangur bankanna að erlendu fé, sem snarversnaði vorið 2006, varð mun greiðari og batnaði jafnt og þétt fram eftir þessu ári. En í Bandaríkjunum var kreppa í uppsiglingu. Þar hafði fólki verið lánað fyrir kaupum á hús- næði sem það hafði ekki efni á. Þessum lánum var síðan pakkað saman í „þróaðar fjármálavörur“, og þeim vörum stundum áfram í enn þróaðri og flóknari pakka. Matsfyrirtæki á borð við Stand- ard & Poor‘s og Moody‘s gáfu mörgum af þessum pappírum toppeinkunnir svo fjárfestar töldu sig geta keypt þá með góðri samvisku án þess að vita hvað stæði á bak við í raun og veru. Þetta bar feigðina í sér: Lán til fólks sem ekki getur borgað verða ekki betri við að vera pakkað í fínar umbúðir. Það eru einmitt þessar fínu en ógegnsæju pakkn- ingar sem valda vandræðunum; umfang vandans er ekki þekkt, upplýsingar vantar og traust milli aðila á fjármálamarkaði hverfur þannig að bankar eru hræddir við að lána hverjir öðrum. Þetta er sambærilegt við það hvernig traust erlendra aðila á íslenskum bönkum veiktist vorið 2006, munurinn er að nú eru allir í sömu stöðu; vandinn er alþjóðlegur en ekki bundinn við Ísland. Það sér enn ekki fyrir endann á þessari þróun; það berast stöðugt fréttir af stórum og virtum alþjóð- legum bönkum sem upplýsa um að þeir neyðist til að afskrifa eignir. Það verður ekki fyrr en búið er að hreinsa óþverrann úr kerfinu sem það kemst í samt lag á ný. Það mun líklega taka tölu- verðan tíma að byggja upp traust á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um að nýju. Og eins og Íslending- ar komust að vorið 2006 skiptir traust öllu í bankastarfsemi. Áhrif á íslenska banka Þessi vandræði munu sennilega hafa áhrif á íslenska banka. Vöxt- ur þeirra á undanförnum árum er ævintýralegur: Eignir bankanna samsvöruðu um einni landsfram- leiðslu í árslok 2000 en voru átt- föld landsframleiðsla sex árum síðar. En þessi hraði vöxtur byggðist á góðum aðgangi að erlend- um mörkuð- um fyrir lánsfé sem var í boði á lágum vöxtum. Staðan er breytt, ekki aðeins hjá íslenskum bönkum heldur hjá öllum. Þetta lýsir sér til dæmis í því að kjör alþjóðlegra banka í viðskiptum sín á milli hafa snarversnað. Þetta hlýtur að segja til sín í lakari aðgangi að fjár- magni hjá íslenskum bönkum eins og öðrum. Það þýðir hægari vöxt og meira aðhald í útlánum og mun ekki aðeins hafa áhrif á íslensk fyrirtæki í útrás, sem hafa í tölu- verðum mæli reitt sig á bankana, heldur einnig á innanlands markað – jafnt fyrirtæki sem einstak- linga. En það eru líka tækifæri í stöð- unni. Miklar lækkanir á mörkuð- um þýða að einhver félög verða of lágt verðlögð og það myndast færi á kaupum og sameiningum fyrir- tækja sem áræðnir fjárfestar geta nýtt sér ef fjármagn fæst. Íslensk- ir bankar eru að mörgu leyti vel í stakk búnir til að taka þátt í þeim slag eftir átakið sem farið var í eftir atburðina 2006. Þeir eru vel reknir og hafa um sinn nægt lausafé. Og þeir hafa að mestu forðast hinar þró- uðu fjármálavörur sem hafa valdið vand- ræðunum á erlend- um mörkuð- um. Þetta er ótvíræð- ur styrkur. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu Viðskiptaráðs um íslenska fjármálageirann þá virð- ast bankarnir hins vegar hafa goldið fyrir það ójafnvægi sem er í íslenskum þjóðarbúskap. Að sumu leyti er þetta á misskilningi byggt, því starfsemi þeirra er í sífellt meira mæli á erlendum mörkuðum. En ef óræk merki birt- ast um að efnahagsmál hér séu á leið í jafnvægi þá ættu áhyggjur erlendra aðila af þessu atriði að minnka. Íslensku bankarnir hafa því möguleika á að halda áfram að vaxa og styðja um leið við íslensk útrásarfyrirtæki þótt sennilega hægi eitthvað á miðað við síðustu ár. Það þarf ekki að vera svo slæmt; brýningu jólalagsins um að stíga fastar á fjöl hefur kannski verið fullvel fylgt á síðustu misserum. Að takturinn hægist aðeins um sinn þannig að hægt sé að huga vel að því að festa í sessi þann árang- ur sem náðst hefur er sennilega af hinu góða fyrir bankana og fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Það munu koma ný tækifæri til sóknar þegar þessi niðursveifla er gengin yfir. Það verður ekki fyrr en búið er að hreinsa óþverrann úr kerfinu sem það kemst í samt lag á ný. Það mun líklega taka töluverðan tíma að byggja upp traust á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að nýju. INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2007 Friðrik Már Baldursson er prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og fram- kvæmdastjóri Rannsóknar- stofnunar í fjármálum við HR. Innlendir vendipunktar 2007 Fréttablaðið gerir nú upp árið með greinum um innlenda vendipunkta eftir landskunna Íslendinga. Vendi punktarnir snúast um markverðar fréttir á árinu, sem eiga það sam merkt að vera fréttir um eitthvað nýtt sem gerðist eða breytingar sem hafa áhrif til frambúðar. JÓN ÁSGEIR, HANNES SMÁRASON, MAGNÚS ÁRMANN OG JÓN SIGURÐSSON Á NÆTURFUNDI Breytingar á FL Group nú á árinu eru kannski helst lýsandi fyrir kreppuna sem varð á fjármálamarkaði þar sem úrvalsvísitalan lækkaði bara og lækkaði þegar að líða tók á árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.