Fréttablaðið - 31.12.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 31.12.2007, Síða 44
36 31. desember 2007 MÁNUDAGUR JÚLÍ Norður-Kóreumenn tilkynntu Bandaríkjamönnum um miðjan júlí að þeir hefðu lokað kjarnorku- veri sínu í Youngbyon og heimilað alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að verinu. Allt var þetta í samræmi við samkomulag sem gert var við Norður-Kóreumenn í febrúar um lokun kjarnorkuversins í staðinn fyrir rausnarlega efnahagsaðstoð frá Vesturlöndum, einkum í formi eldsneytis. ÁGÚST Gríðarlega harður jarðskjálfti reið yfir Suður-Ameríku um miðjan júlí og átti hann upptök sín skammt frá Líma, höfuðborg Perú. Yfir 500 manns létu lífið og ríflega 34 þúsund heimili voru rústirnar einar. SEPTEMBER Um miðjan september þrömmuðu hundruð búddamunka í mótmælaskyni um götur Rangún, höfuðborgar Mjanmar, sem áður hét Búrma. Á næstu vikum óx mótmælendum ásmegin uns allt að hundrað þúsund manns efndu til mótmæla 23. september. Þremur dögum síðar braut herforingjastjórn landsins mótmælin á bak aftur af mikilli hörku og voru hundruð munka handtekin í kjölfarið. Þetta voru umfangsmestu mótmæli gegn herforingjastjórninni síðan þúsundir manna létu lífið í átökum við herinn 1988. OKTÓBER Hinn 17. október samþykkti yfirgnæfandi meirihluti tyrkneskra þingmanna þingsályktun sem heimilaði tyrkneska hernum að ráðast á stöðvar kúrdískra skæruliða í norðurhluta Íraks. Þett gerðist í kjölfar þess að skæruliðar kúrda höfðu um nokkra hríð gert skyndiárásir yfir landamærin á tyrknesk skotmörk. Fulltrúar Íraka og Bandaríkjamanna mótmæltu hernaðar- áformum Tyrkja sem sögðu á móti að þolinmæði þeirra væri á þrotum. NÓVEMBER Pervez Musharraf hershöfðingi, forseti Pakistans, tilkynnti í byrjun nóvember að neyðar- lög hefðu verið sett í landinu. Öll opinber pólitísk andstaða við Musharraf var barin niður í kjölfarið og fjöldi lögfræðinga og hæstaréttardómara var handtekinn. Talið er að forsetinn hafi gripið til þessara aðgerða þar sem yfir vofði að hæstiréttur Pakistans myndi ógilda endurkjör hans til forseta- embættisins á grundvelli þess að pakistönsk lög banna hershöfðingjum að gegna embættinu. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið. DESEMBER Andstæðurnar voru augljósar í lok ársins. Á sama tíma og Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir vöruðu enn á ný við hættuástandi í Afríku sökum þurrka og hungursneyðar, bentu bandarísk stjórnvöld á hættuna vegna offitu barna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.