Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 2. janúar 2008 — 1. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bragi Jónsson er nemi við Söngskólann í Reykjavík og lýkur sjötta stigi í vor. „Ég hef verið viðloðandi tónlist síðan ég var krakki. Það var mikið um tónlist á mínu æskuheimili, for- eldrar mínir í kór og systkini mín þrjú í tónlistar- skóla. Síðan söng ég sjálfur í kirkjukór Garðskirkju í Kelduhverfi sem krakki,“ segir Bragi Jónsson, 22 ára nemi í Söngskóla Reykjavíkur.Bragi býr nú í Sandgerði ogkórnum Þ f mál. „Maður raular alltaf eitthvað á leiðinni og notar tímann til að hita aðeins upp,“ segir hann hlæjandi. Söngnemar verða að ná tveimur stigum á píanó samhliða söngnámi en Bragi þarf ekki að hafa áhyggj- ur af því. „Ég var í tónlistarnámi sem barn og lærði þá á trompet og píanó og þarf þar af leiðandi ekki að stunda það nám samhliða söngnum “ útský i og segist vera hrifna t Þýskar óperur heilla mest Námskeið af ýmsum toga eru vinsæl enda leitast fólk sífellt við að kunna meira í dag en í gær. Myndlistar-skólinn í Reykjavík býður upp á allra handa listnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. www.myndlistarskolinn.is Mímir símenntun býður upp á margs konar námskeið. Íslenska fyrir útlend-inga vegur þar þungt en þau námskeið eru í boði bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þau eru haldin á morgnana og kvöldin og hægt að velja um nokkra staði í bænum. www.mimir.is Vefsíðan www.netla.khi.is er veftímarit um uppeldi og menntun gefið út af Kennarahá-skóla Íslands. Síðan spratt upp úr starfi áhugahóps um slíka útgáfu við skólann en þar eru birtar ritrýndar fræðigreinar, greinar af almennari toga, erindi, frá-sagnir af þróunarstarfi og margt fleira. KAUPMANNAHÖFN – LA VILLAHeimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.Geymið auglýsinguna.www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 FR ÉTTAB LA Ð IÐ /G VA Bragi er alinn upp í tónelskri fjöl-skyldu og því kom ekki á óvart að hann kaus að leggja sönginn fyrir sig. 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Miðvikudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 37% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 43% 67% B la B l Mikilvægasta máltíð ársins BRAGI JÓNSSON Heillast mest af þýskum óperum Nám Í MIÐJU BLAÐSINS Lögbirtingablaðið aldargamalt Lögbirtingablaðið hefur verið gefið út óslitið síðan 1908. Hönnun þess hefur ekki breyst mikið. TÍMAMÓT 24 GUNNLAUGUR HELGASON Kynnir í nýjum sjónvarpsþætti Svipar til áströlsku þáttanna The Block. FÓLK 42 SIGURJÓN KJARTANSSON Á kafi í handritagerð Þrjár þáttaraðir í bígerð. FÓLK 42 Tommy Lee til landsins Rokkstjarnan kemur fram í Burn-partíi í janúar. FÓLK 30 FÓLK Þorgrímur Þráinsson stendur í samningavið- ræðum við danskt forlag um útgáfu á bók sinni, Hvernig gerirðu konuna þína hamingju- sama. Þýskir og bandarískir útgefendur hafa einnig sýnt bókinni áhuga, að sögn Þorgríms. Hann segist hafa hugsað bókina fyrir erlendan markað. Þorgrímur telur að um sex þúsund bækur hafi selst. „Ég væri vanþakklátur ef ég væri ekki ánægður með þá sölu en ég skal líka alveg viðurkenna að ég bjóst við meiru miðað við umfjöllunina sem bókin fékk,“ segir Þorgrímur. - sun / sjá síðu 42 Þorgrímur Þráinsson í útrás: Semur við danskt forlag HLÝNAR SÍÐDEGIS Í dag verður fremur hæg breytileg átt, en þó austan strekkingur syðst. Rigning suðaustan um hádegi og víða væta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis og í kvöld. Þykknar upp norðaustan til í dag. Hægt hlýnandi. VEÐUR 4    Toppliðin unnu Arsenal, Man. Utd. og Chelsea unnu öll sína leiki í gær. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG ÁVÖRP Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að sækjast eftir endurkjöri í embætti forseta Íslands. Þetta kom fram í nýársávarpi hans í gær. „Sé það nú á nýju ári vilji Íslendinga að ég beri áfram þessa ábyrgð er ég fús að axla hana,“ sagði forsetinn. Kosið verður í sumar. Í ávarpinu vék forsetinn meðal annars að stöðu íslenskrar tungu og gagnrýndi hugmyndir um tví- tyngda stjórnsýslu. „Móðurmálið býr yfir slíkum krafti til nýsköp- unar að einungis hugarleti eða tískudaður eru afsökun fyrir því að veita enskunni nú aukinn rétt,“ sagði hann. Þá ræddi forsetinn um orku- útrásina og sagði hana geta „styrkt til muna stöðu Íslands, veitt ungu fólki sem áhuga hefur á jarðfræði, náttúruvísindum, verkfræði og tæknistörfum fjölþætt tækifæri til að nýta menntun sína. Um leið hjálpum við öðrum þjóðum að virkja hreinar orkulindir og eflum baráttuna gegn breytingum á lofts- laginu, tökum öflugan þátt í brýn- asta verkefni þessarar aldar.“ Forsetinn lauk ávarpi sínu á hugleiðingu um auðhyggju og hvatti landsmenn til að „ganga hægar um gleðinnar dyr, nema staðar um stund og hugleiða hvað skiptir mestu.“ - sh Forseti Íslands sagðist í nýársávarpi sínu vilja sitja fjórða kjörtímabilið í röð: Ólafur sækist eftir endurkjöri FORSETI ÍSLANDS Sitji Ólafur Ragnar eitt kjörtímabil enn hefur hann gegnt forsetaembættinu í sextán ár. Það hefur einungis Vigdís Finnbogadóttir gert til þessa. DULMÁL Dulmálssérfræðingar hafa fengið leyfi fyrir því að grafa skurð á Kili í leit sinni að heilög- um kaleik Jesú Krists og öðrum dýrgripum musterisriddara. Þórarinn Þórarinsson arkitekt ritaði hreppsnefnd Hrunamanna- hrepps bréf þar sem hann óskaði eftir heimild til að grafa tveggja metra djúpan skurð til leitarinnar. Sú heimild var veitt. Honum til liðsinnis verður ítalski verkfræð- ingurinn og dulmálssérfræðingur- inn Giancarlo Gianazza, sem telur sig hafa ráðið flóknar vísbending- ar fornra skálda og listmálara um að dýrgripir riddaranna hafi verið grafnir í stórri leyni- hvelfingu í Skip- holtskrók á Kili. „Sterkar vís- bendingar eru um að lausn þessarar gátu teygi anga sína til Íslands,“ segir í bréfinu. Meðal annars hefur Gian- azza bent á að tiltekin mynstur í málverkinu Síðustu kvöldmáltíð- inni eftir Leonardo da Vinci sam- svari línum í landslagsmyndum af Skipholtskróki. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri í Hrunamannahreppi, segir málið áhugavert. „Þótt við höfum okkar efasemdir finnst okkur þetta engu að síður spennandi,“ segir hann. „Þegar þetta kom upp á yfir- borðið kom reyndar í ljós að menn á Íslandi og meira að segja hér í Hrunamannahreppi hafa verið að lesa um þetta mál í eldgömlum fræðum.“ - gar / - sh / sjá síðu 6 Ætla að grafa eftir kaleik Krists á Kili Leyfi hefur fengist fyrir að grafa skurð í Skipholtskrók á Kili í leit að ævafornum dýrgripum. Dulmálssérfræðingar segja sterkar vísbendingar um að musteris- riddarar hafi grafið þar dýrgripi sína, meðal annars hinn heilaga kaleik Krists. ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON VÉLARVANA Í KÓPAVOGI Tveir gúmbátar voru sendir í Kópavog á þriðja tímanum í gær þar sem þriggja tonna Sómabáturinn Birna var vélarvana og rak í átt að landi. Innan- borðs var einn maður. Honum var bjargað um borð í annan gúmbátinn og fluttur í land. Björgunarbáturinn Stefnir dró bátinn til hafnar. Engan sakaði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Eldinum yfirsterkari Bóndinn á Stærra-Árskógi segir kærleikann eldinum yfirsterkari. Sveitungar hjálpa honum að endurreisa fjósið sem brann. TILVERA 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.