Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 38
34 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Luka Kostic, þjálfari U-17 og U-21 árs landsliða karla í knatt- spyrnu, hlaut á dögunum viðurkenningu Alþjóðahússins fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi og var það forsetinn, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti honum verðlaunin við hátíðlega athöfn í Alþjóðahúsinu. „Þetta var mikill heiður og ég er svakalega ánægður með þessa viðurkenningu,“ sagði Luka og ítrekaði ást sína á Íslandi. „Eins og menn segja, Ísland, best í heimi. Það er dásamlegt að búa á Íslandi og mér hefur liðið vel hérna á þeim átján árum sem ég hef búið á landinu og ég var mjög heppinn að hafa komið hingað. Ég kynntist strax mikið af fólki í gegnum fótboltann og ég held að það hafi hjálpað mér mikið í byrjun að vera í íþróttum. Mér fór að líða vel strax frá fyrsta degi og líður enn vel í dag,“ sagði Luka og kvaðst afar ánægður og stoltur af starfi sínu með ungmennalandsliðunum. „Það eru mikil forréttindi fyrir mig að vera að vinna með strákunum og þarna eru samankomnir efnilegustu knatt- spyrnumenn landsins. Þetta er mjög gefandi starf og það heldur mér líka ungum að vera að þjálfa þessa skemmti- legu stráka,“ sagði Luka sem bíður spenntur eftir komandi verkefnum með strákunum. „Við erum með tvær æfingar í mánuði hjá báðum liðunum og við höfum valið 36 stráka til þess að mæta á æfingar hjá U-17 ára landsliðinu strax í byrjun janúar. Næsta stóra verkefni hjá þeim verður líklega Norðurlanda- mótið og svo leikir í undankeppni EM 2009 næsta haust. Hjá U-21 er það riðlakeppni fyrir EM 2009 sem fer aftur aftur af stað strax í febrúar þegar Ísland mætir liði Kýpur.“ U-21 árs landslið Íslands er sem stendur í þriðja sæti riðils síns þegar þrír leikir eru eftir í riðlinum og er í harðri baráttu við Slóvakíu um annað sætið. LUKA KOSTIC, ÞJÁLFARI U-17 OG U-21 ÁRS LANDSLIÐA KARLA: HLAUT SÉRSTAKA VIÐURKENNINGU ALÞJÓÐAHÚSSINS Leið vel á Íslandi frá fyrsta degi og líður vel enn > Snæfell og Þór mætast í dag Leikur Snæfells og Þórs frá Akureyri í karladeild Iceland Express í körfubolta, sem fara átti fram 30. desember en var frestað vegna slæms veðurs, fer fram í dag kl. 19.15 í Stykkis- hólmi. Liðin eru sem stendur í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar með átta stig hvort og því má búast við hörkuleik. Liðin unnu bæði síðustu leiki sína í deildinni en það er um mán- uður síðan leikirnir fóru fram. Snæfell lagði þá Grindavík 82- 95 í Grindavík og Þór sigraði Fjölni 84-88 í Grafarvogi. HANDBOLTI Handknattleikskappinn Logi Geirsson hefur ekki verið í leikmannahópi Lemgo síðustu þrjá leiki. Er það óvanalegt fyrir Loga sem jafnan er á meðal lykilmanna liðsins. Ástæðan er sú að Logi veiktist og var frá í heila viku í undirbúningnum fyrir leikina og var því ekki heill heilsu. Logi sagði við Fréttablaðið í gær að hann væri hægt og rólega að koma sér inn í leikmannahópinn á ný eftir veikindin en þjálfarinn vildi eðlilega ekki hafa leikmenn í hópnum nema þeir væru tilbúnir í slaginn og heilir heilsu. „Þetta er bara harður heimur atvinnumennskunnar og partur af þessu. Ég gat ekkert undirbúið mig fyrir leikina sökum veikinda og var ekki í hópnum fyrir fyrsta leik- inn. Þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig mjög vel,“ sagði Logi. Samkeppnin í liði Lemgo er hörð en leikmannahópur félagsins er eitt stærstu liðanna í þýsku úrvals- deildinni. Logi lætur deigan þó ekki síga frekar en fyrri daginn. „Þetta er ekkert til að væla yfir,“ sagði kappinn sem er nú farinn að einbeita sér að næsta verkefni, Evrópumótinu í Noregi með íslenska landsliðinu. „Það er gott að vera kominn heim og kúpla sig aðeins út úr þessu. Nú koma bara ný markmið og ný samkeppni,“ sagði Logi sem segist vera í formi lífs síns um þessar mundir. - hþh Logi Geirsson hefur ekki spilað þrjá síðustu leiki með Lemgo: Partur af atvinnumennskunni LEIKMANNAHÓPURINN Sigurður Arnarson (FH) Svavar Ólafsson (Stjarnan) Arnór Stefánsson (ÍR) Sigurður Ágústsson (FH) Ólafur Guðmundsson (FH) Aron Pálmarsson (FH) Heimir Óli Heimisson (Haukar) Tjörvi Þorgeirsson (Haukar) Róbert Aron Holstert (Fram) Kristján Örn Arnarsson (Haukar) Guðmundur Árni Ólafsson (Selfoss) Jónatan Vignisson (ÍR) Einar Héðinsson (Selfoss) Oddur Grétarsson (Þór) Bjarki Már Elísson (Selfoss) Ragnar Jóhannsson (Selfoss) HANDBOLTI Íslenska ungmenna- landsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri hreppti silfursætið á sterku móti í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Nafnarnir Einar Andri Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá FH, og Einar Guð- mundsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Selfossi, stýra liðinu sem undirbýr sig nú fyrir Evrópu- mótið í Tékklandi næsta sumar. Spila stóra rullu í 1. deildinni Strákarnir eru fæddir á árunum 1990 og 1991 og spila flestir þeirra með meistaraflokki. „Það eru nokkrir sem spila stórt hlutverk hjá liðum sínum í 1. deildinni,“ segir Einar Andri um hópinn. Erfitt er að meta styrkleika landsliðsins þar sem þessi aldurs- flokkur er tiltölulega nýr af nál- inni. Liðið hefur aðeins spilað ell- efu leiki en íslensk lið hafa náð góðum árangri á Partille Cup sem haldið er árlega í Svíþjóð. „FH vann það mót til að mynda fyrir tveimur árum og fleiri lið hafa náð góðum árangri þar,“ segir Einar Andri. Undirbúningurinn er í fullum gangi og góður árangur á Hela Cup var kærkominn árangur fyrir spennandi ár sem framundan er hjá liðinu. „Við unnum Pólverja fyrst þar sem við höfðum leikinn í höndum okkar nánast allan tím- ann. Svo töpum við illa fyrir Frökkum þar sem þeir keyrðu yfir okkur og unnu með fimmtán marka mun. Síðan unnum við sterkt úrvalslið Saar-héraðs sem meðal annars vann Pólverja,“ segir Einar Andri um riðlakeppnina sem spiluð var á einum degi. „Við unnum síðan Þjóðverja í undanúrslit- unum sem er frábær árangur. Við komumst einu sinni yfir í leikn- um, þegar tuttugu sekúndur voru eftir og sýndum mikinn karakter með því að vinna eftir að hafa verið sjö mörkum undir í síðari hálfleik. Við bættum leik okkar svo mikið í úrslitaleiknum gegn Frökkum þar sem við lékum af eðlilegri getu en töpuðum með fjórum mörkum. Við minnkuðum muninn í eitt mark þegar sjö mín- útur voru eftir en þá var blaðran sprungin,“ sagði Einar. Undankeppni EM á Íslandi Ísland spilar við Tyrki, Letta og Finna í riðli sínum fyrir undan- keppni EM. Riðillinn verður leikinn hér á landi í maí. „Það er ekki spurning að við eigum að vinna þessi lið, þrátt fyrir að við vitum lítið um þau,“ segir Einar Andri en markið er sett hátt á Evrópumót- inu, þangað sem liðið ætlar sér. „Við eigum að komast þangað og góður árangur þar er vel mögu- legur. Við erum nógu vitlausir til að hugsa um að við eigum að geta orðið Evrópumeistarar,“ segir Einar kíminn. „Við gerum okkur miklar vonir með þetta lið og við stefnum hátt. Árangurinn á Hela Cup kom okkur ekki mikið á óvart,“ segir þjálfarinn. Hann segir að Ísland sé líklega meðal sterkustu liða Evrópu og eigi að geta komist í undanúrslit á EM. „Ég ímynda mér að Frakkar, Þjóðverjar, Norðmenn, Svíar, Danir og við séum meðal sterkustu liða Evrópu ásamt austantjaldslöndum á borð við Serba og Króata. Það er erfitt að meta þennan aldurs- flokk núna en við erum að reyna að átta okkur á þessu.“ Engu að kvíða í framtíðinni Einar segir að þessir framtíðar- landsliðsmenn Íslands hafi alla burði til að halda áfram merkjum Íslands á alþjóðavísu á lofti. „Ég held að það sé óhætt að segja að við gerum miklar væntingar til þessa hóps. Strákarnir gera líka miklar væntingar til sín sjálfir. Þeir eru vanir toppbaráttu og ætla sér mikið,“ segir Einar Andri. „Þetta er næsta kynslóð í lands- liðinu okkar. Einstaklingar bæði í undir 20 ára liðinu og 18 ára liðinu eiga eftir að spila fyrir landsliðið, það er ekki spurning. Við erum ekki með mikla breidd en við fáum alltaf upp einstaklinga sem enda í atvinnumennskunni. Ég held að það sé engu að kvíða í íslenskum handbolta,“ sagði Einar sem er ánægður með stuðninginn sem býr að baki liðinu. „Við fáum mjög góðan stuðning frá HSÍ og umgjörðin í kringum liðið er mjög góð. Við fáum allt sem við biðjum um og það er virki- lega vel að þessu staðið hjá sam- bandinu enda mikilvægt að hlúa að þessu drengjum,“ sagði Einar Andri að lokum. - hþh Þurfum ekki að kvíða framtíðinni Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri er í blússandi sókn og náði góðum árangri á sterku móti nýverið. Það býr sig nú af kappi fyrir EM í sumar þar sem markið er sett hátt. ANNAR ÞJÁLFARANNA Einar Andri Einarsson er annar þjálfara liðsins. TRYLLTUR DANS Íslenska liðið dansaði til sigurs á Þjóðverjum á Hela Cup í lok desember. MYND/SVERRIR REYNISSSON LOGI Er tilbúinn í slaginn á EM í feikna- formi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Grétar Rafn Steinsson tryggði liði sínu AZ Alkmaar sigur gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Markið skoraði Grétar með þrumuskoti fyrir utan vítateig en í viðtali við opinbera heimasíðu AZ Alkmaar tók hann sérstaklega fram ánægju sína með að skora sigurmark í fyrsta skipti á ferlinum. „Við sköpuðum okkur mörg færi í fyrri hálfleik og á venjuleg- um degi hefðum við nýtt þau og unnið leikinn örugglega. Eftir að Julian Jenner fékk rauða spjaldið á 64. mínútu varð þetta eðlilega mjög erfitt fyrir okkur. Við sýndum aftur á móti mikinn karakter í því að vinna leikinn,“ sagði Grétar einnig í viðtalinu. - hþh Grétar Rafn Steinsson: Ánægður með sigurmarkið FÓTBOLTI Eftir dapurt gengi að undanförnu hefur stjórn Hearts ákveðið að ráða nýjan knatt- spyrnustjóra. Aðstoðarþjálfarinn Stephen Frail og Anatoly Koro- bochka, yfirmaður knattspyrnu- mála, hafa stýrt liðinu frá því Valdas Ivanauskas yfirgaf félagið í mars á síðasta ári. Frail tekur nú einn við liðinu til bráðabirgða en Korobochka fer til fyrri starfa. Stjórarnir John Robertson, George Burley, Graham Rix og Ivanauskas hafa allir komið og farið síðan Vladimir Romanov eignaðist klúbbinn árið 2005. - hþh Lið Eggerts G. Jónssonar: Ætlar að ráða nýjan stjóra EGGERT Er í tíunda sæti deildarinnar ásamt félögum sínum í Hearts. GOLF Heimasíðan kylfingur.is stendur fyrir kosningu á höggi ársins og eru þar þrír kylfingar nefndir til sögunnar. Fyrst er það Ottó Sigurðsson sem fór holu í höggi á 13. braut á Urriðavelli í úrslitaviðureigninni í Íslandsmótinu í holukeppni. Svo eru það tvö högg fyrir fugli sem annars vegar Birgir Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigur- bergsson náðu á ögurstundu. Birgir Leifur náði fugli á næstsíðustu holu á lokahringnum á úrtökumótinu fyrir Evrópu- mótaröðina þegar hann vippaði beint í holu úr erfiðri stöðu í brekku. Björgvin náði fugli á næstsíðustu holu á lokahring á Íslandsmótinu í höggleik. - óþ Kylfingur.is er með kosningu: Hver átti högg ársins í golfinu? ÖFLUGUR Björgvin Sigurbergsson átti eitt af höggum ársins að mati heima- síðunnar kylfingur.is. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.