Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 4
4 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR KENÍA, AP Talið er að á bilinu þrjá- tíu til fimmtíu manns, þar á meðal mörg börn, hafi brunnið inni þegar kveikt var í kirkju í Kenía í gær. Fjöldi látinna í óeirðum sem þar hafa geisað eftir forsetakosn- ingarnar um síðustu helgi er nú talinn vera allt að 300 manns. Hundruð manna höfðu leitað skjóls í kirkju í bænum Eldoret þegar eldur var lagður að henni. Bærinn hefur farið mjög illa út úr óeirðunum, þar hafa fjölmörg hús verið brennd og vegum verið lokað. Óeirðirnar í landinu brutust út þegar tilkynnt hafði verið um sigur forsetans Mwai Kibaki í kosningunum. Kibaki er úr ætt- bálknum Kikuyu, sem er stærsti ættbálkur landins. Andstæðingur hans, Raila Odinga, er úr öðrum stórum ættbálki, Luo. Ættbálka- deilur hafa löngum sett svip sinn á landið, en Kikuyu-fólk hefur verið sakað um að nota yfirburði sína í stjórnmálum og viðskiptum til þess að eyðileggja fyrir öðrum ættbálkum. Stuðningsmenn Odinga sögðu strax eftir kosningarnar að þar hefðu verið brögð í tafli. Eftirlits- menn með kosningunum, bæði frá Kenía og frá Evrópusambandinu, hafa einnig sagt að þörf sé á óháðri rannsókn á kosningunum til þess að hægt verði að skera úr um nið- urstðður og lögmæti þeirra. Að sögn Ómars Valdimarsson- ar, sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Naíróbí, er allt með kyrr- um kjörum í höfuðborginni, versl- anir eru lokaðar og fáir á ferli. „Þarna er fólk ákaflega von- svikið yfir því að þessar kosning- ar hafi ekki gefið ótvíræðar nið- urstöður,“ segir séra Jakob Á. Hjálmarsson. Hann á að halda til Kenía á föstudaginn, þar sem hann flýgur til Naíróbí. Þaðan á leið hans að liggja norðvestur eftir landinu, inn á svæði þar sem mikil átök eru. „Ég var þarna á ferðinni í fyrra og er því orðinn svolítið kunnugur landsháttum þarna. Þessi von- brigði og heitu tilfinningar skýr- ast kannski einna helst af því að það hefur verið þróun í þá átt að viðhafa heiðarlega starfshætti á opinberum vettvangi og leggja spillingu að baki. Þetta eru því enn meiri vonbrigði fyrir fólkið.“ Jakob segir að svo virðist sem djúp gjá sé að myndast í þjóðfé- laginu. „Þó virðast nokkrar vonir vera bundnar við að það verði talið aftur og gerð verði rannsókn á kosningunum.“ thorunn@frettabladid.is                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+,  ./ 0+, /1 -+, /1 *+,  ./ 2+,1 ./ 0+,  ./ 3+,  3+,  ./ -+,  ./ 3+, /  4+, -2+,  ./ -0+, *3+,           !"  "  ##  $%&    '( ) &*  +' &   $$ & , & (+"   ##  )# "  $ $( "$ '*  $ "  -  +' & $+( $  +" $$ ) & '.$ "  )%$     $* /  ( (+"  (  /#+($!  " "  & $$   )  +"   !  #.) 0 $$  + )* 123 42 4 5 !" $$ & +" $#,%* 6  "  $ "$*  7 $"* 56 6       7  8"  "   6  8" 9* " $$+ 0 '! " :  ;  <  <  = =  < < > = = > 7 7 > >:  < = =< ÁVÖRP „Það er brýnt að stórefla þátt kristinfræði í skólanum, jafn- framt aukinni fræðslu í almenn- um trúarbragðafræðum,“ sagði herra Karl Sigurbjörnsson biskup í nýárspredikun sinni í Dómkirkj- unni í gærmorgun. Biskup sagði menningu þjóðar- innar grundvallast á kristnum gildum. „Það er alvarlegt ef börn- in okkar rofna úr tengslum við þjóðararfinn, bókmenntir okkar og ljóð. Því skal ítreka hve háska- samt það er ef kynslóðir vaxa úr grasi skilningsvana og ólæsar á þann grundvallarþátt menningar og samfélags sem trúin er og sið- urinn,“ sagði biskup og lýsti áhyggjum sínum af lökum árangri íslenskra unglinga í PISA-könnun- inni svokölluðu. Hann flutti hluta úr sálminum Heyr, himna smiður eftir Kolbein Tumason, sem saminn var fyrir 800 árum, og tók hann sem dæmi um mikilvægi þess að viðhalda tungumálinu. „Þvílíkur fjársjóður sem við eigum í íslenskri tungu! Enga orkulind eigum við öflugri, enda auðsuppsprettu dýrmætari.“ Þá sagði hann deilur um nýja Biblíuþýðingu af hinu góða. Biblí- an ætti skilið að vekja umtal, og þyldi að vera brotin til mergjar. Fyrir altari þjónuðu miðborgar- prestur og dómkirkjuprestur. - sh Biskup segir brýnt að efla kristinfræði- og trúarbragðakennslu í skólum: Biskup vill meiri kristinfræði BISKUP ÍSLANDS Segir deilur um nýja biblíuþýðingu af hinu góða. Skemmdarfíkn í kirkjugarði Skemmdarvargar fóru um kirkjugarð í Helsingjaborg í Svíþjóð á gamlárs- kvöld og veltu stórum grafsteinum um koll og skemmdu. Minnst 38 grafir urðu fyrir barðinu á skemmd- arvörgunum, að sögn sænska dagblaðsins Aftonbladet. SVÍÞJÓÐ Þrjátíu manns brunnu inni í átökum ættbálka í Kenía 250 manns hafa látið lífið í óeirðum í kjölfar forsetakosninga í Kenía. Kosningaeftirlitsmenn fara fram á rannsókn. Fólk er mjög vonsvikið og djúp gjá er að myndast í þjóðfélaginu, segir séra Jakob Á. Hjálmarsson. ÁTÖK Í KENÍA Maður flýr með börnum sínum frá átakasvæðum í fátækrahverfi í Naíróbí í gær. Íkveikjur, lögregluárásir og átök milli ættbálka hafa geisað í Kenía undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÍRAN, AP Maður hefur verið handtekinn í Íran, grunaður um að hafa komið af stað orðrómi um morðsamsæri gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Orðróm- urinn var á þá leið að myrða ætti Pútín í heimsókn hans til Írans í október. Stjórnvöld í Rússlandi greindu frá því í október að þeim hefðu borist ábendingar um að reynt yrði að ráða Pútín af dögum í Íran. Þrátt fyrir það fór forsetinn til Írans og ræddi við íranska leiðtoga. Ekki hefur verið greint frá því hver hinn handtekni er. - þeb Maður í haldi Írana: Handtekinn fyrir orðróm LÖGREGLUMÁL Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálkunni á Vesturlandsvegi við Vestfjarða- veg þar sem heitir Hraunsnef síðdegis í gær. Bíllinn stakkst út í skafl og var dreginn upp aftur. Perur brotnuðu í ljósum á bílnum en ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Ökumenn á tveimur bílum fóru út af á gatnamótunum við Vatnaleið á Snæfellsnesi í gærkvöld. Engar skemmdir urðu á bílunum og ökumennirnir sluppu ómeiddir. Lítið var um slys að öðru leyti í umferðinni um helgina. - ghs Nokkur umferðaróhöpp: Missti stjórn og rann út af SLYSALÍTIÐ Þrír ökumenn misstu stjórn á bílum sínum í hálkunni í gær en umferðin gekk vel að öðru leyti um mestallt land. Tjá sig ekki um tígrisdýrið Bræðurnir tveir, sem slösuðust alvar- lega í árás tígrisdýrs í dýragarðinum í San Francisco, hafa enn ekkert tjáð sig um árásina. Ásakanir hafa komið fram um að drengirnir hafi espað dýrið upp og þannig valdið því að það stökk yfir veggi í búri sínu. BANDARÍKIN GENGIÐ 31.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,9954 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,85 62,15 123,99 124,59 90,95 91,45 12,194 12,266 11,408 11,476 9,657 9,713 0,5516 0,5548 97,69 98,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.