Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 40
36 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Enska úrvalsdeildin: Fulham-Chelsea 1-2 1-0 Danny Murphy (10.), 1-1 Salomon Kalou (54.), 1-2 Michael Ballack (62.). Middlesbrough-Everton 0-2 0-1 Andy Johnson (67.), 0-2 James McFadden (72.). Arsenal-West Ham 2-0 1-0 Eduardo Da Silva (2.), 2-0 Emmanuel Adebayor (18.). Man. Utd.-Birmingham 1-0 1-0 Carlos Tevez (25.). Reading-Portsmouth 0-2 0-1 Sol Campell (9.), 0-2 John Utaka (66.). Aston Villa-Tottenham 2-1 1-0 Olof Mellberg (41.), 1-1 Jermain Defoe (79.), 2-1 Marin Laursen (85.). STAÐAN Í DEILDINNI: Arsenal 21 15 5 1 42-16 50 Man. Utd. 21 15 3 3 38-11 48 Chelsea 21 13 5 3 33-16 44 Liverpool 19 10 7 2 33-12 37 Everton 21 11 3 7 37-22 36 Aston Villa 21 10 6 5 37-27 36 Man. City 20 10 6 4 27-22 36 Portsmouth 21 9 7 5 31-20 34 Blackburn 20 8 6 6 27-28 30 West Ham 20 8 5 7 25-19 29 Newcastle 20 7 5 8 27-31 26 Tottenham 20 6 6 8 41-36 24 Reading 21 6 4 11 29-44 22 M‘brough 21 5 5 11 18-35 20 Birmingham 21 5 4 12 22-32 19 Bolton 20 4 5 11 22-32 17 Sunderland 20 4 5 11 20-39 17 Wigan 20 4 4 12 20-36 16 Fulham 21 2 9 10 22-37 15 Derby 20 1 4 15 10-45 7 MARKAHÆSTU LEIKMENNIRNIR: Cristiano Ronaldo, Man. Utd. 13 Emmanuel Adebayor, Arsenal 12 Nicolas Anelka, Bolton 10 Robbie Keane, Tottenham 10 Roque Santa Cruz, Blackburn 10 Benjani, Portsmouth 9 Fernando Torres, Liverpool 9 Yakubu, Everton 9 Dimitar Berbatov, Tottenham 8 Dave Kitson, Reading 8 Carlos Tevez, Man. Utd. 8 FLESTAR STOÐSENDINGAR: Cesc Fabregas, Arsenal 11 Dimitar Berbatov, Tottenham 8 Salomon Kalou, Chelsea 8 Nicky Shorey, Reading 8 Ashley Young, Aston Villa 8 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Chris Mort, stjórnarfor- maður Newcastle, hefur ítrekað í fjölmiðlum að starf Sam Allar- dyce, knattspyrnustjóra liðsins, sé ekki í hættu þrátt fyrir miklar vangaveltur þess efnis að Mike Ashley, eigandi liðsins, vilji losa sig við Stóra Sam. „Það er verið að orða nýja og nýja menn við stjórastöðuna hjá Newcastle og við erum ekki einu sinni að leita að nýjum stjóra. Mér finnast þessar vangaveltur vera orðnar dálítið þreytandi,“ sagði Mort en Newcastle-hetjan Alan Shearer og Martin Jol hafa meðal annarra verið orðaðir við starfið á undanförnum dögum og vikum. Allardyce virðist sjálfur pollrólegur yfir þessu öllu saman. „Ég hef engar áhyggjur hvað varðar Ashley og Mort. Þeir finna alveg fyrir pressunni eins og ég og við látum ekki utanaðkomandi áhrif stjórna okkur. Hvað varðar Alan Shearer, þá er hann mikils metinn hér í Newcastle og verður það áfram og það breytir stöðu minni ekkert,“ sagði Stóri Sam keikur. - óþ Chris Mort, Newcastle: Erum ekki að leita að stjóra KEIKUR Stóri Sam lætur sögusagnir um framtíð sína hjá Newcastle ekki á sig fá. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fulham og Chelsea mætt- ust í Lundúnaslag í ensku úrvals- deildinni í hádeginu í gær og Roy Hodgson, nýráðinn stjóri Fulham, varð að sætta sig við tap í sínum fyrsta leik með liðið. Hodgson fékk óskabyrjun á þjálfaraferli sínum hjá Fulham þegar liðið fékk dæmda víta- spyrnu strax á 10. mínútu gegn Chelsea eftir að Joe Cole brá Moritz Volz í teignum en snerting- in virtist þó ekki vera mikil. Danny Murphy skoraði af öryggi úr spyrnunni og Ful- ham því óvænt komið með forystu í leiknum. Chelsea virkaði kraftlítið í fyrri hálf- leik og staðan var enn 1-0 þegar fyrri hálfleikur var flautaður af. Í seinni hálfleik mætti allt annað Chelsea-lið til leiks og Fulham átti í erfiðleikum með hratt spil liðs- ins. Salomon Kalou jafnaði leikinn með skalla eftir að hornspyrna Julianos Belletti hafði ratað á koll- inn á Alex og þaðan til Kalou sem stangaði boltann af miklu harð- fylgi. Þjóðverjinn Michael Ball- ack sá svo um að innbyrða sigur Chelsea með því í fyrsta lagi að fiska vítaspyrnu eftir baráttu við Clint Dempsey í vítateig Fulham og svo í öðru lagi að skora úr spyrnunni. Markið reyndist sigur- mark leiksins og Chelsea náði að styrkja stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og Avram Grant, stjóri liðsins, var afar sáttur í leikslok. „Við höfum tekið 12 stig yfir hátíðirnar og það er mikið ánægju- efni. Við fórum rólega af stað í þessum leik eins og virðist jafnan vera þegar við leikum snemma dags, en við náðum að koma til baka og skora tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri,“ sagði Grant en starfsbróðir hans Roy Hodgson á erfitt verk fyrir hönd- um í fallbaráttunni með Fulham þó svo að ákveðin batamerki hafi verið á liðinu í leiknum. „Það er alltaf svekkjandi þegar maður tapar með mörkum úr föst- um leikatriðum því það er alltaf hægt að koma í veg fyrir þau. Sumir myndu segja að brotið hefði verið á Ballack og sumir myndu segja að þetta hefði alls ekki verið víti, en ég er sáttur við framlag leikmanna minna og baráttu,“ sagði Hodgson. - óþ Chelsea hafði betur gegn Fulham í fyrsta leik liðsins undir stjórn Roy Hodgson í ensku úrvalsdeildinni í gær: Ballack bjargaði Chelsea í Lundúnaslag LEIÐTOGI Michael Ballack bar fyrir- liðaband Chelsea í fjarveru John Terry og Frank Lampard í gær og skoraði sigurmark leiksins. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Englandsmeistarar Manchester United og topplið Arsenal voru í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í gær og nældu sér bæði í þrjú stig. Arsenal tók forystu þegar rétt rúm mínúta var liðin af leiknum gegn West Ham með stórglæsi- legu marki Eduardo Da Silva. Cesc Fabregas átti þá hnitmiðaða sendingu á Da Silva sem tók bolt- ann á kassann og afgreiddi hann svo glæsilega í fjærhornið og Robert Green, markvörður West Ham, átti aldrei möguleika. West Ham reyndi að svara og komst nálægt því þegar Anton Ferdin- and átti skot eftir hornspyrnu sem Gael Clichy bjargaði á línu. Arsenal var hins vegar ekki hætt og á 18. mínútu átti umræddur Clichy sendingu inn fyrir vörn West Ham á Emmanuel Adebayor sem lék á Green og var þá nálægt því að missa boltann aftur fyrir endalínuna en náði með einhverj- um ótrúlegum hætti að snúa bolt- anum í átt að markinu. Boltinn rúllaði aftur fyrir Matthew Upson, varnarmann West Ham sem kom á fleygiferð í skotlínuna, í stöngina og inn. Frábært mark hjá Adebayor úr vægast sagt þröngu færi. Markið var mikið áfall fyrir West Ham sem var búið að reyna allt sitt til að jafna leikinn. West Ham varð svo fyrir öðru áfalli á 37. mínútu þegar Freddie Ljungberg, fyrrverandi leikmaður Arsenal, fór meiddur af leikvelli. Leikurinn var ekki jafn fjörugur í seinni hálfleik og mótspyrna West Ham minnkaði eftir því sem leið á leik- inn. Sigur Arsenal var aldrei í hættu og aðeins spurning með hve mörgum mörkum Ars- enal myndi vinna leik- inn. Að endingu urðu mörkin hins vegar bara tvö en góð þrjú stig í hús og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með lið sitt í leikslok. „Við unnum vinnu okkar vel í byrjun leiks- ins og eftir það stjórnuð- um við honum algjör- lega,“ sagði Wenger sáttur. Töfrar Tevez Flestir bjuggust við auðveldum sigri Manchester United þegar liðið tók á móti Birmingham á heima- velli sínum Old Trafford í gær. Sir Alex Ferguson, stjóri United, gerði fimm breyt- ingar á liði sínu frá því í síðasta leik gegn West Ham en Wayne Rooney var enn frá vegna veik- inda og Ryan Giggs var hvíldur. Carlos Tevez og Cristiano Ron- aldo voru saman í sóknarlínu United og það voru einmitt þeir tveir sem skópu eina mark leiks- ins á 25. mínútu með glæsilegu samspili. Tevez var þá staddur á miðju vallarins og lyfti boltan- um yfir sig, beint á Ronaldo sem gaf skemmtilega hælspyrnu inn í hlaupalínu Tevezar sem komst einn inn fyrir vörn Birmingham og átti ekki í erfiðleikum með að afgreiða boltann í netið framhjá Maik Taylor í marki Birming- ham. Tevez fór svo meiddur af leikvelli eftir að hafa verið tækl- aður fyrr í leiknum og þó svo að United hafi ekki náð að bæta við marki, þá gátu þeir verið ánægð- ir með að halda hreinu. „Það var mikilvægt fyrir okkur að koma til baka eftir að hafa fengið á okkur tvö slæm mörk gegn West Ham og mikil- vægt að halda markinu hreinu. Við getum ekkert verið að horfa á hvað Arsenal er að gera heldur verðum við bara að halda okkar striki og sjá til þess að við stönd- um okkur,“ sagði Rio Ferdinand, varnarmaður United, í leikslok. Everton og Aston Villa á flugi Everton tryggði stöðu sína í efri hluta deildarinnar með tveimur mörkum í seinni hálfleik gegn Middlesbrough sem gengur ekk- ert á heimavelli í deildinni. Aston Villa sigraði Tottenham í kaflaskiptum leik, en Martin Laursen tryggði Villa þrjú stig með skallamarki á 85. mínútu. omar@frettabladid.is Arsenal og Man. Utd. tóku þrjú stig Toppliðin Arsenal og Manchester United unnu bæði leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í gærdag. Arsenal lenti aldrei í erfiðleikum gegn West Ham á Emirates-leikvanginum og United gekk erfiðlega að skora en sigur liðsins var þannig séð tæplega í hættu. Everton og Aston Villa héldu einnig góðu gengi sínu áfram. MEÐ SNUÐ Carlos Tevez fagnaði marki sínu með fremur sérstökum hætti. NORDIC PHOTOS/GETTY BRÖGÐÓTTUR Emmanuel Adebayor leikur boltanum hér framhjá Robert Green, markverði West Ham, í leiknum í gær. Í framhald- inu skoraði hann svo seinna mark Arsenal í leiknum með hnitmiðuðu skoti úr mjög svo þröngu færi við endalínu vallarins. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Reading og Portsmouth mættust í sannkölluðum Íslend- ingaslag á Madejski-leikvangin- um í gær þar sem Ívar Ingimars- son var í byrjunarliði heimamanna en Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði gestanna sem höfðu betur í leiknum. Brynjar Björn Gunnarsson tók út leikbann hjá Reading og var því ekki með. Leikur Reading og Portsmouth byrjaði fjörlega og lykilatriði átti sér stað strax á 3. mínútu leiksins þegar Ibrahim Sonko, varnar- manni Reading, var réttilega vikið af leikvelli fyrir að brjóta á Benj- ani. Portsmouth fékk í þokkabót víti en Niko Kranjcar, hinn króat- íski framherji Portsmouth, fór illa af ráði sínu og misnotaði víta- spyrnuna með því að skjóta í stöng. Portsmouth var þó ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á níundu mínútu skoraði varnar- tröllið Sol Campbell fyrsta mark leiksins eftir mistök Marcusar Hahnemann í marki Reading. Portsmouth hélt áfram að sækja í fyrri hálfleik án þess þó að ná að bæta við marki en Kevin Doyle átti besta færi Reading þegar skot hans fór af David James, mark- verði Portsmouth, og rúllaði rétt framhjá markinu. Í seinni hálfleik komu yfirburð- ir Portsmouth vel í ljós og Reading átti greinilega erfitt uppdráttar með að ráða við spilamennsku Portsmouth einum færri. John Utaka innsiglaði svo sigur Portsmouth á 66. mínútu þegar hann fékk sendingu upp hægri kantinn og stakk Nicky Shorey, varnarmann Reading, hreinlega af á sprettinum og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Hahnemann í markinu og þar við sat. - óþ Reading og Portsmouth áttust við í „Íslendingaslag“ Ívars Ingimarssonar og Hermanns Hreiðarssonar: Hermann hafði betur gegn Ívari BARÁTTA Hermann stekkur hér upp í skalla- einvígi við Dave Kitson. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.