Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 46
42 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
Kvikmyndarýnir menningarkálfs
danska blaðsins Politiken hælir
kvikmynd Ragnars Bragasonar,
Börnum, í hástert og gefur henni
fimm stjörnur af sex mögulegum,
tveimur fleiri en stórsmellinum I
Am Legend með Will Smith
í aðalhlutverki.
Søren Winterberg
segir að kvik-
mynd Ragn-
ars sé mikil
upplifun og að
hún dansi milli
fyrstu dogma-
kvikmyndanna
og þjóðfélags-
rýni hins breska
Mike
Leigh.
Søren heldur vart vatni yfir frammi-
stöðu Ólafs Darra í hlutverki
geðsjúklingsins Marinós og fer
lofsamlegum orðum um leik Nínu
Daggar Filippusdóttur sem Karitas.
Persónu Garðars Arnar er líkt við
David Bowie og Winterberg segir
fulla ástæðu fyrir danska
kvikmyndaunnendur
að bíða eftir sjálf-
stæða framhaldinu
Foreldrum og telur
að hinn kaldhæðni
og svarti íslenski
húmor ætti að
eiga vel upp
á pallborðið
hjá fyrrum
nýlendu-
herrunum.
Hróður hrekkjalómsins Vífils
Atlasonar hefur borist víða frá því
að hann villti svo eftirminnilega á
sér heimildir í byrjun desember.
Vefsíður bandarískra miðla loguðu
í kjölfarið á símahrekk Vífils, þar
sem hann var hársbreidd frá því
að ná Bandaríkjaforseta í símann
eftir krókaleiðir um skiptiborð Hvíta
hússins. Síðasti vefmiðillinn til að
fjalla um hrekkjalóminn er hins
vegar öllu fjarlægari, en það er
Iranianuk.com. Óbreyttum Íslend-
ingi reynist erfitt
að lesa textann
sem þar stendur
skrifaður, en
síðan birtir
mynd af Vífli, og
virðist fjalla
ítarlega um
hrekkinn.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
SKAUPIÐ?
LÁRÉTT
2. glansa 6. ógrynni 8. sjór 9.
hlemmur 11. guð 12. losti 14. hégómi
16. í röð 17. að 18. erlendis 20. bók-
stafur 21. flokka.
LÓÐRÉTT
1. íþrótt 3. í röð 4. asfalt 5. geisla-
hjúpur 7. formann 10. ætt 13. hrygn-
ing 15. litur 16. blundur 19. stöðug
hreyfing.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gljá, 6. of, 8. mar, 9. lok,
11. ra, 12. frygð, 14. snobb, 16. de, 17.
til, 18. úti, 20. ká, 21. raða.
LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. lm, 4. jarðbik,
5. ára, 7. forseta, 10. kyn, 13. got, 15.
blár, 16. dúr, 19. ið.
„Þetta er þáttur sem ég hef geng-
ið með í maganum í fjölmörg ár
og nú er þessi langþráði draum-
ur loksins að verða að veru-
leika,“ segir útvarpsmaðurinn
og byggingameistarinn og
þúsund þjalamaðurinn Gulli
Helga. En Stöð 2 hyggst hefja
framleiðslu á sjónvarpsþáttum
sem hafa hlotið vinnuheitið
Hæðin og eru að einhverju leyti
byggðir á áströlsku þáttunum
The Block sem nutu mikilla vin-
sælda fyrir nokkrum árum.
Þrjú pör fá hús til innréttingar
á Arnarneshæðinni og er síðan
úthlutað verkefnum. Hvert her-
bergi verður tekið sér og fá
pörin fjármagn til að sníða þau
eftir sínu höfði. Inni á milli eru
hins vegar lagðar fyrir fólkið
þrautir og það par sem ber sigur
úr býtum fær eitthvað aukalega
til að hafa með sér í keppninni.
Að endingu mun síðan dómnefnd
og áhorfendur Stöðvar 2 fella
sinn dóm um hvaða hús líti best
út.
Gulli er ekki í nokkrum vafa
um að þetta verði bæði stór-
skemmtilegt og ekki síður mikill
skóli fyrir þá sem taka þátt. Og
þótt Gulli sé kynnir verða ham-
arinn og sögin aldrei langt undan
þegar þess þarf. „Ég verð aðal-
lega tengiliður milli þátttakenda
og áhorfenda en auðvitað grípur
maður í verkfærin til að aðstoða
fólk yfir erfiðustu kaflana.“
Gulli Helga byggir í sjónvarpi
Nafn Sigurjóns Kjartanssonar
hefur borið töluvert á góma að
undanförnu. Hann er maðurinn á
bak við Pressu, nýja sjónvarps-
þáttaröð sem hóf göngu sína á
Stöð á sunnudaginn. Þar að auki
er Sigurjón ásamt Margréti Örn-
ólfsdóttur og Ævari Erni að skrifa
nýja sakamálaþætti eftir bókum
þess síðastnefnda. Fram hefur
komið að RÚV hafi tryggt sér
réttinn en Sigurjón vildi lítið gefa
uppi um það. Sigurjón er einnig
með gamanþáttaröð í smíðum
ásamt þeim Ilmi Kristjánsdóttur,
Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur
og Silju Hauksdóttur og við þess-
ar tvær sjónvarpsþáttaraðir bæt-
ist síðan sakamálaþáttaröð fyrir
Stöð 2 sem Sigurjón er að skrifa
ásamt Kristni Þórðarsyni, Mar-
gréti Örnólfs og Maríu Reyndal.
Sigurjón sótti um starf útvarps-
stjóra þegar Markús Örn Antons-
son lét af störfum en varð að
horfa á eftir stólnum í hendur
Páls Magnússonar. „Ætli það
megi ekki þakka æðri máttar-
völdum að maður fékk það ekki
og kannski var það lán í óláni því
annars hefði ég ekki tíma fyrir
þetta,“ segir Sigurjón sem vill
ekki gera mikið úr hinum
svokallaða Björgólfs-sjóði, telur
að hann eigi enn eftir að sanna
sig. Á þeim tíma sem Sigurjón
sótti um talaði hann mikið um að
efla leikið íslenskt efni og þótt
hann sitji ekki í stjórastólnum
hefur hann sterkar skoðanir á
framgangi RÚV í þeim efnum.
„RÚV ætti fyrir löngu að vera
byrjað á þessu, hefðu þeir bara
haft vit á því að setja Spaugstof-
una út í kuldann. Þar myndi skap-
ast mikið fjármagn til að búa til
miklu betri og jafnvel enn
vinsælli þætti,“ bætir hann við.
Björgólfs-sjóðurinn á eftir að sanna sig
HANDRITSGUÐINN Sigurjón Kjartansson
vinnur við gerð nánast annarrar hverrar
sjónvarpsþáttaraðar sem er í bígerð um
þessar mundir.
Þorgrímur Þráinsson er á góðri
leið með að semja við danskt
forlag um að gefa bókina hans,
Hvernig gerirðu konuna þína ham-
ingjusama, út á dönsku. Þýskir
útgefendur og bandarískir hafa
einnig sýnt bókinni mikinn áhuga
sem vakti töluverða athygli og
fékk mikla umfjöllun á árinu sem
var að líða. Þorgrímur var að
venju brattur þegar Fréttablaðið
náði tali af honum og sagði að
þessu litla ævintýri væri hvergi
nærri lokið. „Ég sagði það í upp-
hafi að bókin væri hugsuð fyrir
erlendan markað. „You ain‘t seen
nothing yet,“ bætir hann við.
Rithöfundurinn var meðal
þeirra duglegustu í upplestri síð-
ustu vikurnar fyrir jól og taldi sig
hafa lesið upp úr bókinni á fjöru-
tíu stöðum á sex vikum. Þetta
hefði því verið mikil törn og hann
hefði lagt mikla vinnu í verkið.
Þorgrímur gaf bókina sjálfur út
og þótt hann væri ekki kominn
með nákvæmar sölutölur áætlaði
hann að í kringum sex þúsund ein-
tök hefðu selst. „Ég væri vanþakk-
látur ef ég væri ekki ánægður með
þá sölu en ég skal líka alveg viður-
kenna að ég bjóst við meiru miðað
við umfjöllunina sem bókin fékk,“
segir Þorgrímur. „Hún seldist því
ekki eins frábærlega og ég hélt að
hún myndi gera,“ bætir hann við
en segir jafnframt að athyglin hafi
sýnt að umræðan um samskipti
kynjanna sé alltaf vel þegin.
Þorgrímur telur að hann hafi
jafnvel ofmetið sjálfstraust
íslenskra karlmanna, þeim hafi
fundist bókin vera ógn við sig og
spurt sjálfa sig hvað hann væri nú
að vilja upp á dekk. Konur hafi
hins vegar óttast að þær myndu
særa eiginmanninn ef þetta yrði
jólagjöfin þeirra í ár. „En hins
vegar breyttist umræðan tölu-
vert eftir að fólk var búið að
lesa bókina. Ég hef hins vegar
engar áhyggjur enda trúi ég
því að sígandi lukka sé
best.“ freyrgigja@frettabladid.is
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON: BÓKIN ÓGN VIÐ KARLMENN
Þorgrímur Þráins þýddur
yfir á dönsku og þýsku
Í ÚTRÁS Bók Þorgríms Þráinssonar hefur vakið athygli út fyrir land-
steinana og verður gefin út í Danmörku á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANN
UMDEILD Hvernig
gerirðu konuna þína
hamingjusama er
tvímælalaust ein af umdeildari
bókum ársins.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
STJÓRNAR SJÓNVARPSÞÆTTI Gulli
Helga verður stjórnandi sjónvarps-
þáttar sem sýndur verður á Stöð 2.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Mwai Kibaki
2 Breiðablik
3 Jón Bjarki Magnússon
„Ég held ég hafi flissað svona
tvisvar, þrisvar. Það náði mér
ekki alveg, en það voru samt
atriði inni á milli sem voru
alveg í lagi. Mér fannst skaupið
í fyrra alveg brilljant, svo ég hef
kannski haft of miklar vænting-
ar. Ég ætla samt að horfa á það
aftur.“
Katrín Júlíusdóttir, alþingiskona.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta?
„Við hefðum tekið
myndir en höfðum
engan kubb...“
- ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson