Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 28
24 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is KATE BOSWORTH LEIKKONA ER 25 ÁRA Í DAG. „Það er hluti af starfinu að kynna myndirnar sínar. Maður situr fyrir á forsíðum tímarita og svo framveg- is en þess fyrir utan reyni ég að lifa mjög venjulegu lífi. Ég reyni alls ekki að gera það að meira brjálæði en það er.“ Kate Bosworth heitir Catherine Ann Bosworth og er bandarísk leikkona. Hún er með annað augað blátt og hitt brúnt. Lögbirtingablaðið kom fyrst út í prent- uðu formi í byrjun árs 1908. Í dag eru því hundrað ár frá því blaðið var fyrst gefið út og þrátt fyrir að form þess og yfirbragð hafi kannski ekki breyst ýkja mikið þá hefur útgáfan breyst töluvert. „Lögbirtingablaðið hefur verið í út- gáfu óslitið síðan 1908 og er gefið út af dómsmálaráðuneytinu. Þau tíma- mót urðu hins vegar 1. júlí 2005 að farið var að gefa blaðið aðallega út á netinu á vefsíðunni logbirtingablad. is. Pappírsútgáfan sem margir þekkja frá síðustu áratugum er í raun orðin aukaafurð og eru nú að ég held ein- ungis um fjórtán pappírsáskrifendur en um sex hundruð rafrænir áskrif- endur,“ útskýrir Anna Birna Þráins- dóttir, sýslumaður í Vík, og segir hún Lögbirtingablaðið í raun vera eins konar auglýsingablað fyrir hið opin- bera, lögmenn og önnur stjórnvöld. „Í Lögbirtingablaðinu birtast dómsmála- auglýsingar eins og stefnur til dóms, ýmsar tilkynningar frá skiptastjórum í þrotabúum, tilkynningar frá hluta- félagaskrá Ríkisskatt- stjóra, skipulagsauglýs- ingar frá sveitarfélögum og fleira sem stjórnvöld þurfa að koma á fram- færi. Nánari skilgrein- ingu má annars finna á vefsíðu Lögbirtingablaðs- ins,“ segir Anna Birna en útgáfa blaðsins er nú í höndum sýslumannsemb- ættisins í Vík. „Ég er í raun ritstjóri Lögbirtinga- blaðsins og ábyrgðar- maður. Sýslumaðurinn í Vík gefur út blaðið í umboði dómsmálaráðu- neytisins en það gerð- ist um síðustu áramót, 1. janúar 2007, að sýslu- maðurinn í Vík tók við þessu umboði. Þetta var liður í að færa verkefni frá dómsmálaráðuneytinu út til sýslumannsembætta og styrkja þau þannig,“ útskýrir Anna Birna og telur hún að önnur ráðuneyti mættu taka sér það til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að öld sé liðin frá útgáfu fyrsta tölublaðs Lögbirtingablaðsins stendur það enn í miklum blóma. „Þetta er bráðnauðsynlegt blað. Þarna birtast á einum stað áðurnefndar upplýs- ingar og þeir sem þurfa að lesa þetta, aðallega vegna starfa sinna, eiga því auðvelt með að nálgast þær. Ef Lögbirtingablaðið væri ekki þá væri þetta bara birt hér og þar og því erfiðara að henda reiður á því,“ segir Anna Birna ákveðin. „Það kemur afar sjald- an fyrir að við fáum eitthvað sem við telj- um okkur ekki eiga eða mega birta. Við skiptum aðallega við hið opin- bera, banka og lögmenn og þeir vita hvað má birta og hvað ekki. Það segir í lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað hvað á að birta og síðan er fullt af öðrum lögum sem segja nánar til um það,“ segir Anna Birna og ítrekar að það sé mjög skýr rammi um auglýsingarnar. Lögbirtingablað- ið er í raun merkileg söguleg heimild en Anna Birna segir að þótt blaðið sé aldargamalt þá hafi auglýsingarnar nú breyst glettilega lítið. „Blaðið hefur verið mjög fastmótað frá upphafi og hefur lítið breyst að efni til.“ Á net- inu má nálgast öll tölublöð frá árinu 2001 til dagsins í dag en eldri blöð má meðal annars finna á Landsbókasafn- inu og öðrum bókasöfnum. „Þetta er einnig til hjá dómsmálaráðuneytinu og hér hjá sýslumannsembættinu í Vík er þetta allt til innbundið,“ segir Anna Birna. Það eru tvö störf í kringum út- gáfu Lögbirtingablaðsins og snúa þau aðallega að prófarkalestri og skipu- lagningu á útgáfu. „Prófarkalesturinn er hvað tímafrekastur. Auglýsendur senda auglýsingarnar oftast inn raf- rænt þannig að við gerum lítið annað en að lesa þær yfir og skipuleggja út- gáfuna,“ segir Anna Birna og bætir við að með breyttu fyrirkomulagi út- gáfunnar á netinu náist gríðarlegur sparnaður. „Flestir kjósa sér rafræna áskrift vegna þæginda. Ég gæti trúað að lögmenn og lögfræðiskrifstofur væru um einn þriðji áskrifenda, stofn- anir og fyrirtæki einn þriðji og loks almenningur einn þriðji,“ segir Anna Birna og ljóst er að Lögbirtingablað- ið er enn í fullu fjöri, en nú að mestu í netheimum. hrefna@frettabladid.is ANNA BIRNA ÞRÁINSDÓTTIR SÝSLUMAÐUR Í VÍK: LÖGBIRTINGABLAÐIÐ 100 ÁRA Lögbirtingablaðið aldargamalt NÚMER 1 Fyrsta Lögbirtingablað- ið kom út fyrir hundrað árum. LÍTIÐ BREYST Í 100 ÁR Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík, segir Lögbirtingablaðið hafa lítið breyst að efninu til þótt útgáfuformið sé mikið breytt. MYND/SIGURÐUR HJÁLMARSSON MERKISATBURÐIR 1653 Sjávarflóð verður við suður- strönd Íslands stundum nefnt Háeyrarflóð. 1871 Stöðulögin staðfest af konungi. Var þar kveðið á um að Ísland væri óað- skiljanlegur hluti Dana- veldis með sérstökum landsréttindum. 1884 Andrea Guðmundsdóttir saumakona á Ísafirði kýs til bæjarstjórnar og verður fyrsta íslenska konan sem það gerir eftir að konur fengu kosningarétt til sveitarstjórna. 1887 Prentarafélagið er stofnað og er það fyrsta verkalýðs- félagið á Íslandi. 1899 Kristilegt félag ungra manna, KFUM, er stofnað í Reykjavík. Þennan dag árið 1979 hófust réttar - höld yfir Sid Vicious, bassaleikara pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols, vegna morðsins á Nancy Spungen, kærustu hans. Sid Vicious hét réttu nafni John Simon Ritchie. Hann fæddist í Lond- on og stuttu eftir fæðingu hans yfir - gaf faðirinn fjölskylduna. Sid og móðir hans fluttust til Ibiza þar sem móðir hans gerðist eiturlyfjasali og má líta á það sem nokkurs konar fyrirboða um það sem í vændum var. Sid og Nancy voru á kafi í eiturlyfjum og voru á hraðri leið til glötunar. Að morgni 12. október árið 1978 rankaði Sid við sér úr eiturlyfjavímu og fann Nancy látna á baðherbergisgólfinu í hótel- herbergi númer 100 á Hótel Chelsea í New York. Hún hafði verið stungin í kviðinn og hafði blætt til dauða. Sid var handtekinn og ákærð- ur fyrir morðið en hann hélt því fram að hann myndi ekkert eftir atvikinu. Trygging var greidd af útgáfufyrir- tækinu Virgin Records svo Sid gæti tekið upp plötu með hljómsveit sinni til að safna fé fyrir lögfræðikostnaði. 2. febrúar árið 1979 var haldin lítil veisla til að fagna því hafði Sid fengið tímabundið frelsi. Veislan var haldin heima hjá nýrri kærustu hans sem hann hóf samband við daginn sem hann útskrifaðist af Bellevue-spítala í október árið áður. Sid hafði verið vaninn af heróíni á meðan á dvöl hans í fangelsinu stóð. Þetta kvöld fékk hann hins vegar heróín frá móður sinni og tók inn of stóran skammt. Kærastan lífgaði hann við og síðar um nóttina sofnuðu þau. Hann vaknaði hins vegar aldrei aftur til lífsins. ÞETTA GERÐIST: 2. JANÚAR 1979 Réttarhöld yfir Sid Vicious hefjast SID VICIOUS OG NANCY Iðnskólinn í Reykjavík brautskráði 120 nemendur 19. desember síðastliðinn en á haustönn stunduðu 2.100 nem- endur nám við skólann. Við útskriftina voru veitt verð- laun fyrir besta samanlagðan námsárangur og féllu þau í hlut Súsönnu Barböru Götz og Gísla Karlssonar en auk skólans veita fjölmörg félagasamtök og fyrirtæki verð- laun í einstökum greinum. Skólameistari Iðnskólans, Baldur Gíslason, gerði að umtalsefni í ræðu sinni frumvarp til nýrra laga um framhalds skóla en þar eru boðaðar breytingar á um- hverfi framhaldsskólans sem miða að því að tengja saman háskólasviðið og framhaldsskólana og eins at- vinnulífið og skólana. Sagði hann Iðnskólann í Reykja- vík hafa þar mörg sóknarfæri og vildi hann sjá skólann fremstan í flokki í mótun framhaldsnáms fyrir iðn- og starfsmenntað fólk. Einnig ávarpaði Baldur nemendur sína og sagði þau geta verið stolt af námi sínu og því for- skoti sem þau hefðu á atvinnumarkaðnum með gráðu frá Iðnskólanum. Ekki ætti að draga fólk í dilka eftir lengd eða eðli náms heldur skipti máli að hver einstaklingur menntaði sig og næði sínum eigin mark miðum. - rt Iðnskólinn í Reykjavík útskrifar VERÐLAUNAHAFARNIR ásamt Guðmundi Páli Ásgeirssyni námsstjóra og Baldri Gíslasyni skólameistara. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Áslaug Jónsdóttir Hrísalundi 4 c, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Akureyri. Björn J. Jónsson Halldóra Steindórsdóttir Sævar Ingi Jónsson Elín Jóhanna Gunnarsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Rósa Friðriksdóttir Ólafur Halldórsson Atli Örn Jónsson Arnfríður Eva Jónsdóttir Jón Már Jónsson Unnur Elín Guðmundsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Kristín Vilhjálmsdóttir Deildarási 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þann 25. desember. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd aðstandenda Vilhjálmur Örn Halldórsson Svanfríður Ásgeirsdóttir Þröstur Sveinsson Guðrún J. Eiríksdóttir Óla Laufey Sveinsdóttir Þorsteinn Sveinsson Keelie Walker Jóna Denny Sveinsdóttir Aðgangur að Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni er ókeypis frá 1. janúar 2008. Í framhaldinu, eða frá 10. janúar, verður safnið í Hafnarhúsi haft opið lengur en áður eða til klukk- an 22 á fimmtudagskvöldum. Þetta var kunngjört á blaða- mannafundi með Hafþóri Yngvasyni, safnstjóra Lista- safns Reykjavíkur, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Svanhildi Konráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar. Þau lýstu því yfir að niður- felling aðgangseyris væri gerð til að undirstrika að safn- ið væri hluti af sameiginlegum lífsgæðum borgarbúa og hvöttu fjölskyldur og aðra til að fjölmenna á listsýning- ar á nýju ári. „Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur, borgarbúa og lands- menn,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Lista- safns Reykjavíkur og upplýsir að á fimmtudagskvöldum sé meiningin að hafa alltaf einhverja dagskrá, annaðhvort tengda sýningunum eða ekki. „Við viljum hafa söfnin sam- komustað og ókeypis aðgangur að þeim auðgar enn frekar þá skapandi borg sem Reykjavík er,“ segir hún. Frítt inn í Lista- safn Reykjavíkur BJÓÐA FRÍTT Á SÖFNIN Hafþór safnstjóri, Dagur borgarstjóri og Svan- hildur sviðsstjóri. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.