Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 6
6 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
DULMÁLSFRÆÐI „Sterkar vísbendingar eru um að
lausn þessarar gátu teygi anga sína til Íslands,“
segir Þórarinn Þórarinsson arkiktekt um leit að
týndum dýrgripum musterisriddara, meðal annars
hinum heilaga kaleik úr síðustu kvöldmáltíð Krists.
Ofangreind tilvitnun er úr bréfi Þórarins til
hreppsnefndar Hrunamannahrepps. Þar óskar
Þórarinn eftir heimild fyrir sig og ítalska verkfræð-
inginn og dulmálssérfræðinginn Giancarlo Gian-
azza til að grafa tveggja metra djúpan skurð við
Skipholtskróka á Kili.
Gianazza telur sig hafa ráðið flóknar vísbending-
ar í ljóðum Dantes og í verkum Leonardos da Vinci
og fleiri listmálara endurreisnartímans um að hinn
heilagi gral og aðrir dýrgripir sem níu musteris-
riddarar fundu í Jerúsalem séu geymdir í fimm
sinnum fimm metra stórri leynihvelfingu neðan-
jarðar í Skipholtskrók. Sá staður er efst á Hruna-
mannaafrétti þar sem Jökulkvísl brýst fram úr
gljúfrum norðvestan við Kerlingarfjöll.
„Við höfum rannsakað þennan stað frá árinu 2004
með vettvangsferðum bæði um sumar og vetur og
gert þar ítarlegar jarðsjármælingar,“ segir í bréfi
Þórarins til Hrunamannahrepps. „Þær upplýsingar
sem við höfum aflað með vettvangsferðum þessum
og frekari rannsóknum á frumheimildum gefa
okkur tilefni til að rannsaka svæðið enn frekar.“
Þórarinn fékk umbeðið leyfi hreppsnefndar fyrir
tveggja metra djúpum og fimm metra löngum
skurði við Skipholtskróka til að geta gert jarðsjár-
mælingar með því skilyrði að frágangur svæðisins
yrði óaðfinnanlegur að verkinu loknu.
„Þótt við höfum okkur efasemdir finnst okkur
þetta engu að síður spennandi. Þetta er að minnsta
kosti öðru vísi viðfangsefni en við í hreppsnefnd-
inni erum að fást við dagsdaglega,“ segir Ísólfur
Gylfi Pálmason sveitarstjóri. „Þegar þetta kom upp
á yfirborðið núna kom reyndar í ljós að menn á
Íslandi og meira að segja hér í Hrunamannahreppi
hafa verið að lesa um þetta mál í eldgömlum
fræðum.“
Áhugamenn um málið segja vísbendingar um að
musterisriddararnir hafi í ferð sinni til Íslands árið
1217 notið liðsinnis sjálfs Snorra Sturlusonar við að
koma dýrgripunum í örugga geymslu á miðhálendi
Íslands. gar@frettabladid.is
Hópur fræðinga telur
kaleik Krists á Íslandi
Dulmálssérfræðingur segir vísbendingar í málverkum endureisnartímans um
að dýrgripir musterisriddara séu á Íslandi. Grafa á skurð til að finna hlutina
með jarðsjá á Kili. Hefur áður verið rætt í hreppnum segir sveitarstjórinn.
GIANCARLO GIANAZZA Jarðsjármælingar í Skipholtskrók.
MYND/GOPFRETTIR.NET
SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Á KILI Á netsíðu áhugamanna um
geymslustað hins heilaga grals er að finna þessa mynd þar
sem málverk Leonardos da Vinci af Kristi og síðustu kvöld-
máltíðinni er fellt inn í loftmynd af Skipholtskrók á Kili. Línur
dregnar í málverkið þykja koma heim og saman við landslagið
á Kili. MYND/GOPFRETTIR.NET
HEILBRIGÐISMÁL Í nýjum þjónustu-
samningi um rekstur Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri og
stofnanaþjónustu fyrir aldraða er
lögð megináhersla á að gefa
öldruðum kost á því að dvelja eins
lengi heima hjá sér og kostur er
og fólkið sjálft kýs. Samningurinn
var undirritaður um helgina af
heilbrigðismálaráðherra og
bæjarstjóranum á Akureyri.
Lögð er sérstök áhersla á að
samþætta þjónustuna sem veitt
er, laga hana að þörfum þeirra
sem fá hana og gera hana
sveigjanlega. Samningsfjárhæð
fyrir árið 2008 er rúmar 1.620
milljónir króna. - eá
Nýr samningur á Akureyri:
Aldraðir sem
lengst heima
STJÓRNMÁL Bæjarstjórn Grundar-
fjarðar vill tafarlausar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar til að bæta fjár-
hagsstöðu bæjarins sem sjái fram á
tekjumissi vegna ákvörðunar um
þriðjungs skerðingu í þorsk-
veiðum.
„Ríkisstjórnin hefur enn ekki
greint frá því hvernig sveitarfélög-
um verði bætt tekjutap vegna
niðurskurðarins og hingað til hafa
mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar
siglt stóran sveig fram hjá Grund-
arfirði,“ segir í ályktun bæjar-
stjórnarinnar sem kveður sérstök
framlög úr Jöfnunarsjóði ekki duga
til að leiðrétta aðstöðumun milli
sveitarfélaga á landsbyggðinni og
sveitarfélaga á höfuðborgar svæð-
inu.
„Ríkið stendur ekki við sínar
skuldbindingar – til dæmis um að
greiða 60 prósent í uppbyggingu
framhaldsskóla og umframkostn-
aður lendir á sveitarfélögum. Við
þessar fjárhagslegu aðstæður koma
áhrif 30 prósenta skerðingar þorsk-
aflans mjög harkalega fram hjá
Grundarfjarðarbæ og sveitarfélög-
um sem byggja á sjósókn og vinnslu
sjávarafurða,“ segir bæjarstjórnin
sem kveðst ekki geta sótt meira fé
til íbúanna sem sjálfir sjái jafnvel
fram á lægri tekjur.
Eftir að ályktun bæjarstjórnar-
innar kom fram var kynnt að
Grundarfjörður fengi tæpar 13
milljónir frá ríkinu að þessu sinni
til að mæta aflaskerðingunni. - gar
Segja ríkið svíkjast um og spyrja um mótvægisaðgerðir vegna kvótaniðurskurðar:
Í sveig fram hjá Grundarfirði
FISKVERKUN Í GRUNDARFIRÐI Bæj-
arstjórnin segirst vilja halda óbreyttri
þjónustu við íbúana en að til þeirra sé
ekki meira fé að sækja.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
FÓLK Bæði einstaklingar og
stofnanir hlutu nafnbótina maður
ársins árið 2007. Ýmsir fjölmiðlar
hafa undanfarna daga staðið fyrir
kosningum eða valið mann ársins.
Svandís Svavarsdóttir var
kosin maður ársins á Rás 2 en
Jóhannes Jónsson var valinn á
Útvarpi Sögu. Fréttastofa Stöðvar
2 valdi fíkniefnadeild lögreglunn-
ar og tollgæsluna sem mann
ársins. Viðskiptajöfrarnir
Björgólfur Thor Björgólfsson og
Jón Ásgeir Jóhannesson voru
valdir menn ársins í viðskiptum
bæði af Viðskiptablaðinu og
Markaðnum, viðskiptablaði
Fréttablaðsins. - þeb
Fjölmiðlar gerðu upp árið:
Menn ársins úr
ýmsum áttum
VIÐURKENNING Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi
ellefu manns heiðursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu í gær. Athöfn-
in fór venju samkvæmt fram á
Bessastöðum í gær.
Meðal orðuhafa þetta árið voru
listamennirnir Sigrún Eldjárn og
Ólafur Elíasson en hann átti þess
ekki kost að vera viðstaddur.
Ráðuneytisstjórinn Bolli Þór
Bollason hlaut stórriddarakross
fyrir störf í opinbera þágu.
Að orðuveitingunni lokinni var
árleg nýársmóttaka forsetans á
Bessastöðum, þar sem árlega
koma nokkur hundruð manns. Í
móttökuna er boðið ráðherrum,
hæstaréttardómurum, alþingis-
mönnum, sendiherrum, ræðis-
mönnum, forystumönnum ríkis-
stofnana og embættismönnum,
forystumönnum félagasamtaka,
stéttarsamtaka og atvinnulífs
ásamt öðrum gestum. - þeb
Forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í gær:
Ellefu fengu heiðursmerki fálkaorðunnar
BRUNI Allt tiltækt slökkvilið á
höfuðborgarsvæðinu var sent að
Miðhellu í Hafnarfirði um
hádegisbil í gær, þar sem eldur
var kominn upp í nýbyggingu
sem hýsa á Áhaldahús bæjarins.
Talið er að kviknað hafi í út frá
blysi sem vísvitandi var komið
fyrir í húsinu.
Húsið var fullt af reyk þegar
slökkvilið kom á staðinn en
greiðlega gekk að slökkva mesta
eldinn. Húsið var tómt en tjónið
er þó talið töluvert. Klæðning
skemmdist og stálbitar í þaki
svignuðu í miklum hita sem
myndaðist. - sh
Geymsla skemmdist í bruna:
Kviknaði líklega
í út frá blysi
SKEMMDIR Innri klæðning hússins
skemmdist talsvert illa í brunanum og
stálbitar í lofti bognuðu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÁLKAORÐUHAFAR ÁSAMT FORSETA Bjarni Ásgeir Friðriksson, íþróttamaður og ólympíuverðlaunahafi, Björgvin Magnússon,
fyrrverandi skólastjóri, Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri, Erlingur Gíslason leikari, Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur, Ingibjörg
Þorbergs, tónskáld, Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi, Sigríður Pétursdóttir bóndi, Sigrún Eldjárn, rithöfundur og mynd-
listarmaður og Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur. Ólafur Elíasson var ekki viðstaddur athöfnina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
VINNUMARKAÐUR Aðalfundur
Sjómannafélags Íslands, sem
haldinn var nýlega, samþykkti
ályktun þar sem sjómenn
mómæltu því harðlega að ekkert
hefði verið komið til móts við þá
vegna gífurlegrar skerðingar á
fiskveiðiheimildum. „Nú á að
fella niður veiðileyfagjaldið á
útgerðirnar en sjómenn skildir
einir eftir með umtalsverðar
skerðingar á launum,“ segir í
ályktuninni.
Sjómenn samþykktu líka
ályktun um að íslenskri far-
mannastétt blæði út fljótlega þar
sem farskipaútgerðirnar ráði í æ
meiri mæli erlenda sjómenn til að
lækka launakostnað. Íslenskir
sjómenn geti ekki keppt við
erlenda sjómenn með 90 þúsund á
mánuði og jafnvel minna. - ghs
Sjómannafélag Íslands:
Mótmæla skert-
um kjörum
EKKI KOMIÐ TIL MÓTS Aðalfundur Sjó-
mannafélags Íslands mótmælir því að
ekki sé komið til móts við sjómenn.
PAKISTAN, AP Yfirkjörstjórn
Pakistans ákveður í dag hvort
þingkosningunum sem áttu að
vera í landinu 8. janúar verður
frestað vegna morðsins á
stjórnarandstöðuleiðtoganum
Benazir Bhutto.
Stjórnarflokkurinn vill fresta
kosningunum um sex vikur en
stjórnarandstaðan er mótfallin
því. Hún telur að samúðar atkvæði
og reiði gegn Perez Musharraf
forseta gefi fleiri atkvæði ef
kosið verði nú.
Talið er nær öruggt að kosning-
unum verði frestað þrátt fyrir að
stjórnarandstaðan hóti
mótmælum á götum úti. - ghs
Yfirkjörstjórn Pakistans:
Ákveður um
kosningar í dag
Keyptir þú flugelda fyrir
gamlárskvöld?
Já 42%
Nei 58%
SPURNING DAGSINS Í DAG?
Varstu ánægð(ur) með
Áramótaskaupið?
Segðu skoðun þína á visir.is.
Mengandi bílar bannaðir
Bílar sem menga mikið hafa verið
bannaðir í miðbæjum þriggja þýskra
borga. Í Berlín, Köln og Hannover í
Þýskalandi fá bílaeigendur límmiða í
bíla sína til að sýna fram á að bílarnir
mengi nægilega lítið. Þetta er gert í
von um að minnka loftmengun.
ÞÝSKALAND
KJÖRKASSINN