Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bragi Jónsson er nemi við Söngskólann í Reykjavík og lýkur sjötta stigi í vor. „Ég hef verið viðloðandi tónlist síðan ég var krakki. Það var mikið um tónlist á mínu æskuheimili, for- eldrar mínir í kór og systkini mín þrjú í tónlistar- skóla. Síðan söng ég sjálfur í kirkjukór Garðskirkju í Kelduhverfi sem krakki,“ segir Bragi Jónsson, 22 ára nemi í Söngskóla Reykjavíkur. Bragi býr nú í Sandgerði og syngur þar í kirkju- kórnum. Þar fannst félögum Braga að hann ætti að láta reyna á auðheyrða hæfileika og úr varð að hann skráði sig til náms í Söngskóla Reykjavíkur fyrir tveimur árum. „Sönginn er hægt að læra á ýmsum stöðum, en mamma þekkir ágætlega til í skólanum og vissi að þetta er góður skóli,“ segir Bragi, en skólinn fagnar þrjátíu og fimm ára afmæli í ár. „Lengd námsins fer eftir eigin námshraða. Ég er á sjötta stigi af átta og hef farið ansi hratt yfir,“ útskýrir Bragi sem segist vera hreinn bassi sem er að hans sögn ekki svo algengt. Hann keyrir daglega frá Sandgerði í skólann í Reykjavík og segir það lítið mál. „Maður raular alltaf eitthvað á leiðinni og notar tímann til að hita aðeins upp,“ segir hann hlæjandi. Söngnemar verða að ná tveimur stigum á píanó samhliða söngnámi en Bragi þarf ekki að hafa áhyggj- ur af því. „Ég var í tónlistarnámi sem barn og lærði þá á trompet og píanó og þarf þar af leiðandi ekki að stunda það nám samhliða söngnum,“ útskýrir Bragi og segist vera hrifnastur af þýskum óperum. Námið er lánshæft þegar komið er að sjöunda stigi en eftir það býður skólinn upp á tveggja ára nám sem leiðir til brottfararnáms. Þó velja margir að halda áfram erlendis og þá nægja sjö stig. „Margir fara til Englands í nám, en ég hef líka heyrt að það sé gott að læra í Austurríki. Ég er svona að skoða möguleikana svo þetta á eftir að koma í ljós,“ segir Bragi Skemmtilegast við námið er hversu gaman það er að syngja og félagsskapurinn að sögn Braga sem bætir við að hann syngi einnig í Óperukórnum. „Þetta er hörkuvinna ef vel á að ganga, mikill texta lær- dómur, þýðingar og æfingar. Hins vegar skilar vinnan sér alltaf í góðum árangri sem er vel þess virði,“ segir Bragi. rh@frettabladid.is Þýskar óperur heilla mest Námskeið af ýmsum toga eru vinsæl enda leitast fólk sífellt við að kunna meira í dag en í gær. Myndlistar- skólinn í Reykjavík býður upp á allra handa listnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. www. myndlistarskolinn.is Mímir símenntun býður upp á margs konar námskeið. Íslenska fyrir útlend- inga vegur þar þungt en þau námskeið eru í boði bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þau eru haldin á morgnana og kvöldin og hægt að velja um nokkra staði í bænum. www.mimir.is Vefsíðan www.netla. khi.is er veftímarit um uppeldi og menntun gefið út af Kennarahá- skóla Íslands. Síðan spratt upp úr starfi áhugahóps um slíka útgáfu við skólann en þar eru birtar ritrýndar fræðigreinar, greinar af almennari toga, erindi, frá- sagnir af þróunarstarfi og margt fleira. KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Bragi er alinn upp í tónelskri fjöl- skyldu og því kom ekki á óvart að hann kaus að leggja sönginn fyrir sig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.