Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 4
4 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
ERLENT
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki
DÓMSMÁL Maður sem grunaður er
um stórþjófnaði og fjársvik hefur
verið dæmdur í Hæstarétti til að
sæta gæsluvarðhaldi til 1. febrúar.
Maðurinn er grunaður um að
hafa stolið tveimur tölvum úr
verslun í desember 2006 og
tveimur til viðbótar úr annarri
verslun í október 2007. Í nóvember
er hann grunaður um að hafa stolið
fjórum tölvum, sjónvarpi og mynd-
bandsupptökuvél auk fleiri hluta
úr verslun og í desember tveimur
fartölvum til viðbótar. Þá er hann
grunaður um að hafa látið
millifæra tæpar tvær milljónir
króna af bankareikningi annars
manns í heimildarleysi. - jss
Dómur Hæstaréttar:
Tíu tölva þjófur
í gæsluvarðhaldi
! #
$
%
&
& '
# (! %'
)
#
$
*+, -+, .+, /0
*+, 1+, 2+, 3/
45+, 1+,0 3/
*+, *+, 3/
*+,
3/
1+, 46+,
3/
4*+, 3/
.4+, 3/
!"#$!%&
'$()*+&#,%($-().
/&&+0-(+&*1$
#*( $#$&!2*
()+3'"( $
!"#2++#./)
$$+ (4$ $&)
+#"+&)*)(
!"#$&().-")
"!-(-#"#1!%#
'5$3#"$$*)- %
()-#&($*+&#+!
2*+&,&&(#66'#+&#
1$"(-($-+(-+#"
1'(./) ()
+3'--)--7+&#
82'")$
1$(-*)(4$.
9:; ;<
=7-!)#+&-'&&!
+&> #5$.=(&(*()%!+&
" .
7869
-8479
":
;"
?(#)#/.-++!-8
*)#%7)(-#
@
A
A
B
B
B
C
B
@
B B
FISKELDI Fiskeldishópur AVS, sem
er rannsóknarsjóður á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins, leggur
til að á tímabilinu 2008-2010 verði
opinbert framlag til rannsókna- og
þróunarstarfs í þorskeldi 100
milljónir króna á ári. Til viðbótar
kemur 25 milljóna árlegt framlag
til kynbóta á þorski, 500 tonna
árlegar aflaheimildir til þorskeld-
is, framlag ríkissjóðs til stofnana,
styrkir úr erlendum rannsókna-
sjóðum og framlag fyrirtækja sem
stunda tilraunaeldi á þorski.
Stefnumótunin er meðal annars
byggð á tillögum fimm faghópa á
þorskeldisráðstefnunni „Stöðumat
og stefnumótun í þorskeldi“ sem
haldin var í nóvember. - shá
Tillögur fiskeldishóps AVS:
100 milljónir í
þróun þorskeldis
ÞORSKELDI Miklar vonir eru bundnar við
eldi þorsks í framtíðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Rúmenía:
Mega slátra að sið áfram
Rúmenía hefur fengið sérstakt
leyfi hjá Evrópusambandinu til að
halda í aldagamlan sið í sveitahér-
uðum landsins sem felur í
sér að svínum
og lömbum er
slátrað án þess
að þau séu svipt
meðvitund áður.
Lög ESB kveða
á um að slík
dýr séu aflífuð
með mannúðlegum hætti,
á sláturhúsum og séu deyfð fyrst.
Rúmenar sögðu þessar reglur
ógna þjóðararfi sínum.
Bandaríkin:
Flutti inn í Ikea-verslun
Á meðan verið er að eiturúða íbúð
grínistans Marks Malkoff vegna
kakkalakka fékk hann að flytja
inn í Ikea-verslun í New Jersey í
Bandaríkjunum á mánudaginn.
„Það að Ikea leyfi mér þetta er
ráðgáta. Það er ekki möguleiki
á að ég snúi til baka. Ég er alltof
hrifinn af þessu íbúðarformi.“
Malkoff, sem er að gera heimild-
armynd um þessa dvöl, kvartar þó
yfir því að vaskar, klósett, ísskápar,
sjónvörp, þvottavélar og þurrkarar
virki ekki.
Bandaríkin:
Hundur drap eiganda
sinn
Sporhundur virðist hafa stigið
á hlaðna haglabyssu sem
lá aftan í pallbíl og með
því skotið eiganda sinn í
lærið meðan þeir voru
í gæsaveiðiferð að því
er lögreglan í Houston í
Bandaríkjunum greindi
frá. Eigandinn, Perry Alvin
Price III lést skömmu
síðar á sjúkrahúsi vegna
blóðmissis.
ÞRÓUNARAÐSTOÐ Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands afhenti á
dögunum fjórðu þjónustumiðstöð-
ina af tuttugu og fimm sem
áætlað er að reisa við löndunar-
staði á Srí Lanka. Miðstöðin er í
Ulhitiya, og er hluti af þróunarað-
stoð við fiskimannasamfélög á
svæðinu.
Í þjónustumiðstöðvunum er
aðstaða fyrir skrifstofu sam-
vinnufélags fiskimanna, aðstaða
fyrir fundahöld, salerni, rafmagn
og neysluhæft drykkjarvatn.
- sþs
Þróunarsamvinnustofnun:
Afhentu þjón-
ustumiðstöð
DÝRAHALD „Í fyrstu munum við
fara þess á leit við Íshunda að þeir
felli þetta niður,“ segir Ólafur
Garðarsson hæstaréttarlögmaður
um mál sem komið er upp milli
Íshunda, hundaræktarinnar í
Dalsmynni og Hundaræktarfé-
lags Íslands. Forráðamenn
Íshunda hafa fengið einkaleyfis-
skráningu á skammstöfuninni
HRFÍ sem hefur verið skamm-
stöfun Hundaræktarfélags
Íslands í 40 ár eða allt frá stofnun
þess.
Stjórn HRFÍ hefur falið Ólafi að
sjá til þess að einkaleyfisskrán-
ingin verði afturkölluð eða felld
niður.
„Það er mat stjórnarinnar að
Einkaleyfastofan hafi gert mistök
með því að skrá HRFÍ sem einka-
leyfi hjá Íshundum, en það hefur
verið í notkun sem skammstöfun
á nafni Hundaræktarfélags
Íslands, frá stofnun þess 4. sept-
ember 1969,“ segir í yfirlýsingu
frá stjórn félagsins.
„Hundaræktarfélag Íslands á
lénið hrfi.is og hrfí.is. Félagið
hefur merkt fatnað sinn með þess-
ari skammstöfun og notað skamm-
stöfunina í merkjum á vegum
félagsins. Ennfremur hafa bæði
opinberar íslenskar og alþjóðleg-
ar sýningar verið haldnar undir
merkjum HRFÍ.“ - jss
Hundaræktin í Dalsmynni hefur einkaleyfi á skammstöfuninni HRFÍ:
Hundaræktendur í hár saman
Í DALSMYNNI Lögmaður Hundarækta-
félags Íslands segir að dómstólar muni
skera úr um málið verði ekki orðið við
tilmælum um niðurfellingu einkaleyfis-
skráningarinnar.
VINNUMARKAÐUR Skiptar skoðanir
eru innan Starfsgreinasambands-
ins um nýja sáttahugmynd sem
lögð verður fram á fundi með
Samtökum atvinnulífsins á morg-
un.
Tillagan er ekki fullmótuð, en
gert er ráð fyrir samningi til
tveggja ára, og að lægstu taxtar
muni hækka um 20 þúsund og
verða 139 þúsund krónur. Gert er
ráð fyrir skattafríðindum fyrir þá
lægst launuðu. Þá er lagt til að
þeir sem ekki hafi notið launa-
skriðs í rúmt ár fái nokkurra pró-
senta hækkun og launaþróunar-
tryggingu.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness vill
fylgja tillögunni sem lögð verði
fram. Haldið verði fast við hækk-
un lágmarskslauna um 20 þúsund
á mánuði á fyrra ári samningsins
og að tekjutrygging hækki í 150
þúsund á fyrsta samningsárinu.
Undir lok samningstímans verði
tekjutrygging orðin 165 þúsund
krónur. „Þetta er grunnforsenda
fyrir því að geta samþykkt slíkan
samning,“ segir hann.
Þessu er Aðalsteinn Baldursson,
formaður Verkalýðsfélags Húsa-
víkur ekki endilega sammála. „Það
er mikill óróleiki í efnahagslífinu
og ekki ráðlegt að semja til of
langs tíma,“ segir hann og leggur
til að samið verði einungis til eins
árs. Þá væri hægt að sækja meiri
launahækkun þegar aðrir hafa
gengið frá sínum samningum.
Verkalýðshreyfingin hafi oft verið
gagnrýnd fyrir það að ganga
snemma frá samningum.
Vilhjálmur Birgisson segir að
þessi hugmynd hafi lítið verið
rædd en vel sé hugsanlegt að
menn skoði þann möguleika, komi
til þess að endurmeta þurfi stöð-
una.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
varaforseti ASÍ, segir að í dag ber-
ist svör frá ríkisstjórninni um
skattbreytingar fyrir þá lægst
launuðu. „Við verðum að vita hvað
ríkisstjórnin vill gera,“ segir hún.
Ef svar fæst ekki frá stjórnvöld-
um má búast við að deilunni verði
vísað til ríkissáttasemjara fyrir
helgi. ghs@frettabladid.is
Hugmynd um að
semja til eins árs
Svör berast frá ríkisstjórninni í dag við kröfum um skattabreytingar. Sáttatil-
laga verður lögð fram á morgun en hún er að hluta enn ómótuð. Skiptar skoð-
anir eru innan Starfsgreinasambandsins. Hugmynd er um að semja til eins árs.
SKIPTAR SKOÐANIR Skiptar skoðanir eru innan Starfsgreinasambandsins um þá
sáttatillögu sem verkalýðshreyfingin hyggst leggja fram á fundi með fulltrúum Sam-
tökum atvinnulífsins á morgun. Tillagan er enn ekki að fullu mótuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GENGIÐ 08.01.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
119,8053
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
61,77 62,07
122,15 122,75
90,81 91,31
12,19 12,262
11,513 11,581
9,677 9,733
0,5632 0,5664
97,63 98,21
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR