Fréttablaðið - 09.01.2008, Side 6
6 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
VIÐSKIPTI Aðgangur fjármálafyrir-
tækisins Existu að lausu fé nægir
til að mæta endurfjármögnunar-
þörf félagsins nær allt árið, að
sögn Erlends Hjaltasonar, for-
stjóra félagsins.
Gengi bréfa Existu hefur lækk-
að hratt síðustu vikur, nokkuð í
takt við lækkanir á stærstu eign-
um félagsins erlendis. Sam-
kvæmt útreikningi blaðsins
nemur sú lækkun um þessar
mundir nálægt 33 milljörðum
króna. Í kjölfarið hafa vaknað
spurningar um getu félagsins til
að standa við að sölutryggja til
hálfs væntanlegt hlutafjárútboð
Kaupþings.
„Í áætlunum okkar tökum við að
sjálfsögðu tillit til þeirra skuld-
bindinga sem Exista hefur tekist á
hendur, til dæmis í væntanlegu
útboði Kaupþings, jafnvel þótt
fjárhæð þess hlutar sem mun falla
Exista í skaut í útboðinu sé óviss á
þessari stundu,“ segir Erlendur og
bætir við að félagið leggi ríka
áherslu á öfluga lausafjárstöðu.
„Aðgangur okkar að lausu fé í árs-
lok mætir endurfjármögnunarþörf
félagsins til næstu 50 vikna og eru
þá ekki taldar með auðseljanlegar
eignir.“ Hann bendir jafnframt á
að endurfjármögnun á árinu nemi
einungis um fjórðungi af heildar-
fjármögnun síðasta árs. - óká
Gera ráð fyrir skuldbindingum vegna hlutafjárútboðs Kaupþings á næstu vikum:
Lausafé Existu dugar út árið
Á AÐALFUNDI 2007 Engu er líkara en
þeir séu í þungum þönkum Ágúst
Guðmundsson stjórnarmaður (lengst til
hægri) og Erlendur Hjaltason, forstjóri
Existu. Til vinstri glittir í Lýð Guðmunds-
son stjórnarformann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BANDARÍKIN Búðarþjófur í Grand
Rapids í Bandaríkjunum liggur á
gjörgæsludeild með stungusár á
maga eftir misheppnaða þjófnað-
artilraun á mánudag. Hann
reyndi að stinga af á hlaupum
með stolinn eldhúshníf innan
klæða, en hrasaði þannig að hann
stakkst í magann á honum.
Samkvæmt fréttavef CBS
fundu lögregluþjónar manninn
liggjandi meðvitundarlausan á
gólfi verslunarinnar, og komu
honum þegar í stað á sjúkrahús.
Honum var sleppt úr varðhaldi
þar sem brot hans þótti ekki
alvarlegt.
- sþs
Hrasaði á harðahlaupum:
Stakk sig á
stolnum hníf
Stækka N1 í Ártúnsbrekku
N1 hyggur á mikla stækkun starfs-
stöðvar sinnar við norðanverða
Ártúnsbrekku. Byggja á nýja 515
fermetra þjónustustöð og hins vegar
verður byggt um 500 fermetra dekkja-
og smurverkstæði með dekkjahóteli.
Metanlögn frá Álfsnesi verður tengd
inn á stöðina sem jafnframt verður
átöppunarstaður fyrir metangáma.
REYKJAVÍK
Landvarðanámskeið 2008
Umhverfi sstofnun auglýsir námskeið í landvörslu sem haldið
verður í húsnæði stofnunarinnar, Suðurlandsbraut 24, í
febrúar og mars n.k. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvar-
ðaréttindi og forgang um landvörslustörf á vegum Um-
hverfi sstofnunar. Námskeiðsgjald er kr. 65.000.-.
Námskeiðið er háð því að viðunandi þátttaka fáist.
Umsóknum skal skilað bréfl ega til Umhverfi sstofnunar,
Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti á netfangið
ust@ust.is fyrir 1. febrúar 2008. Í umsókn komi fram nafn,
kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Skilyrði er að
umsækjendur séu fæddir 1988 eða fyrr.
Aðallega er kennt um helgar og á kvöldin á virkum dögum og
er lengd námskeiðsins í heild sinni 120 klst.
Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins eru á
heimasíðu Umhverfi sstofnunar www.ust.is.
SÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Karlmaður áfram í farbanni
Karlmaður sem grunaður er um
að hafa ekið á fjögurra ára dreng
í Reykjanesbæ í nóvember með
þeim afleiðingum að drengur-
inn lést hefur verið úrskurðaður
í áframhaldandi farbann til 29.
janúar.
DÓMSTÓLAR
HOLLAND, AP Prestur frá Síerra
Leóne lýsti hvernig uppreisnar-
menn frömdu fjöldamorð á 101
manni, limlestu börn og nauðguðu
konum þegar hann bar vitni við
réttarhöldin yfir Charles Taylor,
fyrrverandi forseta Líberíu, hjá
stríðsglæpadómstólnum í Haag í
Hollandi í gær. Önnur vitni lýstu
því hvernig þau voru misnotuð
kynferðislega og aflimuð af upp-
reisnarmönnunum sem rændu
gimsteinanámur í Síerra Leóne.
Taylor er sagður hafa stutt upp-
reisnarmennina sem rændu dem-
öntum að andvirði eins til 7,7 millj-
arða króna á ári og smygluðu
gegnum Líberíu. Taylor notaði
gróðann til vopnakaupa fyrir upp-
reisnarmennina sem leiddi til þess
að farið var að tala um „blóðdem-
anta“.
Taylor, sem er 59 ára gamall, er
sakaður um að hafa skipulagt
nauðganir, morð og limlestingar í
Síerra Leóne. Hann hefur lýst sig
saklausan af öllum ellefu ákæru-
liðunum.
Réttarhöldin yfir Taylor hófust
á ný á mánudag eftir sex mánaða
hlé. Var þeim frestað í júní síðast-
liðinn eftir fyrsta dag þeirra sem
einkenndist af ringulreið. Taylor
lét ekki sjá sig og rak lögfræðing
sinn.
Taylor er fyrsti fyrrverandi
leiðtogi Afríkuríkis sem kemur
fyrir alþjóðlegan dómstól. - sdg
Réttarhöld yfir fyrrverandi forseta Líberíu við stríðsglæpadómstólinn í Haag:
Morð og limlestingar á ábyrgð Taylors
CHARLES TAYLOR Sat svipbrigðalaus
meðan vitni sögðu frá grimmdarverkum
uppreisnarmanna sem störfuðu í skjóli
hans. NORDICPHOTOS/AFP
LEIKSKÓLAR Mannekla er á leik-
skólum hjá Reykjavíkurborg. Af
tæplega 1.400 starfsmönnum
vantar um tíu prósent, eða hátt í
tvö hundruð í 130 stöðugildi. Af
80 leikskólum í borginni eru 25
fullmannaðir. Á tíu leikskóla
vantar starfsmenn í hálft til eitt
stöðugildi, á 25 leikskóla vantar
fólk í eitt til þrjú stöðugildi og á
átján leikskóla vantar fólk í þrjú
stöðugildi eða fleiri. Miðað er við
1. janúar.
Sigrún
Elsa Smára-
dóttir, for-
maður Leik-
skólaráðs,
segir að leik-
skólarnir
hafi allar
klær úti til
að manna
starfsemina.
Hver leik-
skóli hafi
sína eigin
viðbragðsáætlun ef fólk vantar
eða veikindi koma upp. Illgerlegt
sé að koma upp neyðarteymi til
að fara á milli leikskóla þar sem
fólk vilji frekar ráða sig á fastan
stað. Þá geti leikskólarnir aðeins
tekið inn fólk sem ekki hefur vald
á íslensku að takmörkuðu leyti.
Sigrún Elsa segir að ýmissa
nýrra ráða sé leitað. Þannig hafi
neyðarteymi verið rætt, einnig
samstarf grunnskóla og leikskóla
og að efla samstarf við aðra, til
dæmis myndlistarskóla. Hún
segir að fáir eldri borgarar hafi
sóst eftir vinnu á leikskóla en að
sjálfsögðu séu ráðnir 18 ára og
eldri. Launin hafi hækkað um 11
prósent 1. nóvember.
Ástandið er sums staðar svo
slæmt að leikskólar eru farnir að
senda börn heim. Þannig þurfa
börn á leikskólanum Hálsaborg
að vera einn dag heima af hverj-
um þremur. Á Hálsaborg vantar
fimm til sex starfsmenn af tólf.
Eygló Guðmundsdóttir, formaður
Foreldrafélagsins á Hálsaborg,
segir að ástandið sé hræðilegt.
„Ég leysi þetta með því að taka
barnið með mér í vinnuna,“ segir
hún. „Mér finnst ömurlegast að
heyra viðbrögð okkar foreldr-
anna við þessar aðstæður. Við
látum ekki nógu mikið í okkur
heyra. Við reynum alltaf að leysa
málið, taka frí í vinnunni eða
bjarga málinu með því að senda
barnið til ömmu og afa. Það hefur
ekki nógu mikil áhrif út í þjóðfé-
lagið.“
Ólöf Helga Pálmadóttir, leik-
skólastjóri á Hálsaborg, segir að
auglýst hafi verið eftir starfs-
mönnum og fyrirspurnir borist.
„Fólk er ekki mikið í atvinnuleit í
desember,“ segir hún og telur
lausnina tæpast felast í að draga
úr kröfum. „Við erum að vinna í
þessu.“
Um 200 börn eru á biðlista, tæp
sjötíu hafa fengið loforð um pláss
en ekki komist inn.
ghs@frettabladid.is
Vantar starfsmenn
á helming leikskóla
Hátt í tvö hundruð starfsmenn vantar á leikskóla hjá borginni. Einn eða fleiri
starfsmenn vantar á 55 af 80 leikskólum. Á átján skóla vantar þrjá eða fleiri. Á
Hálsaborg vantar helming starfsmanna. Þar eru börnin heima þriðja hvern dag.
Á LEIKSKÓLA ER GAMAN Mannekla er á leikskólunum hjá Reykjavíkurborg og hátt í
tvö hundruð starfsmenn vantar, eða um tíu prósent starfsmanna.
SIGRÚN ELSA SMÁRA-
DÓTTIR
Fylgist þú með aðdraganda
bandarísku forsetakosning-
anna?
JÁ 54,7%
NEI 45,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú að menntamálaráð-
herra eigi að láta friða húsin
við Laugaveg 4-6?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN