Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 24
 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● nýir bílar Mikið breytt þriðja kynslóð Subaru Impreza kom á markað í haust, en hún var valin bíll ársins á Íslandi í sínum flokki. Reynsluakstur á Impreza 2,0R með sjálfskiptingu. Subaru-bílar hafa ekki að ástæðu- lausu notið mikilla vinsælda á Ís- landi, enda henta þeir íslenskum aðstæðum sérlega vel þar sem þeir eru allir með sítengt aldrif. Auk þess hefur áreiðanleiki þeirra reynst með því besta sem gerist, sem endurspeglast í toppeinkunn- um í könnunum á ánægju eig- enda. Það sætir því nokkrum tíðind- um þegar alveg ný kynslóð Su- baru-bíls kemur á markað. Nú er það Imprezan, sem keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Toyota Auris, sem hefur verið hannaður upp á nýtt frá grunni. Þetta er þriðja kynslóð Imprez- unnar frá því Subaru með því nafni kom fyrst fram á sjónar- sviðið snemma á tíunda áratugn- um. Og óhætt er að segja að þessi kynslóðaskipti séu allbyltingar- kennd. Áður var aðeins hægt að fá Im- prezu fjögurra dyra með skotti eða sem fimm dyra skutbíl. Nú hefur Subaru ákveðið að færa útlit Im- prezunnar nær „meginstraumn- um“ í þessum flokki bíla. Hún fæst nú aðeins sem fimm dyra hlaðbakur, með sléttu og felldu út- liti sem sker sig lítið frá öðrum bílum, ólíkt fyrirrennaranum. Með hlaðbaksforminu er nýja Imprezan nokkru styttri en fyrir- rennarinn, þar sem yfirbyggingin teygir sig nú mjög skammt aftur fyrir afturhjólin. En flest önnur mál hafa stækkað; hjólhaf, spor- vídd, breidd og hæð. Farþegarými hefur líka auk- ist og hönnun innanrýmisins tekið miklum stakkaskiptum. Farang- ursrýmið hefur hins vegar minnk- að og mælist nú um 300 lítrar. Subaru-aðdáendur sem kunna að hafa áhyggjur af því að nýja Imprezan sé „of venjuleg“ geta huggað sig við að þegar kemur að fjöðrun og aksturseiginleikum er nýi bíllinn enginn eftirbátur fyr- irrennaranna. Hann liggur mjög vel á vegi, sérstaklega í beygjum, og rásfestan og stöðugleikinn sem lágur þyngdarpunktur boxer-vél- arinnar og sítengt aldrifið gefa njóta sín jafnvel enn betur í þess- um bíl en hjá fyrri kynslóð. Þeir sem vilja njóta aksturseig- inleikanna best ættu þó að velja beinskiptu útgáfuna, þar sem sá gírkassi er fimm gíra með háu og lágu drifi og mekanískum milli- kassa. Sjálfskipta útgáfan, eins og reynsluakstursbíllinn var, er aðeins fjögurra gíra og er mun svifaseinni í öllum viðbrögðum en sá beinskipti. Þetta endurspeglast meðal annars í því að uppgefinn hröðunartími úr núlli í hundrað er fullum tveimur sekúndum meiri í sjálfskiptu útgáfunni, 11,6 sekúnd- ur í stað 9,6 í þeirri beinskiptu. Í fyrstu fæst Imprezan einung- is með tveggja lítra bensínvél, sem nú skilar 150 hestöflum og 196 Nm togi. Það er tíu hestöflum minna en sama vél skilaði áður, og skrifast það sjálfsagt á nýjustu útblástursreglur og tilraun til að gera vélina sparneytnari. Í reynsluakstrinum var reyndar ekki að sjá að hún væri orðin neitt sparneytnari en áður. Samkvæmt aksturstölvunni eyddi hún yfir 11 lítrum á hundraðið, þótt uppgef- in meðaleyðsla sé aðeins 8,2 lítr- ar. Reyndar eyða allir bílar meiru við vetraraðstæður, þegar kalt er og vindasamt og ekið er á grófum vetrardekkjum. En svo virðist sem raunverulega sparneytnir Subaru- bílar verði ekki fáanlegir fyrr en með nýju boxer-díselvélinni sem boðað hefur verið að verði fyrst fáanleg í Legacy í sumar og síðar bæði í Forester og Impreza. Auk tveggja lítra vélarinnar á Imprezan að fást með 1,5 lítra, 107 hestafla vél. Hún verður eflaust sparneytnari, en bóka má að hún þurfi að erfiða mun meira til að hreyfa þennan ríflega 1.300 kílóa bíl. Síðar mun túrbóútgáfan WRX- Sti fást með yfir 300 hestafla vél, en með henni viðheldur Subaru þeirri hefð að bjóða upp á götuút- færslu af heimsmeistarakeppni- rallbíl fyrirtækisins. Sjálfskiptur kostar Impreza 2,0R í Sport-útfærslu, eins og reynsluakstursbíllinn, 2.590.000 kr. Það er þokkalegt verð að teknu tilliti til búnaðar í samanburði við keppinauta. Jafn vel búinn Legacy kostar reyndar aðeins 200.000 kr. meira, sem undirstrikar hvað sá bíll er á góðu verði þar sem þar er um mun stærri og meiri bíl að ræða. audunn@frettabladid.is REYNSLUAKSTUR Ný og gerbreytt Impreza Nýja Imprezan fæst aðeins sem hlaðbakur og sker sig í útliti ekki lengur úr öðrum bílum i sínum flokki, ólíkt fyrirrennaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ný og nútímalegri hönnun á innanrými. Nýr Audi A4 verður kynntur í maí á Íslandi en hann þykir sport- legri útlits en forverinn og reyndar einn sportlegasti stallbakur- inn í millistærðarflokki. Minni slútun er yfir framhjólunum og vélarhlífin er lengri, sem og hjólhaf bílsins, en alls er Audi A4 4,7 metrar á lengd. Í drifrásinni er sú breyting að staðsetning mismunadrifs og kúpl- ingar hefur breyst, sem gerir mögulegt að færa framásinn fram um 154 millimetra. Þessi lausn tryggir ákjósanlega þyngdardreif- ingu á ásana. Ný hönnun er á sportlegu fjöðrunarkerfinu, sem er að mestum hluta úr áli sem dregur úr ófjaðrandi þyngd bílsins. A4 er til með nýjum tæknibúnaði; Audi-akstursval (drive sel- ect) lagar vél, sjálfskiptingu, stýringu og fjöðrunarkerfi að óskum ökumanns. Audi-sportstýring (dynamic steering) lagar stýringu að hraða bílsins og heldur honum stöðugum, jafnvel við ystu mörk í akstri, með breytingum á beygjuhring hans á nánast rauntíma. Stjórnbúnaður stýrir stífleika vökvafylltra höggdeyfa, sem leiðir til sportlegri upplifunar og aukins öryggis í akstri. Bifreiðin fæst með fimm vélum, allt frá 143 hestöflum til 265 hestafla. Fjögurra strokka bensínvélin er með forþjöppu eins og díselvélarnar. Báðar gerðir eru með beinni innsprautun. Allar vél- arnar eru þýðgengar og skila jafnri vinnslu á breiðu snúningssviði og eyðsla þeirra er minni en í eldri gerðum bifreiðarinnar. A4 fæst með nokkrum gírskiptingagerðum; sex gíra handskipt- ingu, tiptronic-sjálfskiptingu, multitronic-reimskiptingu og annað hvort framhjóladrifinn eða með sítengdu quattro-fjórhjóladrifi, sem hefur verið endurbætt. Nánar á www.hekla.is - rve Vígalegur á velli Nýr Audi A4 þykir sportlegri útlits en forverinn. Nýr Citroën C5 kemur á markað í Evrópu vorið 2008 og til Brim- borgar um haustið, en bifreiðin þykir hafa tekið töluverðum breyt- ingum til betri vegar. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á þessum meðalstóra fjölskyldubíl má fyrst nefna útlitsbreytingar. Bíllinn er þannig lengri og breiðari en fyrirrennari hans. Nýr framendi hefur sterka nálægð enda loftinntakið stærra og eftir- tektarverðara en áður og með innbyggðum þokuljósum. Þá ljær bogadregin lína yfirbyggingarinnar bílnum glæsilegan heildar- svip, auk þess sem afturhluti bílsins þykir ekki vera síðri en flott- ur framendi. Gæði hins nýja C5 þykja síðan koma vel fram í farþegarýminu. Stýrið er með sína föstu miðju líkt og í C4 og sæti með stillingar- minni prýða bifreiðina. Hið þriggja stiga vökvadrifna fjöðrunarkerfi sem Citröen er þekkt fyrir verður í nýju gerðinni. Nokkrar gerðir bensín- og díselvéla verða í boði í nýjum C5, meðal annars sex strokka og 208 hestafla díselvél með forþjöppu. Nánari upplýsingar um Citröen C5 hjá Brimborg, www.brim- borg.is. - rve Aldrei verið glæsilegri Nýr Citroën C5 kemur til Brimborgar í haust. IMPREZA 2,0R SPORT Vél: 4 str. H, 1994 ccm Afl : 150 hö/196 Nm Skipting: 4 þrepa sjálfsk. Eigin þyngd: 1.360 kg. Hröðun 0-100 km: 11,6 s. Uppg. meðaleyðsla: 8,2 l PLÚS: Aksturseiginleikar MÍNUS: Svifasein sjálfskipting, eyðsla Verð: 2.590.000 kr. Umboð: Ingvar Helgason

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.