Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 46
26 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman á von á barni með eiginmanni sínum, sveitasöngvar- anum Keith Urban. Kidman, sem er fertug, á tvö börn fyrir sem hún ættleiddi með fyrrverandi eiginmanni sínum Tom Cruise. Í fyrra viðurkenndi hún að hafa misst fóstur tvívegis á meðan á tíu ára hjónabandi þeirra stóð. Kidman, sem fékk Óskarinn árið 2003 fyrir myndina The Hours, giftist Urban árið 2006. Í viðtali í fyrra sagðist hún endilega vilja eignast barn með Urban. „Það kemur í ljós. Það er í höndum guðs,“ sagði hún. Kidman á von á barni Ef allt gengur að óskum verður kvikmynd Ridleys Scott um leiðtoga- fundinn í Höfða tekin upp hér á landi. Og í hinum fullkomna heimi verða Hollywood-stjörnur í hlutverki Íslend- inga sem léku stórt hlutverk á meðan á þessum sögulega fundi stóð. Freyr Gígja Gunnarsson beitti hávísindaleg- um aðferðum við að aðstoða Scott og félaga hans í að finna hentuga leikara fyrir íslensku þjóðhetjurnar. Með forritinu My Heritage er hægt að finna með nákvæmum útreikningum hvaða tvífara hver á. Með gömlum myndum úr ljósmynda- safni Fréttablaðsins var unnt að leggja mat á hvaða leikarar hentuðu best í hlutverk Íslendinganna. Þegar hefur verið nefnt að Warren Beatty leiki Ronald Reagan og Anthony Hopkins verði Gorbatsjov. Með hliðsjón af því má fastlega gera ráð fyrir að engu síðri stórstjörnur verði í hlutverkum Íslendinganna sem léku stórt hlutverk á meðan á leiðtogafundinum stóð. „Á bak við þessar luktu dyr...“, setning sem er mörgum enn í fersku minni, sagði hinn ungi sjónvarpsfréttamaður Hallur Hallsson þar sem hann stóð fyrir utan Höfða, mitt á meðal helstu fréttastofa heims, á meðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbat- sjov sátu á rökstólum og reyndu að binda enda á kalda stríðið. Þjóðin stóð á öndinni, beið eftir því að eitthvað gerðist og á meðan þurfti Hallur ásamt félögum sínum á RÚV að lýsa því sem fyrir augu bar. Var hurðar- húnninn á Höfða að hreyfast? Skyldi friður komast á með þessum fjandmönnum sem héldu heimsbyggðinni í heljargreipum? Hallur man vel eftir þessum tíma en hann var þá nýbyrjaður á fréttastofu Sjónvarps- ins. „Mér líst bara vel á þessa hugmynd Scotts enda er þetta sögulegur fundur,“ segir Hallur en bætir því við að þetta hafi nú ekki verið í fyrsta skipti sem augu alheimsins beindust að Íslandi. Menn skyldu ekki gleyma glímu Spasskís og Fischers um heimsmeistaratitilinn í skák fjórtán árum áður í Laugardalshöllinni. „En þarna voru þungavigtarmennirnir sjálfir mættir og það vakti að sjálfsögðu gríðarlega athygli,“ segir Hallur. Hollywood-stjörnur leika Íslendinga VIGDÍS OG NAOMI WATTS Glæsileiki Vigdísar Finn- bogadóttur þegar hún rölti með Ronald Reagan vakti mikla athygli. Naomi Watts þykir samkvæmt My Heritage líklegust til að hreppa hnossið. HACKMAN OG INGVI HRAFN Hið hörkulega útlit Ingva hefur síður en svo elst af honum og því leikur ekki nokkur vafi á að eðalnaglinn Gene Hackman væri ákaflega heppilegur í hlutverk íslenska fréttastjórans. IDLE OG HALLUR Þrátt fyrir að vera að lýsa einhverjum merkasta viðburði í Íslandssögunni tókst Halli alltaf að hafa létt yfirbragð yfir fréttum sínum frá Höfða. Breski húmoristinn Eric Idle, kunnastur fyrir störf sín með Monthy Python, er samkvæmt My Heritage líkastur Halli og eflaust einn örfárra sem gætu gert setninguna „Behind these closed doors...“ að sinni. Kannski er þarna líka kominn titillinn á myndina. WILSON OG STEINGRÍMUR Hið hæfilega kærulausa fas forsætisráðherrans Steingríms Hermannssonar kom erlendum fréttamönnum skemmtilega á óvart. Og því er ekki að undra að tvífaraforritið skuli velja Owen Wilson í hlutverk Denna. COSTNER OG ÖGMUNDUR Þingmað- ur Vinstri grænna var einn örfárra frétta- manna sem lögðu leið sína upp á flugvöll þegar Gorbatsjov mætti til landsins. Og það skyldi ekki koma neinum á óvart ef Kevin Costner fengi að bregða sér í hlutverk íslenska sjónvarps- mannsins. Hætt hefur verið við Golden Globe-verðlaunahátíð- ina vegna verkfalls handritshöfunda í Bandaríkjun- um. Þess í stað verður haldinn klukkutímalangur blaðamannafundur þar sem nöfn sigurvegaranna verða lesin upp. Útvarpsmaðurinn Ívar Guð- mundsson hefur lýst hátíðinni undanfarin ár á Stöð 2 og er vitaskuld afar svekktur yfir tíðindunum. „Maður var búinn að gíra sig upp í næturvakt 13. janúar en ætli maður verði ekki bara að fylgjast með frétta- mannafundinum,“ segir Ívar, sem hefur einnig lýst Óskarsverðlaun- um undanfarin ár. „Þetta er miklu léttari hátíð en Óskarinn og skemmtilegri að því leytinu til að þarna kemur bæði sjónvarps- og kvikmyndaliðið saman. Síðan er það spurning hvort þetta teygist í Óskarinn. Þetta er allt komið í tóman hnút,“ segir hann. „Þetta sýnir samt styrkleika þessa félags handritshöfunda í Bandaríkjunum. Þeir hafa gríðarleg ítök.“ Fjölmargir leikarar í Hollywood höfðu heitið því að sniðganga verðlaunahátíðina ef hún færi fram auk þess sem sjónvarps- stöðvar ætluðu ekki að sýna frá henni. Þrátt fyrir að einungis verði haldinn blaðamannafundur hafa samtök handritshöfunda einnig hvatt stjörnur Hollywood til að sniðganga hann. Verður George Clooney á meðal þeirra sem ætla að sýna stuðning sinn í verki. - fb Svekktur yfir Golden Globe ÍVAR GUÐMUNDSSON Útvarps- maðurinn knái er ósáttur við það að hætt hafi verið við Golden Globe-verðlauna- hátíðina. GEORGE CLOONEY Hjartaknúsarinn ætlar að sniðganga blaðamannafundinn sem haldinn á sunnudag. > ENDURVINNANLEG TÍSKA Marc Jacobs, Stella McCartney, Bur- berry, Calvin Klein og Versace eru á meðal hönnuða sem munu taka þátt í sérstakri tískusýningu í lok mánaðar. Hver hönnuður mun sýna eitt sköp- unarverk, og á að leggja áherslu á endurvinnanleg efni og aðferðir sem ekki menga. Sýningin mun ýta tísku- vikunni í New York úr vör. Mariah Carey hefur vísað orðrómi þess efnis að hún hyggi á samstarf við Jennifer Lopez alfarið á bug, og segir að það myndi „aldrei gerast“. Aðspurð um mögulegan samsöng þeirra, í viðtali við stjórnanda skemmtiþáttarins Inside Holly- wood, sagði söngkonan að hún „myndi heldur vera á sviði með svíni. Dúett með mér og Jennifer Lopez verður aldrei að veruleika.“ Það er vart hægt að segja að það hafi verið hlýtt á milli söngkvenn- anna tveggja í gegnum tíðina. Sá kuldi í samskiptum þeirra á rætur að rekja til ársins 2001, þegar Jennifer notaði stef úr tveimur lögum Mariuh úr myndinni Glitter, til að búa til tvær útgáfur af laginu I’m Real, af plötunni J-Lo. Svín skárri en J.Lo SYNGUR FREKAR MEÐ SVÍNI Mariah Carey útilokar að hún og Jennifer Lopez syngi saman dúett, en það hefur andað frekar köldu á milli söngkvenn- anna á síðustu árum. Umslag plötu Bjarkar Guðmunds- dóttur, Volta, var það níunda flottasta á síðasta ári samkvæmt lesendum bandaríska tónlistartíma- ritsins Rolling Stone. Í efsta sæti var umslagið við plötu Arcade Fire, Neon Bible, og númer tvö var Sky Blue Sky með Wilco. Í þriðja sætinu var platan Year Zero með Nine Inch Nails. Á meðal hljóm- sveita sem voru á eftir Björk á listanum eru Smashing Pumpkins, Interpol, White Stripes og Mika. Myndband við lag Bjarkar, Declare Independence, var jafnframt valið sautjánda besta myndband ársins af lesendum tímaritsins. Umslagið í níunda sæti Leikarinn Stephen Fry er orðinn þreyttur á því að vera alltaf látinn leika samkyn- hneigða eða einhleypa menn. „Af því að allir vita að ég er hommi þá virðist vera erfitt fyrir fólk að sannfærast ef ég á í ástarsam- bandi við konu í bíómynd eða sjónvarpsþætti,“ sagði Fry. Honum finnst einnig undarlegt að gagnkynhneigðum leikurum sé ávallt hrósað fyrir að leika samkynhneigða. „Fólk segir: „En hvað þú varst hugrakkur“. Hvers vegna ætti það að vera eitthvað erfitt fyrir mann að kyssa annan mann?“ sagði hann. Fær aldrei að kyssa konu STEPHEN FRY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.