Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 56
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Þórhildar Elínar
Elínardóttur
Ef skammdeginu hefur enn ekki tekist að laða fram myrk-
fælni er samt ennþá von. Nú
þegar jólaljósin eru flest á bak og
burt er upplagt að sitja óttaslegin
í dimmunni og skynja glöggt
nærveru drauga og allskyns
ósýnilegra vera. Samkvæmt
nýlegri vísindalegri rannsókn
virðist hjátrú okkar nefnilega
síst í rénun þótt vinsældir skil-
greindra tegunda hreyfist dálítið
frá niðurstöðum þrjátíu ára könn-
unar. Nú til dags eru til dæmis
færri en áður þeirrar skoðunar
að gott samband við framliðna
fáist á miðilsfundum.
NÚ halda því sumir fram að
öllum fylgi einhver draugur, eins-
konar verndarfylgja. Hlutverk
fólks eftir dauðann sé þannig að
passa lifandi manneskju svo hún
fari sér ekki að voða. Tilhugsunin
um framliðna langömmu sem
þvælist á eftir mér er ekkert
nema óþægileg. Þrátt fyrir
þokkalega samvisku aðhefst ég
nefnilega ýmislegt sem þarfnast
ekki aldraðra vitna. Það eina sem
slær langömmuna út er hug-
myndin um eigið framtíðarhlut-
verk. Að neyðast sjálf eftir and-
látið til að hundelta einhvern
daga og nætur, kannski leiðinda-
skarf sem veit ekkert betra en að
raða frímerkjum og lesa vísitöl-
ur. Hafa fátt að gera á meðan
annað en anda ofan í hálsmálið á
honum en því miður er svona
jarðbundinn maður alveg laus
við skyggnigáfu. Bíð ég frammi á
meðan hann skreppur á klósettið
eða mun ég líka þurfa að fylgjast
með því?
SAMT lifnar alltaf spennufíkill-
inn dálítið við þegar afturgöngur
og álfa ber á góma, sennilega er
það sama elementið og lætur
mann fara í stóra fallturninn,
horfa á hrollvekjur og borða of
mikinn piparbrjóstsykur. Þótt ég
sé alveg lesblind á árur, lófa og
lithimnur og finnist óbærilega
erfitt að trúa á álfa er gaman að
tala við fólk sem er visst í sinni
sök. Heyra um blómálfinn í frið-
arliljunni og búálfinn í fataheng-
inu, þótt ástæða fyrir vali á
búsetu innan um úlpur og gúmmí-
stígvél sé mér hulin ráðgáta.
MIÐAÐ við það hve lífið, ver-
öldin og alheimurinn eru flókin
fyrirbæri er kannski skynsam-
legt að áætla að mögulegt hand-
anlíf sé það líka. Kannski er tími
og rúm blekking ein og okkar
heimur bara oggulítill hluti af
ótal víddum óendanlega stórum
og smáum. Eða kannski er enginn
hér nema guð og við.
Lifandi hjátrú
Í dag er miðvikuudagurinn
9. janúar, 9. dagur ársins.
11:08 13:34 16:01
11:18 13:19 15:21
Opnunartíminn er 7:30-19:00 mán-föst og 10-16 á laugardögum
STJÖRNUBÓN
Lyngási 12 Garðabæ S:5667722 WWW.ATbilar.is
Allt sem viðkemur þrifum á faratækjum og vögnum
RAV4
HUGSAÐU
HRATT
Hlaupárið byrjar á spennandi sértilboðum
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
T
O
Y
4
04
97
0
1/
08
Toyota Kópavogi
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 420-6600
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Toyota Austurlandi
Miðási 2
Egilsstaðir
Sími: 470-5070
Toyota - bestu bílakaupin strax
Hlaupárið hjá Toyota byrjar á spennandi sértilboðum í takmarkaðan tíma.
Langar þig í nýjan Yaris, Auris, Corolla, Avensis eða RAV4?
Hugsaðu hratt, komdu til næsta söluaðila Toyota núna og láttu sölumenn
okkar gera þér tilboð sem þú getur ekki hafnað.
Fyrstir koma, fyrstir fara - á nýrri Toyota