Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.01.2008, Qupperneq 8
8 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR KÓLUMBÍA, AP Eftir að hafa verið í haldi kólumbíska uppreisnarhóps- ins FARC í yfir fimm ár fengu Clara Rojas og Consuelo Gonzalez frelsi á fimmtudaginn. Er þetta mikilvægasta skrefið sem orðið hefur í deilu hópsins við stjórn- völd í Kólumbíu frá árinu 2001 þegar FARC sleppti 300 her- og lögreglumönnum. Gonzalez, sem er fyrrverandi þingkona, var rænt 2001. Roja, sem var aðstoðarkona forseta- frambjóðandans Ingrid Betan- court, var rænt ásamt Betancourt 2002 þegar þær voru á ferð í frum- skógum Kólumbíu. Fyrir þremur árum eignaðist Roja son sem var tekinn frá henni eftir átta mánuði. Barnsfaðir hennar er einn upp- reisnarmannanna. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að í ljós kom að syni Roja hafði verið komið fyrir á munaðarleysingjahæli í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu. Hugo Chavez, forseti Venesú- ela, samdi um lausn kvennanna og voru þær fluttar beint til höfuð- borgar Venesúela þar sem ástvin- ir þeirra tóku á móti þeim ásamt Chavez. Alvaro Uribe, forseti Kól- umbíu, gaf Chavez grænt ljós á björgunarleiðangur þrátt fyrir deilur vegna afskipta Chavez af átökum stjórnvalda og FARC sem hafa staðið yfir í 50 ár. Chavez hvatti Uribe til að veita sér aukið umboð til að semja um lausn fleiri gísla. Sagði hann björg- unarleiðangurinn nú sýna mögu- leika á frelsun fleiri gísla. Betan- court, sem hefur kólumbískan og franskan ríkisborgararétt, og þrír bandarískir verktakar eru á meðal gísla sem eru í haldi. Uribe þakkaði Chavez í ræðu og ítrekaði boð sitt um að ræða mögu- leg fangaskipti við uppreisnar- mennina en bætti við að „friður næst ekki með því að láta undan kröfum hryðjuverkamannanna“. Chavez hvatti enn fremur til þess að ríki myndu taka FARC af lista yfir hryðjuverkasamtök og að viðurkenning á pólitískum markmiðum hópsins væri eina leiðin til að binda enda á blóðug átökin í Kólumbíu. sdg@frettabladid.is © GRAPHIC NEWS Uppreisnarhópur í Kólumbíu sleppir tveimur gíslum Uppreisnarhópurinn FARC frels- aði á fimmtudag tvær konur sem hafði verið haldið í gíslingu í yfir fimm ár í frumskógum Kólumbíu. Forseti Venesúela, Hugo Chavez, samdi um lausn gíslanna. Er þetta fyrsta stóra jákvæða skrefið í mörg ár í samskiptum kólumb- ískra stjórnvalda og FARC, sem er elsti uppreisnarhópur landsins. Karakas Bógóta San Jose del Guaviare: Tvær þyrlur Rauða krossins í Venesúela sóttu gíslana. Frjálsar: Fyrrverandi þingkonan Consuelo Gonzales, 57 ára (vinstri) og Clara Rojas, 44 ára, aðstoðar- maður fyrrverandi forseta- frambjóðandans Ingrid Betancourt. V E N E S Ú E L A 200 km MYNDIR/AP JÓRDANÍA, AP Jórdanskur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða þrítuga dóttur sína þar sem hann taldi hana vera í tygj- um við karlmann. Faðirinn játaði morðið og sagð- ist með því hafa „hreinsað“ heið- ur fjölskyldu sinnar. Morðið átti sér stað í bæ í vest- urhluta Jórdaníu þar sem íhalds- samir ættbálkar bedúína búa. Samkvæmt siðum þeirra mega konur ekki tala við ókunnuga karla og lúta þær algerlega stjórn karla. Árlega eru tuttugu konur að meðaltali myrtar af karlkyns ætt- ingjum í Jórdaníu. - sdg Heiðursmorð í Jórdaníu: Faðir myrti dóttur sína SKÓLAMÁL Ekki hefur enn orðið af sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands en í haust stóðu vonir til að af henni gæti orðið um áramót. Jón B. Stef- ánsson, skóla- meistari Fjöl- tækniskólans, segir málið á borði menntamálaráðherra, Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, þar sem tillögur sameiningarnefndar liggja og hafa legið síðan fyrir jól. „Það er búið að undirbúa málið og samkomulag liggur fyrir,“ segir Jón sem býst heldur við að ákvörðun ráðherrans liggi fyrir fyrr en síðar. - bþs Iðnskólinn og Fjöltækniskólinn: Sameining ekki gengin í gegn JÓN B. STEFÁNSSON STJÓRNMÁL Birg- ir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður alls- herjarnefnd- ar Alþingis, sér meinbugi á frum- varpi Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksfor- manns Samfylk- ingarinnar, um að þingið kjósi dómara við Hæsta- rétt. „Það er umdeild aðferð og mér finnst mikið álitamál hvort heppi- legt sé að skipan dómara komi til kasta þingsins,“ segir Birgir. Frumvarpi Lúðvíks var vísað til allsherjarnefndar í vetur en hefur ekki hlotið umræðu. Birgir segist ekki vita hvenær af umræðunni getur orðið. - bþs Birgir Ármannsson: Lítt hrifinn af tillögu Lúðvíks BIRGIR ÁRMANNSSON Gíslum sleppt eftir fimm ár í prísund Kólumbíski uppreisnarhópurinn FARC sleppti tveimur konum sem höfðu ver- ið í gíslingu í yfir fimm ár. Hugo Chavez, forseti Venesúela, samdi um lausn þeirra. Önnur eignaðist barn sem var tekið frá henni en fannst nýlega. 1. Hvaða verkefni fékk Eyrar- rósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á lands- byggðinni? 2. Hvað heitir ísbirnan sem húnn var nýlega tekinn af í dýragarði í Þýskalandi? 3. Hvað heitir Íslendingurinn sem nýlega var valinn í lið árs- ins í hollensku deildinni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 Taktu þátt í að stækka miðborgina www.hofdatorg.is Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Gísla Jónsson í síma 822 4418, eða með pósti á gisli@hofdatorg.is fyrir lok janúar. KVIKMYNDAHÚS OG RÁÐSTEFNUMIÐSTÖÐ Á HÖFÐATORGI Óskað er eftir aðilum til að koma að rekstri kvikmyndahúss og ráðstefnumiðstöðvar á hinu nýja Höfðatorgi sem nú rís við Borgartún í Reykjavík. Þeim sem valinn verður til verksins býðst einstakt tækifæri til að taka þátt í hönnun verkefnisins frá upphafi . Þannig gefst frábært tækifæri til að móta spennandi starfsemi í stækkandi miðborg Reykjavíkur. MIÐBORGIN STÆKKAR Höfðatorg afmarkast af Borgartúni, Skúlatúni, Skúlagötu og Höfðatúni. Þar rís nú glæsileg byggð með fjölda fyrirtækja og stofnana, fjölbreyttri þjónustustarfsemi, veitingastöðum og opnum svæðum sem tengja gamla Laugaveginn og fjár- málahverfi ð við Borgartún. Höfðatorg mun gegna lykil- hlutverki í Reykjavík framtíðarinnar. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.