Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 12.01.2008, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 12. janúar 2008 11 VÍTI TIL VARNAÐAR Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna, segir það fagnaðarefni að samkeppnisyfir- völd hafi burði til þess að taka fljótt og vel á stórum málum eins og samráði greiðslukorta- fyrirtækjanna. „Ég fagna því að sam- keppnisyfirvöld taki á málum eins og þessum. Þetta mál er víti til varnaðar fyrir fyrirtækin sem eigan í hlut og önnur íslensk fyrirtæk,“ segir Jóhann- es og leggur áherslu að eftirlitið skipti sköpum fyrir neytendur. „Þetta sýnir mikilvægi þess að eftirlit með markaði sé virkt, neytendum til hags- bóta. Því neytendur þurfa að lokum að borga fyrir samráð. Það bitnar á þeim, númer eitt, tvö og þrjú.“ EFTIRLITIÐ VIRKAR Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir það skýra stefnu ríkisstjórn- arinnar að efla samkeppniseftir- litið en þetta mál, samráð kortafyrir- tækjanna, sýni að það geti tekið á stórum málum og leitt þau til enda. „Starfsemi eftirlitsins virkar vel fyrir íslenskt samfélag. Það virkar betur og skilvirkar en það gerði á árum áður. Við leggjum Samkeppniseftirlitinu til um 30 prósentum meira fé á fjárlög- um en á síðasta ári. Það er pólitískt markmið okkar að stórefla eftirlitið og það hefur sýnt sig að málshraðinn er að aukast. Það stendur upp úr, þegar horft er til mála Samkeppn- iseftirlitsins að það er orðið öflug stofnun sem sinnir starfi sínu vel. En það er mitt markmið að efla bæði Samkeppnis- og Fjármálaeftirlitið umtalsvert á næstu misserum.“ FAGNAR LOKUM MÁLSINS Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar áður Kreditkorta hf., fagnar lokum málsins og einnig þeim leiðum sem Samkeppniseftirlitið hefur nefnt til úrbóta. „Þær áherslur sem koma fram í sátt Samkeppniseftirlitsins og Borgunar eru að fullu í takt við sjónarmið núverandi eigenda og stjórnenda Borgunar hvað þessi mál varðar. Eignarhald Borgunar var end- urskipulagt að frumkvæði núverandi eigenda og úrbótatillögum Sam- keppnisstofnunar hefur þegar verið hrint í framkvæmd.“ Haukur segir að samstarf fyrirtækj- anna sem höfðu með sér samráð hafi snúið „að miklu leyti“ um tækni- legar lausnir. Ekki hafi verið verulegur fjárhagslegur ábati af samráðinu, að sögn Hauks. HÖLDUM OKKAR STRIKI Soren Winge, upplýsingarfulltrúi PBS, segir fyrirtækið virða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Við höfum verið með starfsemi á Íslandi í fimm ár. Niðurstaða Samkeppniseftirlits- ins mun ekki breyta því hvernig við nálgumst íslenska markaðinn. Við- skiptin hafa eflst með hverju árinu. Rannsókn málsins hefur ekki snert okkur beint og því höfum við ekkert sérstaklega verið að bíða niðurstöðu í þessu máli.“ Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri VALITOR áður Greiðslumiðlunar, telur ekki hafa verið sýnt fram á það með skýrum hætti að viðskiptavinir hafi hlotið skaða af samráðinu, þrátt fyrir að það sé viðurkennt. „Við teljum að það sé ekki hægt að sýna fram á það að söluaðilar né kort- hafar hafi skaðast vegna samkeppn- islagabrota félaganna við innkomu danska fyrirtækisins á markað hér. PBS er ekki að gefa út nein kort hér og er ekki í neinum tengslum við korthafa, heldur starfar fyrirtækið eingöngu á færsluhiriðingarmarkaði. Við viðurkennum það að ólölegum aðferðum hafi verið beitt og sáttin er besta niðurstaðan í málinu að okkar mati.“ Halldór Guðbjarnarson, sem var forstjóri Greiðslumiðlunar hf. þegar húsleit Samkeppniseftirlitsins var gerð, var ómyrkur í máli í garð eftir- litsins. Hann sagði: „Mér fannst ég vera staddur í ríki sem hefði eitthvað annað réttarfar en við [...] Við erum sakaðir um að hafa misnotað mark- aðsráðandi stöðu okkar á þessum færsluhirðingarmarkaði. Hvernig, hef ég ekki hugmynd um.“ Höskuldur segir nýja yfirstjórn þegar hafa tekið við hjá fyrirtækinu sem líti málið öðrum augum. „Við gerðum okkar grein fyrir því að lög hefðu verið brotin og á því byggir niðurstaða þessa máls. Ég get ekki svarað fyrir viðbrögð fyrri stjórnenda fyrirtækisins en við sem stýrum fyrirtækinu lögðum okkur fram við að leysa úr þessu máli farsællega. Þetta er vissulega þungur baggi fyrir fyrirtækið en við teljum niðurstöðun ásættanlega.“ JÓHANNES GUNNARSSON BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON HÖSKULDUR H. ÓLAFSSON VIÐURKENNUM BROTIN Þátttökuseðlar í næstu verslun Safnaðu 10 töppum af Kristal, Kristal Plús og/eða Kristal Sport og þú gætir verið á leiðinni í skíðaferð til Austurríkis með fjölskyldunni á vegum Heimsferða. Einnig verður dregið um fjölda aukavinninga: 3 mánaða kort í World Class, gjafakort í Útilíf og kippur af Kristal. Sendu tappana ásamt þátttökuseðli merkt „Happatappar“ til Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. fyrir 12. febrúar 2008 og þú gætir haft heppnina með þér. Dregið verður 15. febrúar 2008 og nöfn vinningshafa birt á kristall.is. um kristaltært vetrarloft í Austurríki? Dreymir þig Það sést hverjir drekka Kristal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.