Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 12.01.2008, Qupperneq 34
● hús&heimili H vernig er hægt að breyta venjulegum grámyglulegum janúar í algera ævintýraferð án þess að skreppa til Balí? Ég mæli með því að fólk hugsi út fyrir rammann, taki inn nýjar hugmyndir og leyfi sköpunarkraftinum að njóta sín. Labbaðu út í bókabúð og keyptu þér nokkur húsbúnaðarblöð og merktu við blaðsíðurnar sem þér líst vel á. Janúar er mánuðurinn til að framkvæma. Í þessum mán- uði eru hvorki jól, páskafrí, heimsmeistaramót né sumarfrí að þvæl- ast fyrir okkur og því ekkert annað í stöðunni en að brjótast út úr viðj- um vanans. Í ofanálag eru útsölur í flestum verslunum og því hægt að krækja í klósett, flísar, málningu, veggfóður, blöndunartæki og húsgögn á góðu verði. Íslendingar geta oft og tíðum verið ótrúlega smeykir þegar kemur að hönnun á heimilum. Allt á að vera svo stílhreint, klassískt og heppi- legt að „dekkóið“ leyfir engin frávik. Oft þorir fólk heldur ekki að fram- kvæma, þótt ekki skorti hugmyndirnar, fyrr en nágranninn er búinn að gera slíkt hið sama. Þá er hlaupið til þegar fólk sér að því er óhætt. Þessi hugsunarháttur gerir það að verkum að það er svolítið svipað umhorfs heima hjá allt of mörgum. Ef við myndum hugsa svona þegar við kaupum okkur föt myndum við bara klæðast svörtum buxum og hvítum skyrtum, alla daga ársins og líka á jólunum. Íslendingar eru til að mynda hræddir við litaða veggi og það vegg- fóðrar enginn heima hjá sér nema að vera pínu „flippaður“. Svört málning er til dæmis stórlega vanmetin, en ég elska hana, því mér finnst hún gera kraftaverk inni á réttum heimilum. Þegar ég tala um svarta málningu fá margir hland fyrir hjartað. Um daginn hringdi ég í frænku mína og sagði henni að ég ætlaði að bæta við fleirum svörtum veggjum inni á heimilinu. Á hinum enda línunnar varð þögn en svo stundi hún upp: „Þú ætlar sem sagt að breyta heimilinu í Myrkraland.“ Ég hló nú bara að þessu því að mála of marga veggi svarta hljómar kannski ekki sérlega vel en það kemur ótrú- lega vel út. En með því að mála herbergi svart þarftu að huga að öllum smáatriðum. Lýsing þarf til dæmis að vera afburðagóð með nokkrum möguleikum, gluggatjöld þurfa að vera létt og ekki væri verra að blanda platínulituðum húsgögnum við, smá gulli og nokkrum pallíettum. Ein- hver sagði að pallíettupúðalaus tilvera væri ígildi andlegrar stöðnunar. Ást mín á svarta litnum hófst fyrir nokkrum árum þegar ég eignað- ist kolsvart baðherbergi. Ég átti reyndar ekki hugmyndina að því, fyrri eigandi var með höfuðið rétt skrúfað á og vissi hvað hann var að gera. Allir veggirnir voru svartir nema einn, hann var speglaklæddur uppúr og niðrúr með góðri lýsingu. Eini gallinn var að á móti speglaklædda veggnum var klósettið. Nú er bara að hoppa upp úr sófanum og byrja, þetta hefst ekki öðru- vísi. Janúar í Myrkralandi HEIMILISHALD MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR Ef við myndum hugsa svona þegar við kaupum okkur föt myndum við bara klæðast svörtum buxum og hvítum skyrtum, alla daga ársins og líka á jólunum. ● Forsíðumynd: Sófabekkur úr baðkari frá vefverslun- inni www.reestore.com. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, dans- ari hjá Íslenska dansflokknum, á gamlan sófa sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíð- ina en er nú kominn í upprunalegt horf. „Sófann keyptu amma mín og afi í kringum 1950 í Trésmiðju Víðis sem var á Laugaveginum. Um tíma var hann í eigu vinkonu ömmu minnar en þegar foreldrar mínir fóru að búa fengu þau hann. Nú er hann svo kominn í mínar hendur,“ segir Lovísa Ósk. Sófinn var upphaflega rauður en amma hennar setti á hann grá- grænt áklæði. „Hann var svo aftur bólstraður rauður en mamma klæddi hann með gylltu munst- urefni. Nú er hann enn á ný orð- inn rauður og á sér heiðurssess í stofunni hjá mér,“ lýsir Lovísa en segist þó aðeins hafa þurft að berj- ast fyrir tilverurétti hans þegar keypt voru ný húsgögn í stofuna. Í litlum glugga til hliðar við sóf- ann trónir svo skúlptúrhestur eftir listakonuna Höllu Gunnarsdótt- ur. „Maðurinn minn féll fyrir risa- stórri útgáfu af hestinum en Halla gerði aðeins minni fyrir okkur. Það má segja að þetta sé uppáhalds- hornið mitt á heimilinu og þar er gott að láta líða úr sér eftir langar æfingar,“ upplýsir Lovísa Ósk. Lovísa Ósk hefur dansað með Íslenska dansflokknum undanfarin ár og þessa dagana standa yfir æf- ingar fyrir febrúarsýninguna sem verður frumsýnd í Borgarleikhús- inu hinn 22. febrúar. „Þar munum við annars vegar sýna verk eftir Svíann Alexander Ekman og hins vegar eftir Norðmanninn Jo Strömgren,“ segir Lovísa Ósk. - ve Rauður, grænn, gylltur og svo rauður á ný ● Sófi Lovísu Óskar Gunnarsdóttur dansara hefur margoft skipt um eigendur og tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. Hvíti hesturinn sem trónir til hliðar við sófann er eftir listakonuna Höllu Gunnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● GRIKKLAND FYRIR ÁSTFANGNA Vefsíðan www.greeceisforlovers.com er stórskemmtileg síða þar sem boðið er upp á ýmsa furðulega og hlægilega hluti. Til dæmis heklað iPod-hulstur fyrir ömmu gömlu, æfingalóð mótuð eins og grísk- ar súlur og kerti í guðamyndum. af vefnum Danfoss ofnhitastillar Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir þægilega húshitun og hámarks orkusparnað Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ofnhitastilla Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 12. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.