Fréttablaðið - 12.01.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 12.01.2008, Síða 38
● hús&heimili 3 4 1 „Draumahúsið mitt er í raun- inni draumaíbúð sem ég bjó í í New York,“ segir Theresa Himmer arkitekt en hún var í starfsnámi á arkitektastofu á Manhattan árið 2000. „Íbúðin var í Brooklyn í Williamsburg alveg við East River og maður sá yfir á Manhattan sem var æðislegt. Íbúðin var ca 125 m², fjórir metrar sinnum tuttugu og fimm og með fimm metra lofthæð, vatnsúðarakerfi hékk í loftunum og svo var bara hrátt steypugólf. Þetta var eiginlega hálfgerð „flash-dance“ íbúð og vinur minn hljóp alltaf um íbúðina á hjólaskautum því það var svo mikið pláss,“ segir Theresa og bætir við að íbúðin hafi verið í gömlu vöruhúsi eða skemmu sem búið var að taka í yfir- halningu. „þetta voru svona gömul „ware-house“ sem var búið að gera upp en samt allt alveg hrátt og einfalt. Eina lok- aða herbergið í íbúðinni var snyrtingin og vinur minn og ég vorum bara með dýnur á gólf- inu í sitthvorum enda og lítið af húsgögnum,“ segir Theresa sem bjó í tvo mánuði í íbúðinni innan um hráar iðnaðarbygg- ingar við árbakkann. „Það besta við hana var þetta opna rými og mikla pláss og svo var staðsetningin alveg frábær með æðislegu útsýni yfir á Manhattan. Ég var í New York um daginn og sá þá að það er verið að endurgera allt húsið því í ljós kom að íbúðirnar voru ólöglegar vegna eldhættu, en þetta er samt sem áður drauma- íbúðin mín.“ - rt DRAUMAHÚSIÐ Flash-dance íbúð við East River 1. Frelsi k allast þetta fallega uglumynstur á bollan- um og undirskálinni. Settið er af merkinu ittala og fæst í Búsáhöldum, Kringlunni, á 1.775 krónur. 2. Skeljaskál þessi fæst í Pipar og salt. Hún er létt og meðfærileg enda mótuð úr skeljum og lökkuð. Að utan er hún svo skreytt fallegum dýramyndum af kanínum og hreindýrum. 4.900 krónur 3. Kryddaðar kisur og sætar líka. Þessar sætu mjásur hafa að geyma annars vegar pipar og hins vegar salt. Fást í Pipar og salt á 1.500 krónur parið og eru til í nokkrum gerðum. 4. Fílnum og ljóninu semur með ágætum á mat- arborðinu í líki eggjabikara. Börnin hafa gaman af þessum matarílátum sem fást í Byggt og búið. Fjórir bikarar af sömu gerð kosta 499 krónur. Mjálm, gagg og hnegg ● Dýramynstur eru algeng í húsbúnaðarvörum um allan heim enda eru dýr af ýmsum toga mörgum hönnuðinum hugðarefni. Ekki að furða því þau eru falleg, forvitnileg og heillandi. Theresa Himmer bjó í Brooklyn. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N Theresa tók þessa mynd af húsinu sínu á ferð í New York fyrir stuttu en verið er að gera bygginguna upp. 2 Smiðjuvegur 74 – 200 Kópavogur – 5 400 600 Reykjalundur – 270 Mosfellsbær – 530 1700 Lónsbakki 2 – 601 Akureyri – 460 1760 12. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.