Fréttablaðið - 12.01.2008, Side 41

Fréttablaðið - 12.01.2008, Side 41
hús&heimili ● Hótel Borg. Nýja setustofan sem fylgir turnsvítunni. Í turnsvítunni er útsýni í 360 gráður yfir miðbæinn. Þess má geta að svítan er mjög vinsæl meðal nýgiftra brúðhjóna. Hótel Borg. Stigi liggur upp úr turn- svítunni í nýja turninn. Hótel Borg. Í ágúst 2005 hófust endurbætur á Hótel Borg. Þá var þak hússins hækkað og byggt yfir sjálfan turninn á Borginni sem nú er setustofa fyrir turnsvítu, sem er á tveimur hæðum. Húsið var allt endurnýjað en í sama anda eins og það var 1930 þegar Borgin var opnuð. Allt gert í Art Deco-stíl, með sérsmíðuðum húsgögnum frá Baden Baden í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Grand Hótel Reykjavík. Svefnherbergishlutinn er búinn húsgögnum frá Epal líkt og annað í svítunni, sem er 114 fermetrar eða eins og góð íbúð. Grand Hótel Reykjavík. Á hótelinu eru 314 herbergi, þar af tvær for- setasvítur og sextán „junior“-svítur, fimmtán herbergi sérútbúin fyrir fatlaða og fjórtán fundarherbergi af ýmsum stærðum. Arkform ehf. á heiðurinn að hönnun hótelsins. Svítuna hér á myndunum hönnuðu Guðjón Magnússon, frá Arkform, og Ólafur Torfason. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Grand Hótel Reykjavík. Þessi glæsilega borðstofa er meðal þess sem er í forsetasvítunni á hótelinu. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2008 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.