Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 8
8 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Ástralía frá 12. til 29. okt 2008.
Heillandi ferð, ósnortin náttúra, kóralrif með öllu sínu lífríki,
hvítar strendur og þjóðgarðar.
Heimsókn á vínbúgarð og Australian Zoo, heimili hins fræga
Crocodile Hunter o.m.fl .Verð kr 433.735 í tvíbýli.
ATH takmarkaður fjöldi.
Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295
eða í tölvupósti kgb@kgbtours.is www.kgbtours.is
Ekki tilefni til
kollsteypu
Það er rétt að taka niðurstöðu mannréttindanefnd-
arinnar um íslenska kvótakerfið alvarlega. Ísland er
eitt þeirra ríkja sem hafa fallist á að einstaklingar
geti skotið málum sínum til nefndarinnar og fengið
fram sjónarmið hennar um hvort ríkisvaldið hafi
brotið gegn samningnum um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi, en nefndin er grundvölluð á þeim
samningi. Jafnframt er mjög mikilvægt að hafa í
huga að nefndin er ekki dómstóll og hún kveður því
ekki upp dóma sem eru bindandi að þjóðarrétti.
Klofin nefnd
Mannréttindanefndin klofnaði í áliti sínu, af 18
nefndarmönnum voru 12 þeirrar skoðunar að
aflamarkskerfið stríddi gegn samningnum um
borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en 6 voru
andvígir þeirri skoðun og töldu að svo væri ekki. Nú
standa íslensk stjórnvöld frammi fyrir því verkefni
að leggja mat á þessa niðurstöður nefndarinnar,
vega og meta þau rök sem þar eru lögð fram og
taka ákvörðun um það hvort tilefni sé til einhverra
sérstakra viðbragða. Nauðsynlegt er að vinna slíkt
mat af mikilli alvöru og líta bæði til raka meirihluta
nefndarinnar sem og minnihluta.
Margrætt mál...
Reyndar er það svo að fá mál hafa verið brotin jafn
rækilega til mergjar hér á landi eins og kostir og
gallar aflamarkskerfisins. Hæstaréttardómar hafa
gengið, fræðimenn á sviði lögfræði og hagfræði
hafa skrifað heilu doðrantana og fá mál hafa verið
jafn mikið rædd í sölum Alþingis, á vinnustöðum,
heimilum og kaffihúsum eins og einmitt þetta mál.
Vissulega hafa staðið miklar deilur um aflamarks-
kerfið hér á landi allt frá fyrstu tíð og margir eru
ósáttir við núverandi fyrirkomulag. Þó er það
þannig að erfitt er að sameina sjónarmið þeirra sem
vilja breytingar og enn erfiðara er að fá fram skyn-
samlegar hugmyndir um hvaða kerfi eigi að koma í
staðinn. Þjóðin hefur margsinnis gengið til kosninga
frá því að kvótakerfið var sett á og úrslit þeirra hafa
ekki kallað fram meirihluta á Alþingi sem hefur vilj-
að afnema aflamarkskerfið. Einungis einn flokkur
hefur byltingu kerfisins sem sitt aðalstefnumál og í
síðustu kosningum var andstöðu við núverandi kerfi
helst vart hjá þeim flokki og Vinstri grænum.
...og ekkert nýtt.
Engin sjónarmið, sem ekki hafa verið rædd í þaula í
opinberri umræðu hér á landi á undanförnum árum,
komu fram í niðurstöðu meirihluta mannréttinda-
nefndarinnar. Ég er því sannfærður um að yfirvegað
mat á rökstuðningi bæði meirihluta og minnihluta
nefndarinnar muni leiða til þess að ekki sé talin
ástæða til að breyta grundvelli núverandi fyrir-
komulags. Að sjálfsögðu eigum við alltaf að vera
vakandi fyrir því að bæta fiskveiðistjórnunarkerfið
okkar, en hagsmunir þjóðarinnar og þeirra einstakl-
inga og fyrirtækja sem starfa í greininni eru slíkir
að rökstyðja þarf allar breytingar gríðarlega vel.
Íslenskur sjávarútvegur þarf síst á því að halda að
óvissa sé sköpuð enn á ný um framtíð greinarinnar.
Sjávarútvegur á sjálf-
bærum grunni
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna dæmdi
tveimur íslenskum sjómönnum í vil í máli þeirra
gegn íslenskum stjórnvöldum vegna kvótalausra
veiða. Í úrskurðinum segir að íslenska kvótakerfið
hygli þeim sem við innleiðingu þess fengu úthlutað
kvóta, sú úthlutun hafi ekki byggst á sanngirni, en um
leið segir að markmið laganna sem slíkt sé lögmætt,
en það er að vernda fiskistofnana.
Í dómnum felst hvatning til að sætta sjónarmiðin sem
þarna takast á, stjórnvöld þurfi að tryggja vernd auð-
lindarinnar og viðhald hennar, hins vegar að tryggja
réttláta úthlutun veiðiheimilda og nýliðun í greininni.
Um þetta hefur verið deilt frá því veiðistjórnunar-
kerfið var lögleitt. Flestar breytingar sem gerðar
hafa verið á kerfinu hafa einnig skapað deilur, t.a.m.
framsal veiðiheimilda, línuívilnun, byggðakvótar o.fl.
Sjálfbær þróun auðlindarinnar
Í stjórnarskrárnefnd hefur verið deilt um hvort auð-
lindirnar gætu verið skilgreindar sameign þjóðar-
innar í stjórnarskrá. Sú deila var ekki leidd til lykta
en í nefndinni voru einnig ræddar hugmyndir um að
nýting náttúruauðlinda þyrfti að uppfylla grunngildi
sjálfbærrar þróunar og er það sannarlega tímabært,
þar sem ofnýting náttúruauðlinda og rányrkja hefur
stórskaðað vistkerfi jarðarinnar, þ.m.t. sjávar-
auðlindina. Krafan um að nýting auðlindanna sé á
forsendum sjálfbærrar þróunar er hávær og hún er
sanngjörn. Hún gengur út frá því að varúðarsjónar-
mið séu lögð til grundvallar allri auðlindanýtingu og
tekur þannig mið af heildarhagsmunum samfélags-
ins til lengri tíma litið.
Í lögum um stjórn fiskveiða segir að markmið þeirra
sé bæði verndun og hagkvæm nýting nytjastofna á
Íslandsmiðum. Hluti markmiðanna er einnig fólginn
í því að stjórn fiskveiða eigi að stuðla að traustri
atvinnu og byggð í landinu. Stöðugt er deilt er um
hvernig til hafi tekist.
Sjálfstæðar rannsóknir
Hafrannsóknastofnun hefur oftar legið undir ámæli
fyrir veiðiráðgjöf, sérstaklega nú þegar niðurstaðan
úr stofnstærðarmælingum er þannig að hún leiðir til
niðurskurðar í aflaheimildum í þorski. Brýnt er að
efla Hafrannsóknastofnun og rannsóknir á auðlind-
inni. Í auknum mæli þarf að sinna lífríkinu sem fóstr-
ar nytjastofnana og gera stórátak í því að bæta og
vernda uppvaxtarskilyrði þeirra. Það verður aðeins
gert með öflugum rannsóknum á hafsbotninum á
áhrif veiðarfæra á lífríkið. Við rannsóknirnar verður
þó að gæta þess að skilja á milli grunnrannsókna á
lífríki hafsins og atvinnutengdra rannsókna sjávar-
útvegsins. Tryggja verður að hagsmunir lífríkisins
séu rannsakaðir án tengsla við stöðu atvinnugreinar-
innar.
Heildarendurskoðun nauðsynleg
Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur óumflýj-
anlegt að grípa strax til ráðstafana í sjávarútvegs-
málum og leggja grunn að heildarendurskoðun á
fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar og mótun sjávar-
útvegsstefnu í þágu byggðar í landinu og í sátt við
fiskistofna og náttúru.
Þ
að er misskilningur að valdaleysi á Alþingi þýði sjálf-
krafa algjört áhrifaleysi. Alkunna er að djúp málefnaleg
gjá skilur á milli Vinstri græns og annarra þingflokka.
Það er helsta ástæðan fyrir því að hvorki Samfylking-
in né Sjálfstæðisflokkurinn sáu kost í að leita hófanna
þangað um ríkisstjórnarsamstarf.
En pólitíkin er flókin í eðli sínu. Þrátt fyrir djúpa málefnalega
gjá getur Vinstri grænt gengið þurrum fótum yfir brýr að mis-
munandi jaðarfylgi í báðum stjórnarflokkunum. Það er einkum
á sviði andstöðu við nauðsynlega þátttöku í opnu alþjóðlegu pen-
ingamálaumhverfi og andstöðu við nýmæli í atvinnusköpun sem
Vinstri grænt sýnist með nokkrum árangri ná að jöðrum stjórn-
arflokkanna. Hér skulu nefnd tvö dæmi:
Innan ríkisstjórnarinnar hefur verð hörð andstaða við upp-
byggingu nýrrar orkufrekrar atvinnustarfsemi. Þau nýmæli sem
hafa verið á döfinni í þessum efnum eins og netþjónabú og sól-
arrafhlöðuframleiðsla hafa þann kost umfram álframleiðslu að
mengunaráhrif þeirra eru engin eða óveruleg.
Forsenda þessarar atvinnunýsköpunar er virkjun neðri hluta
Þjórsár. Eindregin andstaða Vinstri græns við þau virkjunará-
form eins og öll önnur hefur augljós jaðaráhrif inn í ríkisstjórn-
ina. Eins og sakir standa er þó ekki ljóst hvort þau áhrif duga til
að bregða fæti fyrir framfarir á þessu sviði.
Ýmis fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að gera reikninga sína upp í
erlendri mynt. Ástæðan er fyrst og fremst sú að íslenska krón-
an hefur sveiflast meir en þær myntir sem mest eru ráðandi í
viðskipta- og samkeppnislöndunum. Þær aðstæður draga úr sam-
keppnishæfni Íslands.
Óháð ólíkum sjónarmiðum um hvort kasta eigi krónunni er
eðlilegt að fyrirtæki bregðist við ríkjandi aðstæðum á þessu
sviði í þeim tilgangi að bæta samkeppnisstöðu sína. Eitt af þeim
eðlilegu og sjálfsögðu ráðum sem fyrirtæki eiga að geta gripið til
er að gera upp eða skrá hlutabréf í þeirri mynt sem hagfelldust
er. Íslensk löggjöf gerir ráð fyrir því.
Innan stjórnkerfisins hefur hins vegar gætt vilja til þess að
nota eða beinlínis búa til tæknilegar hindranir til að bregða fæti
fyrir fyrirtæki sem vilja gera ráðstafanir af þessu tagi. Hér er
um að ræða augljós jaðaráhrif frá stefnu Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs í peningamálum.
Þar á bæ er litið á krónuna sem óhjákvæmilegan lið í fullveldi
landsins. Það er talið veikja fullveldið og sjálfstæða peningamála-
stjórn ef íslensk alþjóðafyrirtæki gera ársreikninga sína upp í
erlendri mynt. Kaupþing er eitt þessara fyrirtækja. Enn er ekki
ljóst hvaða úrlausn stjórnsýslukæra þess um þetta efni fær.
Þeir tafaleikir sem stjórnkerfið hefur leikið fram til þessa
vekja upp spurningar um hvort þar innan dyra geti menn hugsað
sér að fórna eðlilegum nútímaleikreglum í þeim eina sýnilega til-
gangi að halda opnum jaðartengslum við Vinstri grænt með því
að þrengja að stöðu íslenskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Synj-
un erindis Kaupþings væri vísbending í þá veru. Umfram allt
fælist þó í henni afturhvarf og slæm skilaboð út á markaðinn.
Atburðir síðustu vikna á hlutabréfamarkaðnum staðfesta
hversu mikilvægt er að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra fjár-
mála- og atvinnufyrirtækja sem best. Möguleg jaðaráhrif Vinstri
græns gætu orðið meiri en hollt er þegar full þörf er á nýrri við-
spyrnu og sókn í atvinnustarfsemi sem snýst um rekstur.
Áhrif Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs:
Meiri en hollt er
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Hverju breytir niðurstaða
mannréttindanefndar?
ILLUGI
GUNNARSSON
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
BITBEIN Svandís Svavarsdóttir spyr:
Er Össur þá Hacker?
„Ég er með öflugan og úrræðagóð-
an ráðuneytisstjóra sem tekur Sir
Humphrey fram í að leysa mál,“ segir
Össur Skarphéðinsson í viðtali við 24
Stundir í gær.
Þeir sem muna eftir bresku sjón-
varpsþáttunum Yes Minister hljóta að
velta fyrir sér hvort Kristján Skarphéð-
insson, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðu-
neytisins, kætist við þessa samlíkingu.
Vissulega var Sir Humphrey klár,
úrræðagóður og afar vel mælskur. En
hann var einnig makkíavelskur og
leiðir hans til að halda
völdum, sérstaklega
fyrir sjálfan sig, voru á
köflum allsérstakar. En
ef Kristján er Sir
Humphrey, er
Össur þá James
Hacker? Hinn óákveðni og misvitri
ráðherra, sem með dyggri aðstoð ráðu-
neytisstjórans nær að verða forsætis-
ráðherra?
Áróðursstríð
Það hefur alloft heyrst af hægri vængn-
um að Ríkisútvarpið sé aðeins of
vinstri sinnað. Á vinstri vængnum hefur
hins vegar lengi verið notað nafnið
Bláskjár fyrir Ríkissjónvarpið. Eins
leiðinlegir og svona flokkadrættir geta
verið, gengur Guðmundur Gunnarsson,
formaður Rafiðnaðarsambandsins,
aðeins lengra á bloggsíðu sinni
og ber RÚV saman við banda-
rísku hægrisinnuðu sjónvarps-
stöðina Fox. „Það bregst ekki
að RÚV breytist í Fox og
kallar til sín í dæg-
urmálaútvarpið og
Kastljósið öfgafulla hægri menn þegar
kjarasamningar standa yfir til þess að
fá hjá þeim yfirlit um stöðuna í lok
vikunnar.“ Launþegar ættu kannski að
ráða sér ímyndarráðgjafa sem hefði
það hlutverk að koma fulltrúum hinna
vinnandi stétta í spjallþætti. Það skiptir
nefnilega öllu máli þegar hóta á verk-
falli að hafa landann með sér.
Gísli aftur í sjónvarp
Það er líklega minna að gera sem
fulltrúi minnihlutans í borgarstjórn en
fulltrúi meirihlutans. Að minnsta kosti
tengist Gísli Marteinn Baldursson aftur
sjónvarpi. Hann er ekki að fara að
skreyta sjónvarpsskjái, heldur er hann
aðstoða félaga sinn úr Eurovision-
þáttunum, Loga Bergmann, við
framleiðslu spjallþáttarins Logi í
beinni. svanborg@frettabladid.is