Fréttablaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 112
32 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR
hefst mánudaginn 14. janúar
HANDBOLTI Það styttist óðum í Evrópumótið í
handbolta í Noregi og enn á ný eru handbolta-
spekingar að velta fyrir sér hvort ógnunin
vinstra megin sé nægilega mikil.
Vinstri vængurinn stóðst prófið með glæsi-
brag á æfingamótinu í Danmörku og sló þeim
hægri við bæði hvað varðar fjölda marka og
skotnýtingu. Leikmenn vinstra megin á vellin-
um skoruðu 15 mörkum meira en þeir hægra
megin og nýttu auk þess skotin sín 1 prósentu-
stigi betur eða 62 prósent á móti 52 prósent-
um.
Vinstri vængurinn var betri í leikjunum á
móti Póllandi (15 mörk á móti 8) og Danmörku
(15 mörk á móti 4) en í leiknum gegn Noregi
fóru þeir Ólafur Stefánsson og Einar Hólm-
geirsson mikinn og skoruðu saman 9 mörk úr
14 skotum og mörkin voru þremur fleiri hægra
megin af vellinum (11 mörk á móti 8).
Guðjón Valur kom vel út úr LK-Cup
Áhyggjur vegna Guðjóns Vals Sigurðssonar
heyra nú að mestu sögunni til enda sýndi hann
mikinn styrk á mótinu, ekki bara með því að
skora flest mörk (19 í þremur leikjum, 3 víti)
heldur einnig með því að leysa vel krefjandi
verkefni í vörninni. Axlarmeiðslin fengu
margan til þess að svitna en Guðjón Valur
hefur enn á ný sannað það hversu mikill
íþróttamaður hann er með því að vinna sig út
úr þeim á góðum tíma.
Logi Geirsson gladdi örugglega landsliðs-
þjálfarann því hann var eitt af stóru spurning-
armerkjunum í liðinu sökum þess að hann
hefur glímt við meiðsli stóran hluta af tímabil-
inu og lék ekkert með Lemgo í síðustu leikjun-
um fyrir EM-fríið. Logi tók upp hanskann þar
sem hann skildi við hann á HM í fyrra og skor-
aði 13 mörk úr 20 skotum í leikjunum þremur.
Logi skoraði úr 8 af 10 skotum sínum í seinni
tveimur leikjunum og er greinilega klár í slag-
inn í Noregi.
Arnór Atlason var annar leikmaður á vinstri
vængnum sem kom sterkur inn í Danmörku og
þá sérstaklega í síðasta leiknum gegn gest-
gjöfunum þar sem hann tók stöðu Loga í seinni
hálfleik og skoraði fimm mörk úr átta skotum.
Arnór skoraði reyndar sex mörk en sjötta
markið hans, snilldarlega útfærð vippa af átta
metrunum, var dæmd af á óskiljanlegan hátt.
Tók Ólafur meðvitaða ákvörðun um að skjóta
ekki?
Ólafur Stefánsson spilaði mjög vel í fyrstu
tveimur leikjunum og skoraði í þeim 11 mörk
úr aðeins 16 skotum utan af velli sem gerir
frábæra 69 prósenta nýtingu. Það duldist síðan
engum að Ólafur vildi að vinstri vængurinn
tæki meiri ábyrgð og í síðasta leiknum gegn
Dönum var eins og hann hefði tekið þá meðvit-
uðu ákvörðun að skjóta ekki á markið.
Ólafur kom inn í leikinn þegar tæpar níu
mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og lék síðan
allan seinni hálfleik. Ólafur átti á þeim tíma 10
stoðsendingar en skaut aldrei á markið fyrir
utan að hann skoraði úr einu vítakasti. Ólafur
tapaði fimm boltum, oftar en ekki þegar hann
var að þvinga sendingunni í stað þess að ógna
sjálfur en fyrir vikið fékk vinstri vængurinn
öll þau tækifæri til þess að sanna sig.
Þetta var heimspekileg nálgun hjá fyrirlið-
anum en hann veit það eins öll þjóðin að það
kemur stærri og mikilvægari stund fyrir hann
til þess að skjóta á markið.
Einar dró skotnýtinguna niður
Einar Hólmgeirsson fann sig ekki eins vel og
vonir stóðu til en fær nú fjóra leiki á fjórum
dögum til þess að skjóta sig í gang. Hann dreg-
ur skotnýtinguna niður á hægri vængnum því
aðeins 7 af 20 skotum hans, á mótinu í Dan-
mörku enduðu í marknetinu.
Það vantaði lykilmenn í íslenska liðið á
báðum vængjum, því vinstri skyttan Jaliesky
Garcia Padron var ekki með vegna fjölskyldu-
ástæðna og hægri hornamaðurinn og skytta í
hjáverkum, Alexander Petersson, fór meiddur
heim og lék ekkert með.
Endurkoma þeirra mun auka enn við breidd-
ina sem Alfreð Gíslason hefur nú á báðum
vængjum vallarins. ooj@frettabladid.is
Vinstri vængurinn skilaði meiru
Íslenska landsliðið aflaði 38 marka með leikmönnum á vinstri vængnum á æfingamótinu í Danmörku.
Logi Geirsson og Arnór Atlason áttu stóran þátt í því og Guðjón Valur er að nálgast sitt besta form.
LYKILSKYTTUR LANDSLIÐSINS Þeir Logi Geirsson og Ólafur Stefánsson eru byrjunarliðsskyttur landsliðsins og stóðu sig báðir vel í Danmörku. Vonandi verður framhald á því í
leikjunum gegn Tékkum á morgun og á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VINSTRI VÆNGURINN
Guðjón Valur Sigurðsson 16 mörk
64 prósent skotnýting
Logi Geirsson 13 mörk
65 prósent skotnýting
Arnór Atlason 8 mörk
53 prósent skotnýting
Hannes Jón Jónsson 1 mark
100 prósent skotnýting
Samtals: 38 mörk - 62 prósent nýting
HÆGRI VÆNGURINN
Ólafur Stefánsson 11 mörk
69 prósent skotnýting
Einar Hólmgeirsson 7 mörk
35 prósent skotnýting
Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 mörk
57 prósent skotnýting
Bjarni Fritzson 1 mark
100 prósent skotnýting
Samtals: 23 mörk - 52 prósent nýting
FÓTBOLTI Sænski markvarðahrell-
irinn Henrik Larsson hefur
ákveðið að gera nýjan eins árs
samning við sænska úrvalsdeild-
arliðið Helsingborg. Larsson sem
er 36 ára hefur í gegnum tíðina
getið sér orð sem einn allra
eitraðasti framherji Evrópu og
hefur gert garðinn frægann hjá
Feyenoord, Celtic, Barcelona og
Manchester United ásamt því að
spila reglulega með sænska
landsliðinu.
Larsson fékk þó ekki almenni-
lega uppreisn æru fyrr en hann
fór að spila í sterkustu deildum í
heimi og var lengi gagnrýndur
fyrir að láta sér nægja að spila í
Skotlandi þar sem tvö lið voru
langsterkust.
Larsson fór sem lánsmaður til
Manchester United frá Helsing-
borg á síðustu leiktíð og átti sinn
þátt í að tryggja liðinu enska
titilinn á tímabilinu og Sir Alex
Ferguson, stjóri United, fór
jafnan fögrum orðum um frammi-
stöðu framherjans knáa.
Einn Íslendingur leikur með
Helsingborg en það er fyrrum
Fylkismaðurinn Ólafur Ingi
Skúlason. - óþ
Sænska úrvalsdeildin:
Henke áfram
hjá Helsingborg
MARKVARÐAHRELLIR Markverðir í Sví-
þjóð fá engan frið fyrir Henrik Larsson
sem er ekki tilbúinn til að leggja skóna á
hillina strax. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
var í byrjunarliði Barcelona og
skoraði eitt marka liðsins í stór-
sigri gegn Real Murcia á Nývangi
í gærkvöld.
Eiður Smári skoraði eina mark
fyrri hálfleiks í gærkvöldi. Mark-
ið kom á 26. mínútu leiksins þegar
hinn ítalski Gianluca Zambrotta
braut sér leið upp hægri kantinn
og sendi boltann fyrir markið þar
sem Eiður Smári mætti, réttur
maður á réttum stað, á fjærstöng-
inni og skoraði.
Hinn ungi og efnilegi Bojan
Krkic bætti svo öðru marki við
eftir góðan undirbúning Thierry
Henry.
Eiður Smári átti fína spretti í
leiknum en var skipt út af á 66.
mínútu fyrir spænska landsliðs-
manninn Andrés Iniesta.
Frakkinn Thierry Henry var
ekki hættur að leggja upp mörk og
á 77. mínútu fékk Kamerúninn
Samuel Eto‘o að finna fyrir gjaf-
mildi Henrys. Silvinho sendi bolt-
ann þá upp vinstri kantinn á Henry
sem kom boltanum fyrir markið á
Eto‘o sem átti ekki í erfiðleikum
með að skora. Eto‘o skoraði svo
fjórða markið undir lok leiksins
og innsiglaði glæsilegan sigur
Barcelona. Að þessu sinni var það
varamaðurinn Giovanni dos Sant-
os sem sá um sendinguna eftir að
hafa unnið varnarmann Real
Murcia í návígi.
Eto‘o var svo skipt út af þegar
lítið var eftir að leiknum til þess
að áhorfendur á Nývangi gætu
hyllt hann fyrir góða frammistöðu
í leiknum sem og hvatt hann að
sinni. Eto‘o mun ekki spila með
Barcelona liðinu á næstunni þar
sem hann mun sinna landsliðs-
skyldu með Kamerún í Afríku-
keppninni sem hefst síðar í mán-
uðinum. - óþ
Barcelona átti ekki í erfiðleikum gegn Real Murcia í spænsku úrvalsdeildinni á nývangi í gærkvöldi:
Eiður Smári skoraði í sigri Barcelona
FÖGNUÐUR Eiður Smári og
fyrirliðinn Carles Puyol fagna
hér marki Íslendingsins á
Nývangi í gærkvöldi.
NORDIC PHOTOS/GETTY