Fréttablaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 13. janúar 2008 13 FRÍ FARTÖLVUTRYGGING FYRIR NÁMSMENN Glitnir léttir námsmönnum lífi ð Það gerum við með því að bjóða þér betri kjör sem henta aðstæðum þínum sem námsmaður. Kynntu þér málið í útibúum Glitnis, þjónustuveri í síma 440 4000 og á glitnir.is. hver hjá öðrum – enda ekki vanir öðru en að vera saman nær allar stundir sólarhringsins. Það þótti alveg sjálfsagt að hanga heima hver hjá öðrum allan sólarhring- inn, það var bara eins og að banka upp á á heimavistinni.“ Var lengi að sýna hvað í sér bjó Þarna var leikhúsvírusinn farinn að taka sig aftur upp og Jörundur, líkt og margir aðrir leikarar í dag, skráði sig í Stúdentaleikhúsið. „Ég var ofboðslega feiminn í Stúdenta- leikhúsinu og ég held það hafi ekki sést þá að maður myndi leggja þetta fyrir sig. Ég hélt mig til hlés þar og var í litlu hlutverki. Engu að síður ákvað ég að sækja um leiklistarskólann þarna strax á eftir og náði að peppa sjálfan mig upp í að ég kæmist í gegn. Sem og gerðist og mér hefur aldrei þótt neitt jafnskemmtilegt og það að leika.“ Svo hratt sé farið yfir sögu, þá fór Jörundur strax í kómískt hlutverk í söngleiknum Footloose eftir útskrift, lék sem fyrr segir í Astrópíu og Veðramótum, var í verkinu Penetreitor, sem hann og félagar hans í leikfélaginu Vér Morðingjar settu upp, Næturvakt- inni og hefur nýverið lokið við að leika í kvikmyndunum Reykjavík, Rotterdam og Skrapp út ásamt því að vera að skrifa Dagvaktina. Einnig er hann í stóru hlutverki í leikritunum Killer Joe og Lík í óskilum, er að æfa verkið Sá ljóti þar sem hann leikur þann Ljóta sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. Stjarnfræðilega langur verkefna- listi svo ungs leikara og það væri ótrúlegt ef hann gerði sér ekki jafnframt grein fyrir því hvað hann er heppinn. „Jú, ég er hissa og stundum þegar maður hugsar til baka, þegar maður var að útskrifast úr skólanum og í mikilli óvissu með framtíðina finnst manni allt þetta mjög ótrúlegt. Mig hefði aldrei dreymt um þetta.“ Horfumst ekki í augu Nokkur af hlutverkum Jörunds eru á gamansömum nótum og segir hann það hafa komið honum á óvart að hann gæti leikið í gamanefni. „Ég uppgötvaði það nú ekki fyrr en ég var á öðru ári í leiklistarskólan- um að fólki þætti ég fyndinn á sviði. Og það kom mér rosalega á óvart að einhverjum þætti það. Ég hafði alltaf séð mig fyrir mér sem dramatískan leikara.“ Leikritið sem sýnt verður næstu helgi, Yfir- vofandi, sem sýnt er heima í stofu leikhöfundar sjálfs, Sigtryggs Magnasonar, er þó lítt tengt gam- anleik. Þar leikur Jörundur sem fyrr segir, með frænda sínum Ingv- ari og konu hans, Eddu Arnljóts- dóttur. „Við Ingvar höfum leikið saman í þessu verki og tveimur bíómyndum en það er svo skrítið að persónur okkar hafa ekki þurft að hafa nein samskipti í verkunum, ekki einu sinni horfst í augu.“ Yfir- vofandi er dramatískt og tilfinn- ingaþrungið verk þótt það sé á köflum dálítið kómískt og það sem gerir bæði reynslu leikara og áhorfenda sérstaka er mikil nánd, þar sem stofan er lítil og áhorfend- ur því fáir. „Ég er í hálfgerðu hlut- verki sögumannsins og tala mikið við áhorfendur. Annars er plottið þannig að það er mjög viðkvæmt að tala mikið um söguþráðinn til að gefa ekki of mikið upp en segja má að „leyndarmálið“ komi áhorfend- um verulega á óvart. Nálægðin var svolítið erfið fyrst og maður fann að stundum fannst áhorfendum óþægilegt að mynda augnsamband við mig. Sömuleiðis var það stund- um skrítið fyrir mig, sérstaklega í byrjun. En það getur líka verið ofboðslega fallegt og það myndast mjög sérstakt samband milli áhorf- enda og leikara.“ Heimilisleg stemning Verkið var frumsýnt á Listahátíð síðastliðið vor en í næstu viku verða nokkrar sýningar í viðbót heima hjá Sigtryggi, þann 16., 19. og 20. janúar. „Það er afskaplega heimilisleg stemning og notalegt að æfa þarna í stofunni, Sigtrygg- ur hellir upp á kaffi og maður er eins og heima hjá sér í sófanum. Viðfangsefni verksins er ekki beint létt þannig að heimilisleg- heitin og hópurinn sjálfur gerði þetta auðveldara – að maður sé að vinna í jákvæðu andrúmslofti.“ Jörundur hlaut mikið lof fyrir leik sinn í vor og var meðal annars minnst á „látlausan leik hans“ og fallega túlkun. Og er það ekki í fyrsta skipti sem honum er hrósað fyrir sann- færandi og eðlilegan leik. Er hann ekki bara sammála því? „Nei, mér finnst ég sko oft ofleika. Auðvitað er maður oft ánægður en ég býst við að ég væri ekki að standa mig í starfi mínu væri ég alltaf ánægð- ur með mig. Maður þarf að sýna leiklistinni vissa auðmýkt. Ef maður missir virðinguna fyrir leiklistinni og fer að halda að maður sé gjörsamlega með þetta, sé endanlega og fullkomlega búinn að ná tökum á þessu, þá held ég að maður sé kominn á ranga braut. Ég upplifi þetta starf sem enda- lausa leit. Maður hættir aldrei að læra.“ FANNST ÉG FREKAR VERA DRAMATÍSKUR LEIKARI „Ég uppgötvaði það nú ekki fyrr en ég var á öðru ári í leiklist- arskólanum að fólki þætti ég fyndinn á sviði. Og það kom mér rosalega á óvart að einhverjum þætti það. Ég hafði alltaf séð mig fyrir mér sem dramatískan leikara.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.