Fréttablaðið - 13.01.2008, Blaðsíða 97
matur 13
Te er ekki það sama og te, þótt te sé alltaf drykkur,“ segir Margrét Kaldalóns, tesér-fræðingur Heilsuhússins.
„Sumir leita eftir ljúffengum bragðgæðum
og kaupa þá gjarnan krydduð Yogi-jurtate,
meðan aðrir vilja svört te og spá helst í bragð-
ið, og svo aðhyllast margir íslensk jurtate sem
í eru hinar ýmsu lækningajurtir,“ segir Mar-
grét, sem staðfestir að hollustute sé vinsæl-
asti kosturinn um þessar mundir.
„Grænt te er enn nokkuð vinsælt, enda fullt
af andoxunarefnum og vatnslosandi, en lang-
vinsælast er detox-te sem vinnur með lifur og
nýrum og hjálpar við losun salts og eiturefna
úr líkamanum. Andoxunar- og detox-te auka
brennslu og veita ferskleika, en eru ekki megr-
andi í sjálfu sér, frekar en önnur te. En það er
eins með te og annað til heilsubótar að ekki
þýðir að horfa á varninginn uppi í skáp í von
um að hann virki. Te þarf að drekka markvisst
og minnst þrjá bolla á dag,“ segir Margrét,
sem hvetur þá sem erfitt eiga með vatns-
drykkju að drekka meira jurtate.
„Þá fæst vatn í kroppinn auk áhrifa frá heil-
næmum jurtum, því allar jurtir gera eitthvað
fyrir líkamann. Þannig er engifer og sítróna
góð fyrir öndun og meltingu, blóðberg við
kvefi og timburmönnum, birki er bólgueyð-
andi og vatnslosandi, vallhumall lækkar blóð-
þrýsting og róar taugarnar, hvönn er góð fyrir
maga og meltingu, túnfífill afar vatnslosandi
og trönuber góð við blöðrubólgu, svo fátt eitt sé
nefnt. Til eru líka sérstök flensute og jurta-
blöndur sem vinna markvisst á kvefi og bakter-
íum,“ segir Margrét sem finnur vel í sínu starfi
að æ fleiri Íslendingar aðhyllast tedrykkju.
„Það fylgir því að vera meðvitaður um eigið
heilsufar og líkamlegt form. Sem betur fer
kjósa fleiri að drekka te sér til heilsubótar í
stað þess að háma í sig lyf við öllum möguleg-
um kvillum. Náttúran hefur svör við öllu.“
-þlg
Heilsubót
M
YN
D
/G
ET
TY
Margrét Kaldalóns tesérfræðingur Heilsuhússins segir
jurtir íslenskrar náttúru vinsælan heilskost í tedrykkju,
enda lækningamátturinn mikill. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ilmandi te er róandi, hollt og gott til neyslu,
og einnig notalegur félagi í dagsins önn og
á öðrum góðum stundum.
Í HVERJUM SOPA
Tedrykkja hefur yfir sér heilsusamlegt yfirbragð og margir sem leita
styrks og huggunar í ilmandi tebolla þegar nammiþörf ætlar alla að æra.