Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 46
30 21. janúar 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. fjötur 6. klafi 8. fugl 9. gums 11. tveir eins 12. frumefni 14. mælieining 16. núna 17. frjó 18. umhyggja 20. 999 21. betl. LÓÐRÉTT 1. íþrótt 3. bor 4. matari 5. saur 7. hænsnfugl 10. blása 13. heyskapar- amboð 15. losa 16. á nefi 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. haft, 6. ok, 8. lóa, 9. lap, 11. ðð, 12. flúor, 14. karat, 16. nú, 17. fræ, 18. önn, 20. im, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. al, 4. fóðrari, 5. tað, 7. kalkúnn, 10. púa, 13. orf, 15. tæma, 16. nös, 19. na. „Ég er rosaleg alæta á tónlist og mér er strítt á því að ég sé með hallærislegasta tónlistarsmekk á landinu. Ég hlusta á Abba, Bubba, Sigurð Flosa og ítalskar aríur, allt í bland. Músíkin fer eftir skapinu, en ég elska ítalsk- ar aríur af því að ég tala ítölsku og er nú svo mikil dramadrottn- ing.“ Rut Káradóttir, innanhúsarkitekt. Logi Bergmann upplýsti í þætti sínum, Logi í beinni, í síðustu viku að hann hygðist efna til óopinbers Íslandsmóts í eftirhermum og eru sigurlaunin ekki af verri endanum, sérhannaður bikar. Að sögn sjón- varpsmannsins er að koma smá mynd á keppnina sem hefst strax á föstudaginn í næstu viku. „Formaður dómnefndar verður að sjálfsögðu eini maðurinn sem hefur verið í fullu starfi við að herma eftir fólki, Jóhannes Kristjánsson,“ segir Logi. Hann sjálfur gerir lítið af því að herma eftir þjóðþekktar persónur, segist einu sinni á ári reyna við Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. „En það er nú tiltölulega einfalt, maður lækkar bara röddina niður úr öllu valdi og segir að það sé gott að búa í Kópavogi.“ Logi hefur þegar feng- ið til liðs við sig nokkra þekkta einstaklinga sem ætla að reyna að hirða fyrsta meist- aratitilinn í þessari þjóðaríþrótt íslenskra grínista. Meðal þeirra er útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson og Hjálmar Hjálmarsson, löngu frægur fyrir Bubba- grín sitt, en hann hyggst vafa- lítið sanna fyrir fullt og allt að hann sé besta Bubba-eftir- herma landsins eftir að Jón Gnarr gerði heiðarlega tilraun til að stela þeirri krúnu í Skaupinu. Einn- ig hefur verið staðfest að leikarinn Atli Rafn Sigurðarson ætli að troða upp og reyna fyrir sér á þessu sviði. Má gera ráð fyrir að hann prófi jafnvel Halldór Laxness enda vakti leikarinn nóbelskáldið til lífsins í leikverkinu Halldór í Hollywood. Logi segir að áhorfendur heima í stofu eigi líka að leggja höfuðið í bleyti og endilega senda honum póst á logii- beinni@365.is ef þeir viti um góða eftirhermu eða séu jafnvel sjálfir snill- ingar í þessu fagi. -fgg Logi býður upp í eftirhermudans BIKAR Í BOÐI Logi er þegar búinn að láta hanna bikar sem verður afhentur bestu eftirhermu landsins. Veggjakrot hefur aukist mikið, bæði í Sambíóunum og í Smára- bíói að undanförnu, auk þess sem sæti eru ítrekað skorin í bíósölun- um. „Þetta hefur aukist gríðar- lega mikið á undanförnum mán- uðum og það má segja að síðasta ár hafi verið það alversta,“ segir Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstr- arstjóri kvikmyndahúsa Senu, um krotið. Nýlega var krotað á viðarhurðir í sal eitt í Smárabíói og nemur tjónið þrjú til fjögur hundruð þús- und krónum. „Það þarf að spón- leggja þær upp á nýtt,“ segir Jón Eiríkur. „Þessi slæma umgengni er aðallega í Smárabíói þar sem yngra fólk kemur. Þar er farið að bera á minni virðingu fyrir umhverfinu.“ Jón segir lítið hægt að gera við þessari þróun nema laga sem fyrst það sem skemmist. Einnig hafa starfsmenn reynt að fylgjast betur með gestunum, sérstaklega þegar unglingamyndir eru sýnd- ar. „Við hikum ekki við að setja fólk inn í sali og jafnvel starfs- fólk á frívöktum til að fylgjast með þessu.“ Einar Þráinsson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa hjá Sambíóunum, segir að veggjakrot hafi einnig aukist mikið í kvikmyndahúsum þeirra. „Það er kostnaður að láta þrífa þetta og mála. Menn hafa líka verið að skera heilu seturnar og rífa innan úr þeim en samt hafa skemmdirnar á sætunum ekki aukist hjá okkur.“ Einar segir að myndavélakerfi sé í hús- inu sem hafi borið góða raun en vegna versnandi umgengni íhugi hann að auka eftirlitið með ein- hverjum hætti. - fb Veggjakrot eykst í bíóhúsum JÓN EIRÍKUR JÓHANNSSON Veggjakrot hefur aukist gríðarlega í íslenskum kvikmyndahúsum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Línur hjá kátum bókaútgefendum eru að skýrast hvað varðar skila- tölur en Fréttablaðið hefur sagt frá því að síðasta vertíð sló öll met í bóksölu. Arnaldur Indriða- son seldi langmest og slagaði ein- takafjöldi til búða hátt í 30 þús- und. Frá For- laginu berast þær fréttir að enn sem komið er séu skil með allra minnsta móti og útlit fyrir að þjóðin hafi gert minna af því en áður að skila jólagjöfunum. Útgefendur segja að skil geti orðið allt að 30 prósent seldra bóka en nú stefnir í að hlutfallið nái ekki 20 prósentum. Finnur Þór Vilhjálmsson lögmaðurinn knái, fyrrum sjónvarps- og blaðamaður, hefur lagt inn réttindi sín sem héraðs- dómslög- maður. Það kemur til af góðu einu. Finnur hefur nefnilega söðlað um og er nú genginn til liðs við Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþingis, og hans menn. Alsiða er að lögmenn sem ekki eru praktíserandi leggi rétt- indi sín inn um hríð. Þeir eiga þá ekki yfir höfði sér að vera skipaðir í að flytja mál eða borga félags- gjöld – lögmenn þurfa nefnilega að sinna ýmsum skilyrðum og samfélagslegum skyldum hvað sem öllum lögfræð- ingabröndur- um líður. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI ÚTVARPSHERMIKRÁKAN Freyr Eyjólfsson, útvarps- maður á Rás 2, þykir lunkinn eftirherma. BUBBA-GRÍN Hjálmar Hjálmarsson hyggst eflaust sanna fyrir þjóðinni að hann sé besta Bubba-eftirherman. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is 12 - 24V “booster” Frábært verð. Start- og hleðslutæki Auglýsingasími – Mest lesið „Ég veit að hann á Barnum, sem er líklega með einasta reykher- bergi sem til er á krá, ætlar alla leið með þetta mál og láta á reyna fyrir dómstólum,“ segir Kormá- kur Geirharðsson veitingamaður og meðlimur í Félagi kráareig- enda. Vaxandi óánægja er meðal verta vegna tóbakslaganna svo- kölluðu. Rekstur nokkurra kráa rambar á barmi gjaldþrots og er það einkum rakið til óbilgirni hins opinbera. Kormákur er ómyrkur í máli. Rósa Magnúsdóttir, deildar- stjóri hjá Umhverfissviði Reykja- víkurborgar, átti fund með lög- manni á fimmtudag þar sem farið var yfir þetta tiltekna mál. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að þegar hafi verið ákveðið að stefna Barnum við Laugaveg. Ástæðan er sú að þar er reyk- herbergi innandyra. Rósa segist ekki getað tjáð sig þar um en segir hins vegar: „Þetta er klárlega brot á tóbakslögum. Ekki má útbúa reyk- herbergi. Það má reykja á úti- svæðum. Við höfum skoðað þau úrræði sem við höfum. Að kæra og innsigla, en látið hefur verið á það reyna að þeir færu eftir okkar fyrirmælum,“ segir Rósa. Hún bendir á, í tengslum við vaxandi óánægju verta, að þeirra sé, auk lögreglu og heilbrigðis- og vinnu- eftirlits, að framfylgja lögum. Við löggjafann sé að sakast séu menn óánægðir. „Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“ Kormákur er einn helsti tals- maður bareigenda og hann segir þá binda við það vonir að menn í nefndum finni boðlega leið því ástandið sé með öllu óviðunandi. Hann nefnir sem dæmi að ónefnd- ur bar horfi fram á 40-60 pró- senta minni innkomu eftir að hin umdeildu tóbakslög tóku gildi. „Það er meira en spurning um líf og dauða. Það þýðir að menn eru að borga með sér.“ Þolinmæðin er við að bresta og þegar er farið að bera á því að bareigendur sjái í gegnum fingur sér við fólk kveiki það sér í sígarettu innan dyra ef gaddur og hríð er úti. En Kormákur og félagar eru ekki bjartsýnir á að löggjafinn sjái ljósið. Þannig skrifaði Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður grein í blaðið 24 stundir í vikunni sem ekki er hægt að skilja öðru- vísi en hótun: „Ég hvet veitinga- menn til að vera löghlýðna ella verða þar til bærir eftirlitsaðilar að taka á málum. Lögbrot verða ekki liðin,“ skrifar Ásta. Kor- mákur segir ekki hægt að ræða við fanatíkusa. „Gerum Ástu að sendiherra í Orkneyjum þaðan sem hún getur vælt. Það þýðir ekki að hafa fanatíkusa í ábyrgðarstöðum. Og þetta máttu prenta. Það búa allir í þessu landi. Af hverju er ekki hægt að miða við sænsku lögin þar sem má hafa reykrými að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Síðan hvenær urðum við meiri púrítanar en Svíar? Þar hlýtur að vera einhver þröskuldur sem við hoppum ekki yfir.“ jakob@frettabladid.is KORMÁKUR GEIRHARÐSSON: VERTAR AÐ MISSA ÞOLINMÆÐINA Borgin kærir bar vegna reykinga , KLÁRLEGA BROT Rósa Magnúsdóttir hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar segir að reykherbergið sem útbúið hefur verið á Barnum sé klárlega brot á tóbakslögum. BARINN Eigandi Barsins ætlar að láta á málið reyna fyrir dómstólum, að sögn Kormáks. ÓÁNÆGÐUR Kormákur Geirharðsson þekkir dæmi þess að staðir horfi upp á allt að 60 prósenta minni innkomu eftir að tóbakslögin umdeildu tóku gildi. Vaxandi óánægja er meðal verta vegna tóbakslaganna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.