Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 28. mai 1981
T spegli tímans
Afmælisveislan
hans Ivans
■ Eins og islendingum er
kunnugt hlær hann oft, hátt og
mikið, og það sem meira er,
gjarna að sjálfum sér. Kannski
það sé þess vegna, sem Ivan Re-
broff ætlar að halda upp á
fimmtugsafmæli sitt 31. júli nk.
i gervi trúðs. Ilann hefur þegar
ráðið heilan sirkus til að
skemmta gestum sinum, allt frá
filum til eldgleypa, og segist
ætla að breyta kastalanum
sinum i risastórt „búr fulltai
fiflum”. Þetta fyrirtæki þarfn-
ast auðvitað mikils undirbún-
ings, — Ég verð að nota hverja
minútu sem gefst til að undir-
búa veisluna, segir hann. En
minúturnar, sem gefast til
veisluundirbúnings, eru ekki
margar. Ivan er sem stendur á
söngfcrð ’ um Evrópu, þar sem
hann flytur bæði veraldlega og
kirkjulega tónlist. Siðan taka
við sjónvarpsupptökur. Benda
þvi allar likur tii að Ivan lle-
broff verði að fá góða aðstoö,
cigi allt að vcra tilbúið fyrir
fagnaðinn stóra. — Annars er
liklegt að ég standi bara eins og
fifl fyrir framan gesti mina 31.
júli scgir hann.
Ingrid hætt vid
ad hætta?
■ Ekki alls fyrir löngu tilkynnti
Ingrid Bergman heimsbyggð-
inni þá ákvörðun sina að hætta
leik i kvikmyndum. Siðan hefur
hún upplýst að hún vildi gjarna
leika fleiri hlutverk á hvita
tjaldinu. Þar segir hún: —Það
er ekki ég, sem hef sagt skilið
við kvikmyndirnar, það eru
kvikmyndirnar, sem hafa sagt
skilið við mig. Hún bætti svo
við:—Nú vill fólk sjá yngri
kvikmyndastjörnur. Það fyrir-
finnast engin skynsamleg hlut-
vcrk fyrir mig og mina lika.
Ekki virðast landar Ingrid,
Sviar, vera sama sinnis. Þar
hefur henni verið boðið stórt
hlutvcrk i sjónvarpsmynd.
Verdur Isabel
látin laus?
■ Isabel Feron, sem tók við
forsetaembætti i Argentinu að
manni sinum, Juan Peron
Argentinuforseta látnum, hefur
sem kunnugt er setið i fangelsi
siðan henni var steypt af stóli
1976. Hún var dæmd til 8 ára
fangelsisvistar og gefið að sök
að hafa dregið sér l'é úr opin-
berum sjóöum og hafa svikið
þjóö sina. Ef hún sækti um
náðun nú cr það næsta öruggt
mál að henni yrði samstundis
sleppt en ísabel, sem nú er
fimmtug, er stolt og tekur ekki i
mál að sækja sjálf um náðuni
enda telur hún dóminn rang-
látan. En i júli nk.hefur hún
tekið út tvo þriðju af dómnum
og þykir liklegt að það þyki til-
efni til að láta hana lausa, jafn-
vel þó að hún sæki ekki um það
sjálf.
KMISS
■ Shar-
on Field
er óneit-
anlega
fönguleg
stúlka,
enda er
hún stælt
af
trimmi
og hlaup-
um.
TVOFALDU R
SKAMMTUR AF
YNDISMKKA
Betlari og
f7bisness-
maður”
■ Sex mánuði á ári hverju
var Eddie Bernstein vel
klæddur og vel stæður
„bisness-maður”, sem
bjó með systur sinni i ein-
býlishúsi með útsýn yfir
höfnina í Pensacola
Florida.
Hina sex mánuði ársins
var hann i Washington
og þar var hann fótalaus
betlari, sem ýtti séráfram !
i trékassa á hjólum.
Þessu tvöfalda lifi sinu \
hafði Bernstein lifað i um
40 ár, og komst loks upp j
sagan um ríka betlarann |
við andlát hans i fyrra.
Hann lést 79 ára gamall i
og var þá margmilljóneri
i dollurum.
Bernstein missti báða :
fætur i járnbrautarslysi f
þegar hann var 11 ára. j
Þegar hann var i hlut-i
verki sinu sem vel stæður:
verslunarmaður notaði
hann gervifætur, — en þá J
notaði hann aldrei ig
Washington.
Eggjahvítu-
efnin
bætast í
óvinahópinn
■ í hinu stöðuga striði i
við aukakilóin hefur |
lengst af verið litið á kol-
vetni sem erkióvininn, ]
eða allt þangað til fita ]
leysti þau af hólmi. En nú
eru böndin farin að berast
iskyggilega að eggja-j
hvituefnum, sem til
skamms tima hafa verið
haldreipi þeirra, sem [
náiö fylgjast með linun-
um.
í kunnu bandarisku vis-1
indatimariti er skýrt frá
rannsókn, sem gerð var ]
við Háskóla Virginiufylk- j
is i Bandarikjunum. Þar ]
var fuliorðnum rottum ;
skipt i 3 hópa, sem aldir j
voru á mismunandi fæði.
i öllum hópunum hafði ]
fæðið jafnmargar hita- ]
einingar, en hlutfall ;
eggjahvitanna var mis- j
munandi.
Átta vikum siðar höfðu i
rotturnar, sem fengu 5%
eggjahvitukúrinn, aðeins j
bætt á sig 63 aukagrömm- j
um. Þær, sem höfðu feng-;
ið 25% eggjahvitukúrinn, ;
höföu hins vegar bætt á
sig 115 grömmum.
Hún er alltaf
fremst i röðinni
■ Sharon Field heitir
þessi fallega stúlka, sem
er fyrirsæta i Englandi.
Hún er 18 ára og er sögð
„alveg i sérflokki”.
Sharon á heima i Rain- j
ham i Essex, en nú hafa
topp-fyrirtækin i London
komið auga á hana og það
er ekki að sökum að
spyrja, hún hefur tekið
boði um góða vinnu í
London. Þó hún flytjist til
borgarinnar segist
Sharon ætla að halda
áfram að trimma af full-
um krafti eins og hún hef-
ur gert i heimabæ sinum.
Þar hefur hún verið i
fremstu röð hlaupara og ;
trimmara. Ljósmyndari,
sem tók myndina af
henni, þegar fyrirtækið i
London kynnti hana,
sagði að Sharon hefði lika
áreiðanlega verið fremst
i röðinni þegar yndis-
þokka var úthlutað, og
fengið tvöfaldan
skammt!