Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 17
 Fimmtudagur 28. mai 1981 íþróttiri „Allt spilið hrundi við þriðja markið” — sagði Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari, eftir að Tékkar gersigruðu ísland 6-1 íBratislava ígær ■ „Við fengum á okkur tvö mörk með stuttu millibili er staðan var 2* 1 fyrir Tékkana og eftir það hrundi allt spil liðs- ins” sagði Guðni Kjartansson þjálfari ís- lenska landsliðsins i knattspyrnu í samtali við Timann i gærkvöldi. En i gær lék islenska landsliðið við Tékka i undankeppni HM og var leikurinn í Bratislava. Tékkarnir sigruðu 6-1 eftir að hafa haft yfir 2-0 i hálfleik. „Við ætluðum okkur að leika sterkan varnarleik og sækja siðan þegar við fengjum boltann, þetta gekk mjög vel mestan hluta af fyrri hálfleik og t.d. fékk Trausti Haraldsson mjög gott tækifæri á að skora er hann komst vel inn að markinu, en skotið geigaði. Það var ekki fyrr en á 35. min fyrri hálfleiks sem Tékkunum tókstaðskora fyrsta markið, þeir höföu ekki náð að skapa sér nein veruiega hættuleg tækifæri, og það sem kom að markinu átti Þorsteinn ekki i vandræðum með að verja. En fyrsta mark Tékkanna kom þannig að bakvörður þeirra lék upp vinstri kantinn og gaf vel fyr- ir markið þar sem einn Tékkinn var fyrir og skaut hann i stöngina og i markið. Eétt á eftir eða á 40. min var þeim færö vitaspyrna á silfurfati, Arni Sveinsson lenti þá i fullkom- lega löglegri tæklingu og allt i einu upp úr þurru að okkur sýnd- ist tókst einn leikmaður Tékka á loft og það var eins og hann væri að stinga sér til sunds. Dómarinn dæmdi vitaspyrnu og þaö voru bara ekki við sem vor- um undrandi heldur flestir Tékkarnir lika, þeir skoruöu sið- an úr vitinu og þannig var i hálf- leik. Það var mjög mikill friskleiki i islenska liðinu i upphafi siðari hálfleiks þeir spiluðu mun betur heldur en i fyrri hálfleik. Og ekki leiðá löngu að þeir upp- skáru mark. Arnór Guðjohnsen tók hornspyrnu og gaf beint á Magnús Bergs sem skallaði i markið. Þetta höfðum við æft fyrirfram og tókst mjög vel, nú eftir þetta var leikurinn frekar jafn okkur tókst að spila og brjóta niður sóknarlotur Tékkanna, og voru áhorfendur farnir að púa á leik- menn sina. Nú litlu munaði að okkur tækist að jafna er Asgeir Sigurvinsson tók aukaspyrnu sem stefndi i blá- horn marksins og mátti mark- vörður þeirrahafa sig allan við til að verja skotið. En siðan kom að martröðinni. Tékkum tókst að skora fjögur mörká aðeins 18 min kafla, þriðja markið kom á 72. min við vorum með boltann en misstum hann og ÍÉgÉg Ðikcif [Sport«yu, ■ Ddmarinn hefurdæmtaf markPéturs i landsleik gegn Sviss en í gærkvöldi kom það ekki oft fyrir að landsliðsm ennirnir fögnuðu eins og hér á myndinni. Völs- ungur úr leik ■ 1. umferð bikarkeppninnar i knattspyrnu hófst i fyrrakvöld og áttu þá tólf leikir að vera á dag- skrá en fresta varð fjórum þeirra. Óvæntustu úrslitin ef óvænt skildi kalla eru eflaust úrslitin i leik Völsungs Húsavik og Árroð- ans Eyjafirði, en þar sigruðu leik- menn Árroðans 4-4. Þeim leikjum sem fresta varð eru Fylkir — IBf, Tindastóll — Dagsbrún, Leiknir F. — Einherji, og Þróttur — Sindri. Orslitin i 1. umferð bikar- keppninnar urðu þvi þessi: Hveragerði —ReynirS. 2-9 Vikinguró,—Ármann 2-3 Grindavik — Grótta 4-0 Afturelding —Selfoss 2-2 Haukar—-HV 1-0 Leiftur —HSÞ 2-1 Magni —KS 0-1 Völsungur — Arroðinn 3-4 Liverpool Evrópumeistari: Sigrudu í þriðja sinn — og nú Real Wladrid - Alan Kennedy skoraði sigurmarkið ■ Liverpool tryggði sér i gær- kvöldi Evrópubikarinn er þeir sigruöu spánska félagið Real Madrid 1-0 i úrslitaleik sem háð- ur var i Paris. Það var Alan Kennedy sem skoraði sigurmark leiksms á 81. min, hann fékk þá boltann úr innkasli viö vitateigslinuna al- veg við hornfánann. Kennedy lék á einn varnar- mann Real Madrid og út i feig- inn þar sem hann skaut þrumu- skoti með vinstri fæti, sérlega glæsilegt mark. Leikurinn þótti oft á tfðum mjög grófur og leyfði ungverski dómarinn fullmikið sérstaklega i fyrri hálfleik. Leikmenn Real Madrid fengu að komast upp með ljót brot og það var aðailega Kenny Dal- giish sem fékk að kenna á þvi, það vakti þvi nokkra athygli að Ray Kennedy var fyrstur manna til að fá gula spjaldið i leiknum. Að sögn fréttaskýrenda þótti seinm hálfleikur mun betur leikinn, og voru leikmenn beggja félaganna farnir að sætta sig við jafntefli og fram- lengingu er markiö kom. Þetta er i þriðja 'sinn sem Liverpool vinnur Evrópukeþpni Bikarhafa — þeir unnu 1977, 1978 og nú 81 og Nottingham Forest hefur unnið hana tvi- vegis 1979 og "80 og þannig héfur sigurinn fallið enskum i skaut siðustu fimm árin röp —. það var gefin stungusending inn fyrir vörnina á einn leikmann Tékka sem skoraði framhjá Þor- steini. Eg held að strákarnir hafi verið búnir að sætta sig við að tapa leiknum 2-1, það þarf enginn að skammast sin fyrir það, en þegar Tékkunum tókst að komast i 3-1 þá fóru strákarnir að taka meiri sénsa. Við það misstu þeir tempóið i leiknum og er þeir misstu frá sér boltann þá var altt galopið fyrir tékknesku leikmennina. Fjórða markinu bættu Tékkarnir við stuttu siðar og tveimur siðustu mörkunum rétt fyrir leikslok með stuttu millibili. Ég geri mér alveg grein fyrir þvi að við erum lakari heldur en Tékkarnir þeir hafa miklu meiri reynslu heldur en okkar landsliö og er nóg að benda á það að elsti leikmaðurinn hjá okkur er Ásgeir Sigurvinsson aðeins 25 ára gam- all. Tékkarnir leika mjög nákvæmt og nota mikið þrihyrningsspil, þá eru þeir mun sneggri en við en þrátt fyrir það var þessi sigur þeirra allt of stór. Ég get ekki sagt að neinn ieik- maður hafi skarað neitt framúr. Asgeir var að vanda sterkur og hafði mikla yfirferð þá kom nýlið- inn Þorgrimur Þráinsson vel frá sinu og Þorsteinn átti ekki sök á mörkunum”. röp—. „Reiknaði með tapi.. — en ekki svona miklu” segir Marteinn Geirsson ■ ,,Ég átti nú von á skemmtilegri úrslitum” sagði Marteinn Geirs- son er Timinn tjáði honum úrslit- in i leik lslands og Tékkóslóvakiu i gærkvöldi. Ég reiknaði nú alltaf með tapi en ekki svona stóru þetta er það góður mannskapur sem þarna lék. Það er auðséð að þeir hafa ekki haldið höfði og freistast til þess að sækja of mikið og þá hefur losnað um Tékkana, i stað þess að reyna að halda fengnum hlut er staðan var 2-1 fyrir Tékka og fá ekki á sig fleiri mörk. Það þýðir ekkert annað núna en að reyna að halda Tyrkjunum fyrir neðan sig i riölinum það væri ekki skemmtilegt að vera i neðsta sæti i riölinum og með þessa markatölu i þokkabót”. röp-. ■ Marteinn Geirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.