Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 28. mai 1981 heimilistíminni Dagur í lífi Svanfríöar Hagvaag húsmódur og blómakonu á Nordfiröi ■ Svanfríöur Hag- vaag býr að Kirkjubóli í Norðfirði. Hún er gift Árna Þórhallssyni bdnda og hjá þeim eru tveir synir Svanfríðar af fyrra hjónabandi/ Georg Pétur Svein- björnsson 16 ára og Einar Sveinbjörnsson 15 ára. Svanfríður seg- ist vera bara húsmóð- ir, eins og það er orðað, en hafa unnið úti annað slagið. koma römmunum fyrir og setja lamirnar og lokunarútbúnaöinn á, svo þurfti ég að ganga frá gróöurhúsinu fyrir nóttina. Ég horföi siðan á sjónvarpiö i dálitinn tima og prjónaði svo- litið með. Það er mesta furða, hvað hægt er að prjóna drjúgt 'með sjónvarpinu. fig ætla siðan að enda þetta með tveimur uppskriftum, sem ég nota oft. Heilsuhéri. 1/2 kg hakk, 2 egg, 2dl hveitikliö, 1-2 dl mjólk, 2-3 laukar, salt, pipar, 1-2 msk. paprika. Hrærið hveitikliðið og kryddið ' út i eggið og mjólkina og látið það standa i 5-10 minútur meöan kliðið er að draga i sig vökvann. Smábrytiö laukinn og blandiö honum vel saman við kjötið. Þá er kliðblöndunni blandað út i og þetta er hrært mjög vel. Þetta þarf að vera frekar fast. Smyrj- ið innan eldfast mót eða fat og ■ Við erum alltaf að fá alls konar bletti i fötin okkar. Stund- um getum við náð þeim úr sjálf, en fyrir kemur, að við teljum réttara að fara með fötin i hreins- un til þess að blettirnir náist áreiðanlega úr þeim. Þá er gott ráð, að láta sér ekki detta i hug aö reyna að ná blettinum úr áður. Meö þvi getum við einfaldlega fest blettinn svo vandlega i fötun- um, að ekki sé nokkur leið að ná honum úr. Þegar farið er meö blettótt föt eða annað i hreinsun er gott að láta fylgja með upplýsingar um hvers kyns blettirnir eru, ef þið vitið það. Það auðveldar þeim, sem hreinsa fötin, að nota réttu aðferðirnar. fb. Blóma- vökvun í sumar- leyfinu ■ NU fer að liða að þeim tima, þegar fólk fer i sumarleyfi. Þá lenda margir i vandræðum með blómin sin. Hér er ágætis ráð fyrir þá, sem eiga mörg blóm, en eiga erfitt með að fá einhvern til þess að vökva þau á meðan þeir eru fjarverandi. Fáið ykkur plastpoka fyllið hann af vatni og stingið gat á botninn með nál. Setjið siðan pok- ann í blómapottinn við hliðina á plöntunni og gætið þess að gatið á botninum liggi niður að moldinni i pottinum. Vatnið drýpur nú hægt og rólega úr pokanum, og þetta ætti að nægja til þess að halda lifinu i flestum blómum, að minnsta kosti ef ekki er allt of mikið sólskin á meðan þið eruð i burtu, eða þá þið takið blómapott- ana og setjið þá á skugsælan stað þangað til þið komið aftur. Gætið þess að festa ekki blettina fyrir hreinsun Ræktar sumar- blóm og potta- blóm af kappi m Svanfrlður Hagvaag ■ Sunnudagurinn 10. mai byrjaOi með þvi, að ég fór á fætur um hálfáttaleytið, flýtti mér út i gróðurhús og opnaði þar alla glugga. Þar var kominn steikj- andi hiti af þvi að sólin var komin upp fyrir þó nokkru. Ég á alltaf i dálitlum vandræðum með gróðurhúsið, . þegar sólin fer að hækka á lofti á vorin. Þá kemur sólin svo snemma upp, að það er orðið allt of heitt i hús- inu snemma á morgnana. Ég þarf alltaf að semja við manninn minn á hver ju vori um að athuga hitann og opna glugg- ana, ef þess þarf með. Þetta minnti mig á, að ég var ekki búin að semja þetta vorið. Siðan fór ég inn aftur og fékk mér morgun- kaffi og vakti kaupa- konuna, sem hafði komið daginn áður. A eftir vökvuðum við i gróðurhúsinu og inni með áburðarvatni. Ég er nýlega byrjuð að rækta dálitið af potta- blómum og sumarblómum til sölu. Ræktunin er mjög smá i sniöum ennþá, en samt er mikil vinna við þetta þar sem sumar- blómin taka mestan timann núna. Gróðurhúsið er svo fullt af þeim, aö viö veröum að hreyfa okkur mjög gætilega til aö setja ekki eitthvað niður. Það tók aðeins rúman klukkutima að vökva þennan daginn þar sem við vorum tvær. Ég vökva alltaf með áburðarvatni á sunnudög- um til að vera örugg um aö gleyma þvi ekki. Það er nauð- synlegt aö gera þetta á vissum dögum, svo að það sé gert reglu- lega. Karlmennirnir komu úr fjós- inu um hálftiuleytið og drukku seinna morgunkaffið. Þá samdi ég við Árna manninn minn um að opna gluggana. Hann fer á fætur milli fimm og sex á morgnanna. fjárhúsin, nema helzt ef ég þarf að flýta fyrir útaf einhverju sérstöku. Sauðburðurinn er rétt að byrja en það voru bornar nokkrar ær, sem höfðu verið sæddar og voru þvi á undan hinum. Eins voru gimbrarnar byrjaðar að bera. Þegar ég kom heim úr fjár- húsunum setti ég hádegismat- inn i ofninn. Það var súpukjöt, sem ég raðaði i ofnskúffuna og stráði salti, pipar og Barbecue seasoning yfir. Þetta er svo sett iofninnog steikt þar i 11/2 tima við 170-200 stiga hita. Þetta er mjög fljótlegt og þægilegt, ef maður vill ekki eyða miklum tima i matinn. Það er yfirleitt mikill vinnusparnaður að nota ofninn, vegna þess að þá þarf svo litið að vera yfir matnum. Smíðaði kassa yfir vermireitina. Nú fór ég út aftur og fór að smiða kassa yfir 3 vermireiti, sem ég er að búa til. Ég hafði Einar og Þuriði með mér við það. Georg, annar sonur minn, var að lesa undir próf og var þess vegna ekki truflaður. Þá kom til min kona frá Eskifirði, sem ég haföi ekki séð lengi og hún stóö við fram að kvöldmat. Ég tók mig til að bakaði pönnu- kökur meö kaffinu. Ég geri það reyndar nokkuö oft, þar sem þær eru vinsælt meðlæti hjá mér. I kvöldmatinn hafði ég hangi- kjöt og ábrystir á eftir.en ábrystir eru talinn herramanns- matur her á bæ. Mér finnst allt- af dálitiö erfitt aö blanda broddinn rétt til að fá hann mjúkan. Eftir kvöldmat fórum við út i smátima til að ljúka við að mótið brauð i formið. Ef hakkið er magurt þarf að setja nokkra smjörbita hingað og þangað yfir farsbrauðið. Þetta er siðan bakað við 200 gráður i ca. 1 tima. Borið fram með sósu eftir smekk og hrásalati. Mjöggotterlika að setja með i fatið nokkrar tegundir af grænmeti i bitum og steikja með kjötinu. Kjötsósa með hrisgrjónum. 300 gr. hakk, 2 laukar, 1-2 dl. hýðishrisgrjón, smjör til að steikja úr, 2-4 dl vatn, salt, pipar, timian og hvitlaukur eftir smekk, 1 dós tómatkraftur eða 1 dós niðursoðnir tómatar. Skerið laukinn smátt og brúnið létt á pönnu. takið laukinn frá. Brúnið kjötið og bætið lauknum út i. Setjið hris- gjónin og vatnið út i. Ef notaðir eru 2 dl af hrisgrjónum þarf að hafa 4 dl af vatni, heldur minna ef notaðir eru niðursoðnir tómatar. Kryddið eftir smekk. Mjög gott er aö nota kryddjurtir i þennan rétt. Látið þetta malla þangað til hrisgrjónin eru soðin. Ef notuð eru hrisgrjón., sem eru lengi aö sjóða má sjóða þau áður og bæta þeim út i soðnum en þá má vatnið ekki vera meira en ca. 1 dl. Það er þó betra að nota mjólk i staðinn fyrir vatn. Þetta er siðan borið fram með spaghetti. Magnið af þvi verður að ráðast af þörfum hvers og eins. Það er skemmtilegt að breyta til með þetta og blanda spag- hettinu saman við áður en hris- grjónin eru fullsoðin og láta allt i eldfast mót og baka i ofni i ca. 1/2 tima. Fór að skoða lömbin. Eftir morgunkaffið fór ég meö Arna, Þuriði kaupakonunni ogEinari syniminum inn i fjár- hús til ahskoða lömbin. Ég hafði ætlaö aö gera það i nokkra daga, en ekki unnizt timi til þess fyrr. Ég fer yfirleitt ekki i fjós eöa ■ Hér er Svanfriður aö smiöa rammana yfir gróöurreitina hjá sér. (Ljósmyndir Einar Svein- björnsson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.