Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 23
■ Bandariskt efni hefur fariö vaxandi I sjónvarpinu siöustu árin, en breskt efni hins vegar minnkaö nokkuö. Samtals eru þó rúin- lega tveir þriöju hlutar alis erlends efnis frá Bretlandi og Banda- rikjunum. Myndin er úr bandariska gamanmyndaflokknum „Löður”. Sjónvarpið á síðasta ári: Hlutur innlends efnis minnkaði ■ Rikisútvarpið gefur út vandaða ársskýrslu. Nýjasta skýrslan, sem kom út þessa dagana, fjallar um starfsemi hljóðvarps og sjónvarps á sið- asta ári, 1980, og kennir þar margra grasa. Forvitnilegt er að skoða samanburð milli ára á efni sjónvarpsins. Fram kemur i skýrslunni, að lengd sjón- varpsdagskrár var sú hin sama i fyrra og árið 1978, eða 1.219 klukkustundir alls. Hluti islensks efnis i þessari dagskrá var hins vegar all- nokkru minni i fyrra en árið 1978, og hefði þó vissulega verið þörf á, að þvi væri á annan veg farið. 1 fyrra voru 400 klukkustundir af þessum 1219, eða tæplega 33%, islenskt efni, en árið 1978 var sambæri- leg tala 443 klukkustundir eða rúmlega 36%. Þessi samdráttur i islensku sjónvarpsefni hefur leitt til aukningar bæði á erlendu efni og auglýsingum. Erlenda efnið var rúmlega 67% af efni sjónvarpsins i fyrra, en aug- lýsingarnar tæplega 6%. Meirihluti efnis frá Bretlandi og Banda- rikjunum. Þessi þróun er i sjálfu sér áhyggjuefni, en skýringin er sennilega sú erfiða fjárhags- staða, sem rikisútvarpið hefur átt við að striöa að undan- förnu. E<i hvernig skiptist svo þetta erlenda sjónvarpsefni milli framleiðslulanda? Athugun á yfirliti um skipt- ingu þessa efnis milli ,,upp- hafslanda, eins og það er kallað i skýrslunni, sýnir, að Bretar og Bandarikjamenn framleiða rúmlega tvo þriðju af erlenda sjónvarpsefninu. Breska efnið hefur nokkuð minnkað hin siðari ár, en það bandariska aftur á móti auk- ist. 1 fyrra voru tæplega 37% er- lenda efnisins frá Bretlandi, en tæplega 33% frá Bandarikj- unum. Breska efnið hafði þá fallið úr rúmlega 41% árið 1978, en bandariska efnið auk- ist úr rúmlega 25%. önnur lönd eiga tiltölulega litinn þátt i dagskrá islenska sjónvarpsins, og flest þeirra reyndar sifellt minni þátt. Þannig var t.d. skandinaviskt efni i heild aðeins um 11.7% af erlendu efni i dagskrá sjónvarpsíhs i fyrra, og hefur það farið minnkandi. Sovéskt efni tók hins vegar nokkurt stökk i fyrra, sam- kvæmt skýrslunni. Það nam 4.7% af erlenda efninu, og hafði aukist úr 1% árið 1978. Rekstur Sinfóniu- hljómsveitarinnar. Meðal efnis i ársskýrslu rikisútvarpsins er yfirlit um starfsemi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar. Þar kemur fram, að niður- stöðutölur á rekstrarreikningi hljómsveitarinnar i fyrra, 1980, voru tæplega 703 milljónir króna, gamlar að sjálfsögðu. Eigin tekjur Sinfóniuhljóm- sveitarinnar i fyrra voru sam- kvæmt skýrslunni sem hér segir: aðgöngumiðar 65.3 milljónir, auglýsingar 3.1 milljón og ýmsar tekjur 200 þúsund. Samtals voru eigin tekjur þvi tæplega 69 milljónir króna, eða innan við 10% af rekstrarkostnaðinum. Það sem á vantar var greitt með framlagi rikisútvarpsins, Reykjavikurborgar og rikis- sjóðs. Á árinu 1979 var þetta hlutfall eigin tekna aðeins lak- ara, eða rúmlega 8.5% Hljómsveitin lék samtals á 46 tónleikum starfsárið 1979—80, að þvi er segir i skránni. Séu niðurstöðutölur-' rekstrarreiknings 1979 fyrir forvitni sakir bornar saman við tónleikafjöldann lætur nærri, að meðalkostnaður hafi verið um 10 milljónir á hverja tónleika. Fram kemur að á starfsár- inu 1979—1980 voru fastráðnir hljóðfæraleikarar hjá hljóm- sveitinni 58, en auk þeirra var 41 hljóðfæraleikari ráðinn til að leika á einstökum tónleik- um. Heildarvinnustundafjöldi hljómsveitarinnar var tæp- lega 46.900 stundir. Þar af fóru rúmlega 37.700 stundir i hljómleikahald bæði i höfuð- borginni og úti á landi. — ESJ. Elías Snæland Jóns- son, ritstjóri skrifar áhöld til útivinnu! umboósmenn: K.Þorsteinsson &Co.,Sundaborg Láttu LYSBRO léttaþér landbúnaðar- störfin! Lysbro verksmiðjurnar hafa framleitt vönduö verkfæri fyrir hvers kyns garöyrkju- og landbúnaðarstörf í 80 ár, enda er nafnið eitt í dag trygging fyrir framúrskarandi gæöum. 23 — Sterkbyggðir og liprir — Flothjólbarðar — — Stillanlegt dráttarbeizli — 7 hnífar fy'9Ía Verð kr. 42.200,- Tilbúnir til afgreiðslu strax. 12.200 kr. útborgun og eftirst. á 12 mánuðum. Kaupfélögin og 2)/u£££a>t4ðéía/t> A/ SUDURLANDSBRAUT .3• REYKJAVIK. • SIMI H6500 • Þingmálafundir I Vestfjarðarkjördæmi hefjast sem hér segir: Á Isafirði fimmtud. 28.5 kl. 20.30 að Uppsölum. I Bolungarvik föstud. 29.5 kl. 20.30. Á fundina mæta Steingrimur Hermannsson, ólafur Þórðarsson, og Sigurgeir Bóasson. Allir velkomnir. Félögin. Utboð Tilboð óskast í að reisa viðbyggingu við frystihús KEA i Hrisey. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. Glerárgötu 36 Akureyri frá og með þriðjudeginum 26. mai 1981, gegn 1000 kr. skiiatryggingu. Tilboðsfrestur er til 10. júni. Sig. Thoroddsen Akureyri. Bolungarvík Aðalfundur Framsóknarfélags Bolungarvikur verður haldinn i fundarsal Vélsmiðjunnar Mjölnis sunnudaginn 31. mai kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstörf Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.