Tíminn - 28.05.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. mai 1981
3
fréttir
Ríkisstjórnin og Læknaþjónustan skiptast á harðorðum yfirlýsingum:
TEUfl NEYÐARÞJÓNUSTUNA
FULLNÆGJA LÆKNAÞÖRFINNI
■ „Valdboð um frelsi til slikrar
félagsstarfsemi (Læknaþjónust-
unnar) i landinu hlýtur að vera
brot á stjórnarskrá lands-
ins”segir i yfirlýsingu
Læknaþjónustunnar s.f. sem er
svar við y firlýsingu rikisstjórnar-
innar frá i fyrradag.
Segir þar, að þar sem óskað
hafi verið eftir þjónustu félagsins
án fyrirvara strax eftir stofnun
félagsins 16. mai hljóti að felast i
þvi viðurkenning á taxta og þjón-
ustu félagsins.
Læknaþjónustan og forráða-
menn læknafélaganna kynntu
þessa yfirlýsingu sina og afstöðu
á fundi með fréttamönnum í gær.
Voru læknarnir bitrir i garð
rikisvaldsins og komst einn
þeirra, Högni Óskarsson svo að
orði: „Rikisstjórnin er með
þessari yfirlýsingu sinni að berja
hausnum við rikiskassann.”
Læknarnir voru að þvi spurðir á
fundinum hvort taxtaákvörðun
þeirra væri ekki brot á verð-
stöðvunarlögunum ..bp. Svavar
Gestsson heilbrigöisráðherra
hafði áður sagt að svo væri.
Læknarnir sögðu þetta fráleita
hugmynd, þvi ný fyrirtæki yrðu
að ákveða sina taxta sjálf. Bentu
þeir á að það væri ekkert eins-
dæmi að þeir ákvæðu einhliða
sina taxta, án þess að slik ákvörð-
un færi, „rétta boðleið" i gegn um
verðlagsyfirvöld, þvi þetta væri
það sem lögfræðingar og endur-
skoðendafyrirtæki stunduðu i rik-
um mæli.
Það var að heyra á læknunum,
að þeir ættu von á þvi, að neyðar-
þjónusta sú sem Læknaþjónustan
hefur skipulagt frá og með næsta
mánudegi, hafi samkomulag ekki
náðst, myndi fullnægja þeirri þörf
á læknum sem verður eftir helgi.
beir voru að þvi spurðir hvort
svona sjálfboðastarf myndi ekki
veikja samningsaðstöðu þeirra,
og töldu þeir svo vera, en við
þessu væri ekkert að gera, það
yrði að sinna sjúklingum.
Læknarnir voru spurðir h.verjar
launakröfur þeirra til rikisins
yrðu og sögðu þeir það ljóst mál,
að halda yrði formlegan samn-
ingafund svo hægt væri að leggja
fram kröfurnar-. ab.
Nýjungamar fytgja
DAMIXA
Örugg og tæknilega fullkomin.
Ódýr, stílhrein og auöstillanleg.
Glæsileg í nýja baöherbergiö og eldhúsiö
og auötengjanleg vid endurnýjun á gömlu.
Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista.
■ Bráðlega hefst laxveiöitlmabilið af fullum krafti og þá má sjá
sjón sem þessa i öllum iaxveiðiám landsins.
18 LAXAR KOMN-
IR ÚR HVÍTÁ
■ Nú eru komnir 18 laxar úr
Hvitá i Borgarfirði en neta-
veiðin þar hófst fyrir um viku.
Mikið vatn mun vera i
ánni núna og þvi erfitt að at-
hafna sig i ánni.
Sigurður Fjeldsted i Ferju-
koti sagði i samtali við
Veiðihornið að laxinn sem
kominn væri á land væri
fallegur, á bilinu 8 til 14 pund
að þyngd.
,,Við fengum 4 laxa úr ánni i
fyrri viku en siðan hefur
veiðin glæöst aðeins, sagði
Sigurður. „Þessi byrjun er
eins og í meðal ári en hún er þó
ekki eins góð og var i fyrra og
1979 en þá var aftur á móti
mun minna vatn i ánni en er
nú.”
Sigurður kvaðst vera bjart-
sýnn á veiðarnar i sumar þótt
að byrjunin væri hálf dræm
nú.
Veiðifréttir alla virka
daga.
Veiðihorn Timans hefur nú
göngu sina og er ætlunin að
vera með fréttir af laxveiði
alla virka daga eða fjórum
sinnum i viku. Eins og áður
hefur verið þá eru menn
hvattir til að hafa samband
við umsjónarmann Veiöihorn-
sins ef þeir hafa skemmtilegar
sögur af þeim „stóra” sem
þeir fengu eða misstu.
Ef hringt er þá er sfminn
86300 en bréf skulu merkt
„Veiðihorn” Timinn Siður-
múla 15 Reykjavik. —FRI.
Læknar
reikna
laun
sínog
annarra
stétta
■ Fyrr á þessu ári fékk Lækna-
félag íslands endurskoðenda-
fyrirtækið Hagvang h f til þess
að vinna íyrir sig úttekt á
ævilaunum sjúkrahúslækna og
nokkurra annarra stétta. I
úttektinni var miðað við laun sem
launþegi fær fyrir 40 stunda
vinnuviku á dagvinnu.
Samanburðarstéttirnar sem
notaðar eru til viðmiðunar við
lækna eru bankastarfsmenn, við-
skiptafræðingar, sóknarprestar
og flugstjórar. Talsmenn lækna
segja, að svonefndar ráðstöf-
unartekjur þessara starfshópa,
þegar dregin hafa verið frá opin-
bergjöld, námskostnaður, starfs-
kostnaður o.þ.h., séu svipaðar hjá
öllum starfstéttunum nema ílug-
stjórum, sem skera sig úr með
verulega hærri ráðstöfunartekj-
ur.
Þessa úttekt hafa læknar sent
fjármálaráðuneytinu til kynning-
ar, en ráðuneytið hefur enn ekki
tjáð sig um innihald þessarar
skýrslu.
—AB.
^ Kaupfélag Borgfirðinga
Borgarnesi
Úthlutun úr Rithöfundasjóði:
19 manns
fengu fé
■ Stjórn Rithöfundasjóðs
Islands ákvað á fundi sinum 14.
mai s.l. að úthluta 19 rithöfundum
i viðurkenningarskyni úr Rithöf-
undasjóði árið 1981, hverjum um
sig 15 þúsund krónum.
Rithöfundarnir eru:
Anton Helgi Jónsson, Egill
Egilsson, Friðrik Þórðarson,
Geirlaugur Magnússon, Guð-
bergur Bergsson, Gunnar
Gunnarsson, Hannes Pétursson,
Helgi Sæmundsson, Hjörtur Páls-
son, Jakobina Sigurðardóttir, Jón
Óskar, Jón úr Vör, Kjartan
Ragnarsson, Nina Björk Arna-
dóttir, Ólafur Gunnarsson, Ólafur
Haukur Simonarson, Pall H.
Jónsson, Pétur Gunnarsson og
borgeir Þorgeirsson.
Stjórn Rithöfundasjóðs íslands
skipa nú þessir menn: Njörður P.
Njarðvik, Þorvarður Helgason og
Árni Gunnarsson.
Veiðihornið
Engar sektir
fyrir bílbelta-
vanrækslu
■ Með lagafrumvarpi sem
Alþingi samþykkti i vikunni verð-
ur lögskylt að nota öryggisbelti i
bifreiðum við akstur eftir 1. októ-
ber n.k. Þó verða engir sektaðir
fyrir brot á þessu nýja lagaá-
kvæði, fyrr en lokið er heildar-
endurskoðun á umferðarlögun-
um.
Undanþágur frá notkun
öryggisbeltanna ná m.a. til leigu-
bifreiða. Með lögunum eru einnig
leyfðar hjólreiðar á gangstigum
og gangstéttum.
Af öðrum lagafrumvörpum
sem samþykkt voru á mánudag
má nefna frumvarp um Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Sam-
kvæmt frumvarpinu verður i
fyrsta sinn i sumar lagður 100
króna nefskattur á alla skatt-
greiðendur, og rennur hann i
Framkvæmdasjóðinn.
bá voru samþykkt frumvörp
um varnir gegn sjúkdómum og
meindýrum á plötum, og frum-
varp um skráningu upplýsinga er
varða einkamálefni.
Fyrir helgina voru samþykkt
frumvörp um staðfestingu á
kjarnfóðurskatti, um umbætur á
opinberum byggingum, um
breyttan bótarétt úr lifeyrissjóði
sjómanna, og um staðfestingu á
bráðabirgðalögum vegna
samninga við BSRB.
Einnig voru samþykkt frum-
vörp um Sölustofnun lagmetis og
Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins,
um loðdýrarækt, staðfestingu á
samningi um fiskveiðar á
Norður-Atlantshafi, og um veit-
ingu rikisborgararéttar.
—JSG.
1
II
I
Aðeins Fær
eyingar við
landið núna
■ Að sögn Landhelgisgæslunnar
eru nú aðeins f æreysk skip hér
við land. Eru það tveir togarar,
annar austan lands en hinn vest-
an. Þá eru sex linubátar nýbúnir
að fylla sig og eru þeir á heimleið,
en enn eru 13 handfærabátar frá
Færeyjum við landið. Belgarnir
eru farnir frá landinu fyrir
nokkru, og fóru þeir siðustu þann
24. sl.
—AM